Tími ljósmæðra er kominn

500 milljarðar fyrir einkavæddu bankana sem græða fyrir hluthafana, ekkert mál. Fleiri hundruð milljónir fyrir hégómlega umsókn að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, ekkert mál. Eilífar brosandi ferðir um allan heim með dagpeningum, fylgdarliði og sóun, ekkert mál. Varnarmálastofnun og hernaðarútgjöld upp á að ganga 2 milljarða, ekkert mál.

En að bæta hag 200 ljósmæðra í landinu? Leiðrétta kjör þeirra eftir 6 ára háskólanám? Standa við gefin loforð?

Nei, þar er farið yfir strikið.

Allar ljósmæður eru hjúkrunarfræðingar. Eftir fjögurra ára hjúkrunarfræðinám fara þær að vinna við hjúkrun. Svo ákveða þær að fara í tveggja ára framhaldsnám til að vera ljósmæður. Þær útskrifast sem ljósmæður og byrja að vinna sem slíkar.

Og hvað gerist? Þær lækka í launum!

Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands útskýrði þetta á yfirvegaðan hátt í Kastljósinu í gær:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365711

Hvað hefði gamli góði Kvennalistinn sagt - eða eru gamlar góðar Kvennalistakonur löngu búnar að svíkja allt sem þær stóðu fyrir og komnar í lið með hinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl,

mikið er ég sammála þér. Það er svo margt sem kristallast í þessu dæmi. Kvennastétt, langt nám, mikil ábyrgð í starfi og óhentugur vinnutími. Það stefnir í að það þurfi að kreista með illu út kjarbætur handa konum hjá ríkisstjórn sem lofaði slíku.

Ég segi bara; áfram ljósmæður!!

Enga meðvirkni!! 

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.7.2008 kl. 15:50

2 identicon

En þurfa ljósmæður alla þessa menntun? Við höfum ekki sögu af barnadauða og óförum í fæðingum á meðan ljósmæður voru minna menntaðar. Þær hafa bakstuðning af fæðingarlæknum og öðru starfsfólki heilbrigðisgeirans þrátt fyrir alla sína menntun. Ég er ekki tilbúin að hækka laun vegna ofmenntunar. Hvað með gömlu "illa menntuðu" ljósmæðurnar, eiga þær að hækka líka??

Hrönn Harðardóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stend 110% með ljósmæðrum í þessari baráttu og undra mig yfir að þetta skuli ekki vera sjálfsagt mál???  Hér kemur "óutskýrður" launamunur kynjanna skýrt í ljos og ættu ráðamenn og konur að hlaupa til og leiðretta hann!!!

Kær kv

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.7.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Evil monkey

Ef þú ætlar að nota það sem rök að þær séu "ofmenntaðar" held ég að þú sért á töluverðum villigötum vinan. Mjög margar starfsstéttir þurfa að ganga í gegnum langt háskólanám áður en hægt er að tala um að menntunin fyrir "starfið sjálft" hefjist. Það er ekki þar með sagt að grunnmenntunin sé óþörf, reyndar er því öfugt farið, grunnurinn er í flestum ef ekki öllum tilfellum bráðnauðsynlegur til að hægt sé að læra starfið almennilega og hafa næga innsýn og dýpt inn í eðli starfsins.

Ef þú vilt hins vegar fara út í það að bera þetta frekar saman við störf sem krefjast minni menntunar, svona bara til að gleðja þig, þá nægir að nefna til dæmis flugmannsstarfið. Þar höfum við starf sem er þeim kostum gætt að þú getur, með því að vera afskaplega duglegur, fengið full réttindi á einu ári, með flugtímum inniföldum. Vissulega krefst starfið ákveðinnar sérþekkingar en mestu máli skiptir reynslan, sem kemur með árunum. Eigum við að segja að þér finnist þetta vera sambærilegt? Ok, karlastétt, stutt nám, mikil ábyrgð í starfi og óhentugur vinnutími. Eigum við svo að bera saman launin hjá flugmönnum og ljósmæðrum? 

Ég trúi því þó að sú menntun sem ljósmæður fari í gegnum sé alls engin "ofmenntun", en ég er kannski svona skrýtin skrúfa að vilja hafa vel menntað fólk í kringum mig og mína þegar kemur að því að hjálpa nýjum lífum inn í heiminn. Því má ekki gleyma að þótt fæðingarlæknar séu til taks ef eitthvað fer úrskeiðis þá er starf ljósmæðranna svona hundrað sinnum umfangsmeira og í raun meiri ábyrgð á þeirra herðum, alla níu mánuðina, að kunna að grípa inn í þegar þær þurfa að grípa inn í og að hafa kunnáttu til að meta það hvenær nauðsynlegt er að fá frekari inngrip frá fæðingarlækni... Já, eins og þú heyrir, þá er ég svo innilega ósammála þér, Hrönn Harðardóttir. 

Evil monkey, 2.7.2008 kl. 20:14

5 identicon

Það á að vera hægt að bjóða Ljósmæðrum, kennurum og leikskólakennurum samkeppnishæf laun PUNKTUR!

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband