Smalahundur bjargar mannslífi

Sá þennan fallega hund á netinu.. ímynda mér að hann sé í líkingu við Kát, stoltur Strandahundur með íslenska fánann við hún!

"Kátur var hirðfíflið í Stóru-Ávík. Hann fæddist í góðu skapi. Hann var í góðu skapi þegar hrafnarnir höfðu strítt honum heilan dag. Hann var í góðu skapi þegar hann var skammaður. Kátur var oft skammaður, því hann hafði mjög fjarstæðukenndar hugmyndir um smalamennsku. Kátur hélt að hann ætti að elta allar kindur sem hann sá, og reka þær út í buskann. Ég lokaði Kát inni áður en ég rak út úr túninu á morgnana...

...Það var Kátur sem kenndi mér, að maður á aldrei að meta neinn út frá því sem hann er ekki. Vissulega var Kátur versti smalahundur í sögu Árnes-hrepps, og strangt tekið hafði hann þess vegna ekkert notagildi. En hann var vinur, leikfélagi og sálusorgari...

...Hann var einn af sendiherrum gleðinnar á jörðinni, og þessvegna stóð hann nær guðdóminum en flest fullorðið fólk."

Þetta er byrjunin á kaflanum þar sem við fáum að lesa hvernig vonlaus lítill smalahundur bjargar mannslífi - Kátur bjargar Hrafni. Við lesum um Kát í einum af mörgum snilldarköflum í bókinn Þar sem vegurinn endar... bók Hrafns Jökulssonar sem Vigdís Grímsdóttir kallar "yndislestur í orðsins fyllstu merkingu".

Þegar ég fæ mér hvolp er ég að hugsa um að reyna að finna einhvern í líkingu við Kát.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ér er löngu síðan farinn í hundana.

Hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi, að hafa ,,átt" hunda um nokkuð margra ára skeið, Hverjir með sínu sniði en allir hið snjallasta jaðrsamband fyrir mig.

,Tegundin sem mér hefur líkað hvað best vðið er smalahundar, að vísu þýskir en smalahundar engu að síður.

Sá íslendki er helst til geltinn, Semsé hávaðaseggur en yndislegur hávaðaseggur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.12.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þessi lýsing er nú bara hreint yndisleg. Góður hundur af hvaða kyni sem er getur verið hin mesti gleðigjafi þó önnur hlutverk sem þeim er ætlað gangi ekki upp. Það verður gaman að lesa bók Hrafns. Ég á eina yndislega tík, Tinnu sem ætti að vera góður veiðihundur en það verður hún aldrei þar sem hún skelfist þegar hún heyrir hvell og er sú mesta raggeit sem ég hef kynnst, en þvílíkur gleðigjafi og kelirófa. Hún fær 11 fyrir það af 10 mögulegum.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.12.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband