Skipta 2 milljarðar máli? Vörn gegn hverju?

Já ég er á móti.

Ég er á móti því að Ísland verji 2 milljörðum í hernaðarbrölt og misskildar "varnir".

"Varnarmál" eru alveg glænýtt fyrirbæri í íslenskum fjárlögum og þangað fara gríðarlegir fjármunir.

Hvernig væri t.d. að slá af rúmlega 500 milljóna krónur til varnarmála í fjárlögum sem nú eru rædd á Alþingi og setja í bætta heilsugæslu - heilsugæslu sem þarf bráðnauðsynlega á uppbyggingu að halda?

Hvernig væri jafnvel að bæta um betur og slá af rúmlega 400 milljóna króna framlag til Ratsjárstofnunar (sem m.a. verði notuð í hernaðarlegum tilgangi) og gera eitthvað uppbyggilegra fyrir innviði íslensks samfélags?

Ég er fylgjandi því. Ég vil annars konar fjárlög, ég vil að skattpeningunum mínum sé eytt í allt annað en hernaðarbrölt (eða "varnarmál" eins og George Bush og félagar kalla það til að fegra málstaðinn). Við Íslendingar eigum að losa okkur undan slíkum málflutningi en ekki taka upp ósiði annarra, sem meðal annars felast í æ meira fjármagni til hernaðarbrölts, leyniþjónustu, tæknibúnaðar... "varnarmála".

Verum svolítið öðruvísi - verjumst því sem við raunverulega þurfum að verjast, því sem raunverulega er ógn í okkar samfélagi, í daglegu lífi venjulegs fólks. Þar er af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vel mælt - ég er svo innilega sammála þér. Af nógu er að taka í samfélaginu þar sem nýta mætti peninga skattborgarana betur en í svona vitleysu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2007 kl. 14:53

2 identicon

Heyr heyr!

Þetta brölt okkar er til komið vegna þess að við öpum eftir öllum öðrum þjóðum; ef aðrar þjóðir þurfa að hafa her og varnir hljótum við að þurfa það líka. Af hverju ekki að reyna að hugsa sjálfstætt og nota þetta í eitthvað sem þörf er á, eins og þú segir. Annað sem mér dettur í hug er að borga stórfellt niður tannlækningar þjóðarinnar. Það hlýtur að teljast nauðsynlegur hluti af heilbrigðiskerfinu nú á dögum. 

Örn Arnarson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Getur verið, að þetta brölt ráðamann tengist umsókn í öryggisráð S.þ.? Spyr sá, sem ekki veit...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.12.2007 kl. 15:17

4 identicon

Já ég skal viðurkenna að ég hef aldrei verið hrifinn af þessu orði varnarmál eða þvíumlíku, en ég verð nú samt að segja að mér finnst þetta með Ratsjárstofnun hálfbjánalegt hjá þér.  Afhverju þá ekki bara að leggja hana alveg niður og þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af þessu meira.  Er það eitthvað sem þér datt í hug þá?

Viðar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðfríður, ég mæli með því að slá báða milljarðana af varnarmálaliðnum og koma biðlistum út úr heilsugæslunni í staðinn. Það hljóta að vera góð skipti.

Ég efast um að maður/kona sem bíður á hjartadeild eftir þræðingu líði nokkuð betur að heyra í norskum herþotum í fjarska... 

Haukur Nikulásson, 12.12.2007 kl. 17:27

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ÉG veit ekkert um svona trúnaðarmál, en finnst þetta mikið! Hitt veit ég...að ríkiskirkjan fær 4000 milljónir á ári og prestar eru sirka 200. Þetta er sóun.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:29

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað með að reyna beita sér fyrir að fá trúfélagsskráningu á skattframtalið ?

 Var sjálf að skrá mig íSiðmennt!

Á erfitt með að ímynda mér einhver mótrök að ráði.  ???

Lilja, veistu um einhvert þingmenni sem gæti spurt? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:11

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er erfitt að tefla einum málaflokk svona gegn öðrum. Hvort sem það er að varnarmál, hjartveikir eða kostnaður við Þjóðkirkjuna. Aðalmálið er að það má trúlega sýna ráðdeild á öllum sviðum. Er ekki sannfærður um að það sé gagnrýnislaust hægt að biðja um meira og meira fjármagn í heilbrigðisgeirann sem fer allt í rándýrar lyfja- og tæknilausnir í stað þróunar leiða til heilsueflingar og draga úr vægi menningarsjúkdóma sem eru að taka stærstan hluta útgjalda. Hver er framtíðarsýn Vinstri grænna í varnarmálum? Engar varnir?

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.12.2007 kl. 00:10

9 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Heyr, heyr, Guðrún Lilja!

Gæti ekki verið meira sammála..

Guðfinnur Sveinsson, 13.12.2007 kl. 00:58

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kostnaðurinn við ríkiskirkjuna veldur mér hjartaverkjum...enda ALDREI verið skráð í hana!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 01:32

11 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Auðvitað tengist þetta montbröltinu við að komast í Öryggisráðið.Þangað höfum við ekkert erindi. Mörghundruð milljónir út í vindinn til einskis.Þessum aurum væri betur varið í þróunaraðstoð við þá verst settu. Það vita það allir að stórveldin ráða því sem þau vilja í Öryggisráði SÞ. Við munum ekki breyta því.

Sigurður Sveinsson, 13.12.2007 kl. 05:57

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rétt er að sporna við fjárveitingum til þessa vafasama þáttar. Reynsla allt of margra þjóða er dapurleg að hlusta sífellt úlfur, úlfur frá einhverjum vafasömum skuggaböldrum sem telja þeim sem auðtrúa að þeir geti keypt sér varnir.

Reynsla Íslendinga er þveröfug: við höfum fram að þessu lagt lágmarksfé í þennan málaflokk og helst hefur reynt á okkar eigin varnir þegar við vorum að færa út fiskveiðilögsögu okkar á síðari hluta 20. aldar. Við hefðum aldrei getað sigrað Breta með hernaðarofbeldi. Við beittum þess í stað hyggjuviti okkar: miðluðum réttum upplýsingum til heimsins, rökstuddum mjög vel okkar málstað og unnið var á diplómatískan hátt á þessum viðfangsefnum. Auðvitað hefðum við getað komið okkur upp alls konar hernaðartólum, herskipum og eldflaugum og allt hvað þetta drasl og dót nefnist. En það var ekki það sem við vildum enda þjóðin fátæk og smá.

Nú er stuðningur Dabba og Dóra að draga þann dilk á eftir sér að nú vilja Nató herrarnir að Íslendingar taki þátt í að reka sjoppuna. Því miður hefur Ingibjörg Sólrún ekki slegið hönd sinni á borðið og er það miður. Betur hefði að svo hefði verið gert. Nú eru Íslendingar komnir á kaf í hernaðarmaskínuna því í álverum í landinu er verið að framleiða ál sem að stórum hluta fer í framleiðslu í þágu hernaðarbrölts Bandaríkjanna. Því miður!

Við höfum meira gagn af að nýta þetta mikla fé í annað: við þurfum að reka heilbrigðiskerfið og menntakerfið með þeirri reisn sem fylgir því að vera þjóð sem vill telja sig í flokki með þeim þjóðum sem vilja standa fremst í þessum mikilsverðu málum.

Baráttukveðjur gegn sívaxandi ásælni hernaðarhyggjunnar í sameiginlega sjóði Íslendinga!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2007 kl. 09:00

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já hvernig væri að slá af þessa milljarða, segja okkur úr öllum þessum hernaðar bandalögum og bara opna landið alveg. Heimurinn er svo góður að það myndi aldrei neinn gera nokkurn tíman neitt á okkar hlut. 

Guðfríður Lilja opnaðu sögubók. Lestu mannkynssöguna. Það er einn hlutur sem alltaf er hægt að reiða sig á í sögu mannkyns. Það eru stríð og átök. 

Af sömu ástæðum og umhverfisverndarsinnar læstu fólk inni á skrifstofum fyrir austan og beitu þannig valdi gegn því í sinni barráttu, þá beita lönd valdi á hverja aðra til að ná fram sínu.

Það þýðir ekkert að öskra sig hásna um að aldrei muni neitt ljót koma fyrir. Ef þú telur að við munum aldrei þurfa á landvörnum eða hjálp að halda því aldrei muni neitt koma fyrir, þá hvet ég þig til að hætta að nota öryggisbelti. Jú ef það er engar líkur á því að við þurfum á vörnum að halda afhverju ætti þá eitthvað að koma fyrir þig í bílnum? Afhverju á að tryggja öryggi sitt? 

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 10:52

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Utanríkisþjónustan er komin úr öllum böndum og orðin að hringavitleysu.

Bendi á frásögn 24 stunda af sólarhrings stöðuhækkun sendiráðsmanna til að tryggja þeim hærri eftirlaun.

Bendi einnig á nýjustu bloggfærslu mína. 

Árni Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 12:47

15 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Fannar frá Rifi, þú talar um mannkynssöguna. Getur þú nefnst mér eitt atvik í henni þar sem ráðist var á Ísland?

Svarið er nei. Ástæðan er einföld, það er gjörsamlega engin ástæða fyrir aðrar þjóðir að ráðast á okkur. Það sem næst kemst innrás voru dagdraumar Adolfs Hitlers en hann lét sjóða saman Aðgerð: Íkarus í óþökk hershöfðingja sinna sem að dytti aldrei í hug að spreða sínum mikilvæga herafla í þessa vitleysu hans. Við erum fámenn, friðsæl og afskekkt þjóð sem að höfum enga reynslu af hernaðarbrölti og við ættum að halda því þannig.

Nei Fannar minn, varnir Íslands eru lítið annað en tálsýn og hughreysting fyrir Bruce Bjarnarson og hans líka. Þessir tveir milljarðar nýtast í ekkert annað en hausverk þeirra sem að þoturnar fljúga yfir og þetta  margumtalaða, arfavitlausa framboð okkar til öryggisráðsins. Af hverju ekki að nýta þessa tvo milljarða í eitthvað sem vit er í, eins og t.d. í næstu kjarasamninga?

Kristinn Péturs, ég vill leiðrétta einn algengan misskilning. Nato er og hefur aldrei verið varnarbandalag, það hefur alla sína tíð fyrst og fremst verið innrásarbandalag. Ef að ný heimsstyrjöld blossar upp sé ég ekki fram á það að þessar þjóðir muni lyfta litlafingri til hjálpar okkur heldur senda okkur þriðja flokks varaher eins og raunin var með Bretana í Seinni Heimsstyrjöldinni.

Ísleifur Egill Hjaltason, 13.12.2007 kl. 13:09

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ráðist á okkur? Ísleifur. Þú ættir að lýta okkur okkur nær. Bretar réðust á og hernumdu landið. Síðan ef Bretar hefðu ekki verið hérna þá hefðu þjóðverjar komið og hernumið okkur. þú hefðir víst fagnað.

Þú ættir kannski að kynna þér málin svona rétt áður steypan og fordómarnir gegn Bandaríkjunum og öllum þeim sem mótmæltu Kommisörunum í Sovét hér áður fyrr.  

Mér sýnist þú einmitt bera bestu rökinn fyrir okkar eiginlandvörnum í fjórðu málsgrein. Er betra ef eitthvað kemur fyrir að hafa engar varnir? Við eigum að verja okkur sjálf ef eitthvað er.

Ísleifur. Myndi þér nokkurntíman detta það í hug að fara út í umferðina án þess að spenna beltin? Ef svarið er Já þá segir það allt sem segja þarf. Ef svarið er Nei þá ertu í bullandi mótsögn við sjálfan þig.  

Við Íslendingar voru vopnaðir allt fram að siðaskiptum. Þú ættir að lesa þér til í Íslendingasögunum svona rétt áður en þú almennar þína vanþekkingu á varnarmálum.

Ein spurning. Styður þú Hamas samtökin? Hverjir hérna eru á móti NATÓ og vörnum á Íslandi styðja vopnaða barráttu í Palestínu?  

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 13:52

17 Smámynd: Fannar frá Rifi

Síðan kemur mun nauðsynlegri spurning. Er Íslands háð öðrum lögmálum heldur en önnur ríki á þessari jörð? Eru minnir líkur eða jafnvel engar að nokkurntíman muni einhver ráðast á landið? 

Mér þykir stefna Vinstri Grænna mynna mikið á stefnu Chamberlains. Algjörleg afneitun á þeim vanda sem gæti blasað við. Með aukinni skipa umferð  framhjá Íslandi mun skotmörkum þeirra sem illt vilja fremja aukast.  En nei það er betra að stinga hausnum í sandinn.

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 14:17

18 identicon

,,Getur þú nefnst mér eitt atvik í henni þar sem ráðist var á Ísland? Svarið er nei. ''


Þessari setningu má líkja við þessa hérna ,,Geturðu nefnd dæmi um það hafi ringt á Íslandi?... svarið er nei''

Íslandssagan er sneisafull af átökum. Eitt af mestu hetjudáðum Íslendinga á 16. öld var þegar þrír íslenskir tólfæringar frá Vestmannaeyjum tóku í gegn 13 ensk seglskip, með grjóti og þungavopnum gegn örskotum englanna. Ætlar einhver að halda því fram að við ættum endilega að gefa útlendingum færi á því að taka okkar eigur og líf í nafni snargeggjaðar marxískrar hugmyndafræði?

Auðvitað þarf Ísland varnir, sem sjálfstætt þjóðríki. Og við eyðum allt of litlu til þess málaflokks, sem grundvallar nefnilega fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Án varna erum við ekkert nema máttlausir aumingjar.

 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:51

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég get tekið undir allt sem þú segir, Guðfríður Lilja.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.12.2007 kl. 20:36

20 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég legg til að Fannar frá Rifi segi okkur heldur sögur af hinu gagnmerka félagi FUFS sem hann er stjórnarmaður í. Annars heitir sjúkdómurinn, sem Fannar, Pétur Guðmundur  og fleiri kommentaritarar eru haldnir, ,,hernám hugarfarsins" og er illvíg og krónísk meinsemd, sem herjar nær eingöngu á heilaþvegna kapítalista.

Jóhannes Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 21:48

21 identicon

Góð grein Lilja, held þó að við verðum að eiga nokkrar björgunarþyrlur, góðar flugvélar, góð varðskip og ekki sýst góðan dráttarbát sem getur dregið stærstu togarana og flutningskipin. Auk viðbúnaðar til að bregðast við mengunarslysum. Annað þurfum við ekki.

Þetta hernaðarflug og það sem tengist hernaði er bara bull og sóun. Ef einhver þjóð ætlar að ráðast á okkur þá er það eina rétta er að gefst strax upp, og koma forsetanum úr landi þar sem engin lög eru lögleg samkvæmt íslenskri stjórnarskrá nema hann undirriti lögin.

Í fyrsta sinn sem ég er sammála kananum, þegar hann fór. Sammála honum að koma sér í burtu, herstöðin var búin að vera ónauðsynleg  í áratugi. Og að engin hernaðarógn er hér í norðurhöfum. 

Sigurður (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:50

22 identicon

Ansi er ég viss um að hún Trykja-Gudda væri algjörlega ósammála þér Guðríður Lilja.  Villimennirnir sem tóku hana og hundruði annarra Íslendinga herfangi, auk þess að drepa fjöldan allan af fólki og nauðga konum í leiðinni, lögðu á sig að koma hingað alla leið frá Alsír, vegna þess að Ísland var auðveldasta fórnarlambið.

Staða Íslands í dag er lítt skárri heldur en hún var á 17. öld hvað þetta varðar, við erum auðveldasta bráðin í Vesturheimi, fyrir misindismenn að ráðast á, flugvélafarmur af léttvopnuðum málaliðum, eða eitt sjóræningjaskip dygði til að taka þjóðina í gíslingu - 50 sérsveitarmenn hefðu lítið í þá að gera.   Fælingarmátturinn sem aðild okkar að Nató skapar og samstarf okkar við aðrar vestrænar þjóðir er okkar besta trygging í vályndum heimi í dag.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:41

23 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Fannar frá Rifi, ekki getur verið að þú hafir eingöngu hlustað á lýsingar Nasista hvað varðar landgöngu Breta í Seinni heimsstyrjöldinni? Þeir lýstu þessu einmitt sem blóðugri baráttu okkar gegn hinu forna Heimsveldi og að barist væri í hverju stræti.

Sannleikurinn er hinsvegar sá að Bretar höfðu alla tíð ítarlegt samráð við Íslensku ríkisstjórnina og þeir beittu aldrei vopnum gegn Íslendingum. Þetta var aldrei innrás heldur varrúðarráðstafanir til að vernda Íslands og styrkja bandamenn í baráttunni við nasismann. Þeir höfðu aldrei áhuga á að taka yfir Ísland.

"Þú ættir kannski að kynna þér málin svona rétt áður steypan og fordómarnir gegn Bandaríkjunum og öllum þeim sem mótmæltu Kommisörunum í Sovét hér áður fyrr."

Fannar, þessi setning þín er alveg óskiljanleg.

Ég nenni varla að eyða orðum á þetta beltamál en jæja.

Fannar, hvað hafa bílbelti kostað marga mannslífið? Vernda bílbelti okkur fyrir einhverjum ósýnilegum óvini?  Endilega bentu mér á þessa "mótsögn" þína.

Hversu vel vopnuð við vorum í fornöld og hve mikið við börðumst innbyrðis (sem var ansi lítið þegar maður lítur til meginlandsins) kemur málinu því miður ekki rassgat við. Heldurðu virkilega að einhver hefði haft áhuga á því að ráðast á okkur í fyrsta lagi á miðöldum?

Varðandi spurningu þína um Hamas hef ég ekki tekið neina sérstaka afstöðu en mér finnst engu að síður vítavert að ræna völdum að lýðræðislega kjörinni stjórn. Ég styð enga vopnaða baráttu, ég er hinsvegar gjörsamlega á móti  tilraunum Ísraelsmanna til að einangra og eyða Palestínsku þjóðinni.

 Varðandi seinna kommentið þitt bið ég þig um einn hlut: Nefndu mér EITT ríki í heiminum í dag sem er raunveruleg ógn við Íslendinga.

Ég held líka að ef að breskir kaupmenn vildu koma til Reykjavíkur og ræna allt og rupla hefðu þeir gert það fyrir löngu Nógan hafa þeir haft tímann. Nei veistu, ég legg bara til að Bruce Bjarnarson og vinir skundi til Íraks svo þeir geti fætt þessa paranóju sína.

Tyrkjaránið var ömurlegur hlutur en það að halda að hervæddir íslendingar hefðu getað tekið á þessari árás sem að kom eins án allra viðvarana er ekkert nema vitleysa. Til þess eru sjóræningjar einfaldlega of hraðir og handahófskenndir. Þeir komu, tóku þræla og fóru á augabragði. Ég sé einhvernveginn voðalega illa fyrir mér að fólk hér á öldum hefði haft tíma til að reisa virki við hvert kot á meðan þeir börðust við verða ekki hungurdauða.

 

Ísleifur Egill Hjaltason, 14.12.2007 kl. 11:21

24 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það var enginn blóðug barrátta. En við vorum hernuminn. OG við munum verða hernuminn aftur ef hagmunir landanna í kringum okkur krefjast þess.

Norðurheimskautir er að verða að einu mikilvægasta svæðinu í dag vegna mikilla orku sem þar er að finna.

"Fannar, hvað hafa bílbelti kostað marga mannslífið? Vernda bílbelti okkur fyrir einhverjum ósýnilegum óvini?  Endilega bentu mér á þessa "mótsögn" þína."

semsagt bílbeltu er drasl og það ætti að taka þau úr öllum bílum?  Bílbeltu verja okkur fyrir atburðum eins og árekstrum. 

Mér þykir hinsvegar verst að þú værir frekar til að gefa eftir Vestmanneyjingar í þrældóm til Alsírs heldur en að reyna að verjast. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá erum við á eyju. Að verja eyjur er það auðveldasta sem hægt er. Að ráðast inn á eyju er gríðarlega mikið mál og erfitt.

Hvað kallaru Kópavogsfundinn?  

Hverjir eru ógn við Ísland í dag? af nágranna löndum okkar? Ekki neinn. En hvað með morgun daginn. Geturu lofað mér því að aldrei aldrei nokkurntíman muni nokkurt ríki eða hryðjuverkasamtök ráðast á Ísland? Getur fullyrt það að svo muni verða um aldur og eylífð að aldrei muni nokkurntíman þurfa að verja land og þjóð?

Sá einhver það fyrir 1898 að fimmtíu árum seinna veru liðnar tvær heimstyrjaldir með nær ómælanlegu tjóni og mannfalli? Mér þykir þú bjartsýnn og óraunsær. 

Fannar frá Rifi, 14.12.2007 kl. 12:19

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það væri kannski betri spurning að spyrja. Afhverju að kaupa tryggingar? Það er óþarfi að tryggja sig fyrir tjóni því það mun aldrei neitt gerast.

Fannar frá Rifi, 14.12.2007 kl. 14:29

26 identicon

,,Hversu vel vopnuð við vorum í fornöld og hve mikið við börðumst innbyrðis (sem var ansi lítið þegar maður lítur til meginlandsins) kemur málinu því miður ekki rassgat við. Heldurðu virkilega að einhver hefði haft áhuga á því að ráðast á okkur í fyrsta lagi á miðöldum?''

Ísleifur, kanntu að lesa á bók? Þú veist allavega ekki ,,rassgat'' um Íslandssöguna. Svo mikið er víst.


Hún er blóðug svo ekki sé meira sagt og mikið var barist um lítið sem ekkert.


Við börðumst ekki minna en þjóðir á meginlandinu, þvert á móti. Og það liggja einnig fyrir innrásarhótanir Noregskonungur frá tólftu öld, sem leiddu af sér samning milli hans og Íslendinga. Íslenskir leiðangursherir lögðu Noregskonungi lið, skv þeim samningi áður en endanleg yfirráð hans voru staðfest 1262-4. Eftir það jókst slíkt enn.


Á 14. öld voru tíð átök milli Íslendinga og Englendinga, sem að lokum leiddu af sér stríð milli Konungsríkisins í heild sinni gegn Englendum. Og getiði nú hver vann.. engir aðrir en Íslendingar.


Seinna eftir vopnabrotið á 16. öld var vissulega lítill vararmáttur í Íslendingum, en ekki sljákkaði í árásum sjóræningja og reifara. Hinn norskdanski floti átti þá að verja okkur að mestu ásamt fámennu herliði Höfuðsmanns og Sýslumanna. Án þeirra varna sem Rósenkranz höfuðsmaður tókst að koma við gegn Tyrkjunum, hefðu þeir einnig slátrað eða tekið alla Reykvíkinga og Bessastaði. En hann ásamt smávægilegu herliði sínu og nokkrum erlendum sjóurum sem höfðu orðið illa út úr Tyrkjanum tóku eitt skip þeirra í gegn með fallbyssuskothríð. Ef vopnabrotið hefði ekki átt sér stað hefðu þeir eflaust sökkt tyrkjanum og slátrað þeim öllum er þeir næðu landi. Og þannig gjörsamlega komið í veg fyrir Tyrkjaránið og snautleg örlög sendiherra Danakonungs í Barbaríinu.



Og þetta er að gerast á meðan Ísland er tiltölulega afskekkt og nær enginn hafði tæknilega getu til að sigla hingað.



Án nokkurra varna nú á dögum væru hér eflaust óendanlegar blóðsúthellingar dag eftir dag, og líklega engir Íslendingar þar eftir á lífi. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband