Hallgerður, Hjörvar og Dagur Andri unnu

mynd  

Ísland státar nú af fleiri fulltrúum en nokkru sinni á Heimsmeistaramóti barna og unglinga sem fram fer í Tyrklandi.

Hallgerður Helga gerði sér lítið fyrir og sigraði FIDE-meistara kvenna og sjöundu stigahæstu stúlku mótsins, hina bandarísku Alisu Melekhinu (2208 stig), í fyrstu umferð í gær. Frábær byrjun hjá Hallgerði, sem hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilega frammistöðu að undanförnu. Hallgerður var í 2. sæti á Norðurlandamóti stúlkna um daginn (var hársbreidd frá 1. sæti...) og tefldi nýverið einvígi við Guðlaugu Þorsteins um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Hjörvar og Dagur Andri unnur líka sínar skákir en þeir eru á meðal okkar alefnilegustu og framúrskarandi ungu skákmönnum. Öðrum af okkar krökkum gekk lakar í fyrstu umferð en þau ætla sér án efa að bæta úr því hið fyrsta!

Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.skak.is og www.skaksamband.is sem og bloggsíðu Eddu á unglingaskak.blog.is (móðir Hildar), en hún ætlar að blogga reglulega frá skákstað.

Gangi ykkur vel krakkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband