Fimmtudagur, 13. desember 2007
Umburðarlyndisfasismi
Er nú verið að segja okkur í alvöru að íslenskt samfélagi hrjáist af "umburðarlyndisfasisma"?
Er verið að segja okkur að við hrjáumst af "umburðarlyndisfasisma" í garð kynferðisglæpa? I garð fátæktar, stéttaskiptingar, misréttis, opinberra spunasagna?
Nei, svo er víst ekki. "Umburðarlyndisfasisminn" í íslensku samfélagi ku vera sá að einhverjir spyrja sig hvort trúarbrögð eða trúleysi eigi að vera persónulegt val hvers og eins ("valfrelsi, trúfrelsi") eða opinber forræðishyggjustefna af hálfu yfirvalda.
Þessir sem setja spurningu við opinbera forræðishyggju yfirvalda í trúmálum fá sem sagt nýyrðið "umburðarlyndisfasismi" í jólagjöf.
Ágætur maður rifjaði í vikunni upp söguna af því þegar Jesú var misboðið og velti við borðum víxlaranna í helgidómnum.
Þessu var líkt við það að kennsluborðum kristninnar væri nú velt við af ofsa og þau gerð brottræk "úr helgidómi íslenskra menntastofnana".
Helgidómi íslenskra menntastofnana?!
Nú er ég alin upp í kristni og drakk í mig sögurnar af Jesú.
Sérfræðingar þjóðkirkjunnar í Guði kunna að vilja deila við mig en ég verð að segja alveg eins og er að ef sá Jesú sem ég þekki kæmi í heimsókn til okkar í dag þá mundi hann hafa áhyggjur af flestu öðru en kennsluborðum í skólum.
Ef hann væri sjálfum sér líkur mundi hann ef til vill byrja á að velta við borðum stórkapítalismans, neysluhyggjunnar, græðginnar og kaupæðisins.
Hví hræsnið þið svo bræður og systur?!" gæti hann hugsanlega sagt. "Kallið þið þetta mína hátíð, þessi jól? Hví bíða þá svo mörg ykkar í röðum misréttisins og hví hlaupa þá svo mörg ykkar í græðginni, tómlætinu?"
Svo mundi hann kannski skreppa í hinn nútímalega helgidóm Kauphallarinnar og velta við borðum víxlaranna og heilsa upp á fólkið sem bíður í röðum hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd.
Ég segi svona.
Jesú var ekki mikið fyrir stofnanir, hvað þá bákn, svo hann mundi ekki einu sinni endilega byrja heimsókn sína á því að banka upp á hjá þjóðkirkjunni - með fullri virðingu. Jesú var fyrir andann og kærleikann, hann var málsvari fátæku ekkjunnar.
Hvað hitt varðar, orðskrípið "umbyrðarlyndisfasisma", væri kannski ráð að gleyma því heldur ekki, bræður og systur mannsandans, að vinur okkar Jesú var gyðingur.
Athugasemdir
Góður pistill ...takk fyrir mig.
Ari Björn Sigurðsson, 13.12.2007 kl. 22:10
Amen!
Vilhelmina af Ugglas, 13.12.2007 kl. 22:28
Flottur pistill, takk!
Georg P Sveinbjörnsson, 13.12.2007 kl. 22:33
Menn yrðu snöggir að losa sig við hann ef hann kæmi til jarðar í dag með sína ,,borgaralegu óhlýðni". Þar myndu líklega fara fremstir í flokki ýmsir þeirra sem mest flagga honum í orði.
Amen eftir efninu...
Matthías
Ár & síð, 13.12.2007 kl. 23:34
Þú ert einstök.
Ég sat hér við sundlaugarbakkann á Miami og talaði við eldgamlan gyðing. Hrukkóttur, blettaður og skaðbrenndur.
Hann heldur ekki jól. Frekar en ég. Jólin mín eru þess eðlis að ég vil fá að vera ein og í friði. Síðan ég skildi við manninn minn þá verða aldrei nein jól, því jól er fjölskylda og fjölskylda er kona maður og börn....
Ég fór að hugleiða það af hverju ég fer alltaf frá Íslandi á jólunum. Ég þoli ekki þetta Baugsæði, of mikið af hverju sem er, of miklu af of öllu. Oj barast og ég man hvað Baugsjólin voru ömurleg.
Sat því í dag við sundlaugina á þessum frábæra stað hér á Flórida, lengst úti á tanga og fór yfir landslagið á Íslandi og ég óskaði þess að Davíð Oddsson, Ögmundur Jónasson, að Víglundur Þorsteinsson sem og Jón Karl og Bjarni Ármanns, væru allir komnir í einn mann og að Vigdís Finnbogadóttir, Þorgerður Katrín, Jóhanna Sigurðardóttir og þú mín elskulega væruð allar ein og sama manneskjan.
En það er víst borin von!!
En svona er ég hallærisleg, hélt að jólin væru fyrir allt fólk og að kristin trú væri fyrir öll trúarbrögð. Siðferði þarf að kenna utanskóla líka því allir okkar siðlausu ganga eða gengu ekki í skóla. Þeir voru of uppteknir við að græða peninga og eru því menntunarlausir.
Takk fyrir frábær skrif.
Aldrei glata einlægninni fallega kona.
Þú átt ef til vill ekki heima í flokki en þú átt heima hjá okkur!!
Annars skaltu aldrei treysta neinum.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:47
Frábært innlegg í þessa umræðu, takk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:49
Og sjáðu Ellý auma, flottasta parið á mbl.is ..... er þetta ekki bara bottninn á Mogganum ? Jú þetta er grín aldarinnar......
Guð min góður stelpur er Elllý ekki með réttu ráði eða var hún ekki rétt ráðiin. ?
Er hægt að misbjóða konum endalaust ?
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:38
Takk fyrir glæsilegan pistil Lilja. Það er sannarlega upplífgandi og uppbyggjandi að renna yfir svona skrif í morgunsárið og vinnudagurinn framundan.
Jóhannes Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 07:21
Takk fyrir þennan góða pistil.
Umburðarlyndisfasismi! Er það fasismi þeirra sem geta ekki sýnt umburðarlyndi?
Soffía Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 09:05
Takk fyrir frábæran pistil Lilja. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.12.2007 kl. 09:10
Takk fyrir mig...og
GLEÐILEG JÓL
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2007 kl. 09:30
Takk fyrir einlægan og flottan pistil. Málið snýst um inntak, gildi og kærleika hvers og eins, ekki að viðhalda valdakerfi og stofnunum. Meginregla í okkar vel upplýsta samfélagi á að vera að einstaklingurinn eigi val um það hvort og hvaða trúfélögum hann vill tilheyra. Tel að Þjóðkirkjan þurfi ekkert að óttast slíkt, ef að hún á erindi sem snertir hug og hjörtu fólks.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.12.2007 kl. 11:17
Tekið úr bréfi sem gengur á netinu:Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunþætti Jane
Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center. Jane Clayson spurði hana. „Hvernig gat Guð leyft þessu að gerast?“ og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...;
„Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er „heiðursmaður“ þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar.
Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? „ Í ljósi liðinna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...
Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O ‘Hare ( Sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum „Allt í lagi.“
Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : „ Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. „ ( Það er stór munur á ögun og snertingu barnsmiðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) og við sögðum : „Allt í lagi.“
Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: „ Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: „ Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðaforsetinn, gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði
skemmtanaiðnaðurinn: „Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana,
Eyturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum : „Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið.“
Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa
Enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf.
Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við „UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM.“
„Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? „ Einlægur og áhyggjufullur nemandi....
OG SVARIÐ: „Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt Inn í skólana. “ Yðar einlægur, Guð
Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og
vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis.
skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.
Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: „Ég trúi á Guð“ en samt fylgt
Satan, (sem „trúir“ að vísu líka á Guð ).
Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki Vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda
tölvupóst þarsem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.
Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á
Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.
Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki fynnst um mig en hvað Guði finnst um mig.
Hefur þetta fengið þig til að hugsa?
Ef þér fynnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki,
Henntu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þer, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því hversu slæmum málum heimurinn er !
Guðríður (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:24
-Jafnrétti og lýðræði í trúmálum næst með afnámi 62. greinar stjórnarskrárinnar, en þar segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.” Auk þess skal nema af öll sérréttindi þjóðkirkjunnar í stjórnarskránni og lögunum.
-Á Íslandi er trúfrelsi og því óeðlilegt að tvinna saman einn trúarsöfnuð við ríkið
-Sumarið 2003 skoðanakönnun Gallups sem sýndi þær niðurstöður að rúmlega 70% landsmanna vildu breyta þessu með þeim hætti að slíta á tengslin
-Það er engin þörf á að boða kristna trú í nafni ríkisins.
-Þó svo fari að breytingar verði á kirkjunni með þeim hætti sem um ræðir, halda landsmenn fast við sína trú og fara í kirkju til að heyra guðsorð eða taka þátt í starfi innan sinnar trúhreyfingar.
-Mikilvægt er að öll trúfélög standi jöfn að þessu leyti.
-Kristin trú getur alveg staðið jafnfætis öðrum trúarbrögðum og engin þörf á að ríkið sé áfram í þessu
-Krafa um aðskilnað ríkis og kirkju er krafa um mannréttindi og trúarlegt jafnrétti.
-Óforsvaranlegt er að næstum því sjötti hver landsmaður er nú settur í annan og óæðri flokk í trúmálum en hinir útvöldu. (85% eru skráð í ríkiskirkjuna).
-Það er með auðveldum hætti hægt að tryggja virkt trúfrelsi, án þess að svipta grundvellinum undan trúariðkun nokkurs manns.
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2007 kl. 13:19
Frábært, nema þessi margfrægi Jesús var aldrei til sem slíkur nema sem persónugervingur hugmynda, samsett mynd af andófsmönnum þess tíma og hugmyndum sem voru stolnar og stældar frá heiðnum mönnum.
Baldur Fjölnisson, 14.12.2007 kl. 17:45
Sælt veri fólkið:
Innlegg nr. 17 er frá Bush Baldri Fjölnissyni. Hef lesið athugasemdir eftir hann hér og þar og finnst þær lítt málefnalegar. Er Aaldur og Bush tvíburar eða frændur? Þeir eru svo líkir. Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdótt
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 14:37
"Jesú var ekki mikið fyrir stofnanir, hvað þá bákn, svo hann mundi ekki einu sinni endilega byrja heimsókn sína á því að banka upp á hjá þjóðkirkjunni - með fullri virðingu. Jesú var fyrir andann og kærleikann, hann var málsvari fátæku ekkjunnar. "
Ef að Jesú vildi ekki vera partur af Þjóðkirkjunni, afhverju í ósköpunum leggja samkynhneigðir svona mikla áherslu á að vera partur af "giftingardæmi" Þjóðkirkjunar ?
Ég er ekkert sérstaklega trúaður, og lít þarafleiðandi ekki á mig, sem neitt sérstaklega velkomin á samkomur Þjóðkirkjunnar, enda reyni ég að leitast við að sleppa því.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.12.2007 kl. 16:33
Æi, hvað er verið að blanda Kauphöllinni inn í velting Jesús á borðum í mustreinu. Sannarlega hefur það "hús" aldrei verið helgað guði, og engin ástæða er til að ætlast til að Jesú hafi verið á móti frjálsum viðskiptum þó svo að hann hafi skiljanlega kosið að sjá þau annars staðar.
Haukur (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.