Innflytjandi kveður sér hljóðs

 Til hamingju Toshiki! 

Ég fékk fallega bók í hendur í gær. Hún er eftirtektarverð fyrir ýmissa hluta sakir, en ekki síst það að hún er fyrsta bók innflytjanda á Íslandi sem frumort er á íslenska tungu.

Þetta er fyrsta ljóðabók Toshiki Toma, Fimmta árstíðin.

Titill bókarinnar er skrautskrifaður á japönsku af móður Toshiki, Michiko Toma, en ljóðin finna sér stað í nýju heimalandi skáldsins... við Tjörnina, við Austurvöll, við Heklu eða á ólíkum stöðum íslenskrar náttúru með kríur yfir höfði og þrá í hjarta, næm og innblásin.

Að sinni ætla ég að vitna í ljóð sem sker sig mjög frá hinum í bókinni en fékk mig til að brosa:

Sannleikurinn er

eins og bolti í ruðningsleik

Þeim er hrósað

sem láta boltann ganga á milli sín

 

Þeim sem vilja halda fast í hann

troðið í svaðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta hlýtur að teljast til afreka í íslenskum bókmenntum. Frábært framtak hjá þessum manni.

Þórbergur Torfason, 8.12.2007 kl. 20:37

2 identicon

Tek undir þetta og til hamingju Toshiki ef þú kíkir hér inn.

Margrét (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 21:02

3 identicon

Frábært hjá Toshiki, og til hamingju með þetta. Hins vegar er ég hræddur um að ofurmennið (og innflytjandinn) Mikael M. Karlsson, heimspekingur, hafi orðið einhverjum árum á undan að gefa út efni á íslensku, til að mynda bókina Þungir þankar sem gefin var út af háskólaútgáfunni, auk ýmiss annars efnis bæði meira og minna að umfangi.

Vigfús Eiríksson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:47

4 identicon

Mér sýnist ég verði að éta ofan í mig eigin athugasemd hér að ofan, er ekki alveg viss um að eitthvað úr þungum þönkum hafi ekki verið þýtt. Biðst velvirðingar á vitleysunni.

Vigfús (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband