Herdís Egils og aðrir góðir gestir

Mæli með þessu viðtali við Herdísi Egilsdóttur í þættinum

Stjörnukíkir - Listnám og barnamenning á Íslandi

Herdís mælir af visku og hlýju og ég er svo innilega sammála henni. Ég hugsa einmitt stundum um það hvort ég eigi ekki að hætta öllu öðru og gerast kennari. Er það ekki eitt besta starf sem hægt er að hugsa sér - að miðla, blása anda í brjóst, hlúa að, hvetja?!  

Óskiljanlegt af hverju þetta starf er ekki betur metið - óskiljanlegt! Hvaða hlutverki gegna kennarar í samfélagi þar sem börn eyða lunganu úr deginum í skólum og allir eru á eilífum hlaupum?

Í þættinum eru líka fleiri góðir gestir sem segja sitt hvað skemmtilegt. Gaman til dæmis að heyra Benedikt Erlingsson segja frá afa sínum og skákinni... svo eru krakkarnir í þættinum náttúrulega yndi.

Gott útvarp er gulli betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herdís samnefnari góðra kennara, enda dóttir húsvíkingins Egils Jónassonar, hagyrðings...ef ekki skálds.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband