Að synda eða synda ekki

 

Einmitt þessa stundina veit ég nákvæmlega hvað væri best fyrir mig. Það væri best fyrir mig að fara í sund. Ég sé mig fyrir mér brjóta öldurnar (smá ýkt upp á dramað) í fersku morgunloftinu, láta svo þreytuna líða úr í heitapottinum og gufunni -

njóta þessa forréttindaskjóls sem heitir Sundlaugar Íslands (Reykjavíkur reyndar, en aftur ýkt upp á dramað).

En ég nenni ekki. Ég sver það ég nenni ekki að drífa mig af stað.

Það er þetta sem er bæði svo óþolandi og áhugavert.

Hvers vegna tökum við þennan bita sem við ætlum ekki að taka, þennan sopa sem við ætlum ekki súpa, hvers vegna gerum við ekki einmitt það sem við ætlum að gera, hvers vegna breytum við ekki einmitt því sem við ætlum að breyta, osfrv osfrv osfrv? Og hvers vegna drífum við okkur ekki í sund þegar okkur langar?!!! Hvað er málið?!

Það er víst þetta sem það heitir að vera manneskja.

Og það er svo sem ágætt að flatmaga bara hérna núna og fara ekki fet. Ég kvarta ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því bara,ekki flóknar en það ........

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Laufey B Waage

"Það góða sem ég vil, geri ég ekki, en það vonda sem ég vil ekki, það geri ég" - stendur í góðri bók. Sígildur sannleikur, því breiskleikinn er víst eitt af því sem allar manneskjur eiga sameiginlegt. Annars hugsa ég alltaf það sama í kjölfarið á þrekvirkjum á borð við fjallgöngur og hreingerningar; "af hverju geri ég þetta ekki oftar"? Maður er nefnilega aldrei eins ánægður með sjálfan sig, eins og að loknum erfiðisverkum af ýmsu tagi.

Vááá hvað það er hræðilegur predikunartónn í þessu, - best að hætta áður en geislabaugurinn fer að þrengja að mér.

Laufey B Waage, 20.11.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband