Laugardagur, 10. nóvember 2007
Kostur að vera viðkvæmur
Já, það er kostur að vera viðkvæmur.
Í næsta bloggi ætla ég að halda áfram að leiða hugann að valdamesta manni landsins, en í dag verð ég að fá að vekja athygli á frábæru viðtali Kollu Bergþórs við Hrafn Jökulsson í 24stundum.
Hrafn hefur nú vetursetu í Trékyllisvík ásamt konu sinni Elínu Öglu. Ég held að mér finnist Elín Agla hafa með höndum eitt af fallegri störfum landsins: að vera skólastjóri Finnbogastaðaskóla, fámennasta skóla landsins. Þar eru tvær stúlkur við nám og skólinn er hjarta samfélagsins.
Einhvern tímann las ég viðtal í Mogganum um gleði fólks í hreppnum yfir því að þangað væri von á nýju barni. Þetta var í miðopnu og ég hugsaði með mér að þetta væri ein af ástæðunum fyrir því að mér þykir vænt um Ísland. Megi vegur Árneshrepps vera sem mestur og bestur - og megum við hafa vit á að skilja þau dýrmæti sem þar er að finna!
Eins og kemur fram í viðtalinu er Hrafn að gefa út bók um bæði líf sitt og Árneshrepps "Þar sem vegurinn endar". Það kæmi mér ekki á óvart að þetta verði jólabókin í ár - Kolla lýsir henni sem bæði fallegri og áhrifamikilli, með sérlega eftirminnilegum ævibrotum...
Hér eru sem sagt örfá komment úr viðtali dagsins:
"Skákin hefur gefið mér óteljandi ánægjustundir og örvæntingarandartök. Skákin er heillandi því hún er leit að tilgangi lífsins. Við erum alltaf að leita að besta leiknum í stöðunni hverju sinni. Við finnum hann sjaldnast en þegar við finnum hann þá vekur það mikla innri gleði og öll tilveran verður rökrétt og skynsamleg."
"Blaðamennska á að vera ástríðustarf en ekki skrifstofustarf. Þar eiga möppudýrin ekki að stjórna. Það þarf neista og vissa geggjun, þörf og löngun til að hafa jákvæð áhrif á heiminn."
"Í lífinu getum við ekki valið af hlaðborðinu bestu bitana og sleppt hinum. Líf mitt hefur verið fjölbreytt, viðburðaríkt, skemmtilegt, stundum stormasamt, oft erfitt en líka sneisafullt af hamingjustundum"
"Ég held líka að það sé kostur að vera viðkvæmur því það þýðir að maður er lifandi og opinn. Ég á alltof auðvelt með að taka hluti nærri mér en ég vildi samt ekki skipta á því og vera múrhúðað hörkutól."
"Ég held að leitin að Guði og leitin að ástinni sé í raun og veru drifin áfram af sömu þörf; þörfinni til að vera ekki einn í heiminum..."
Athugasemdir
Hrafn stendur nærri mínu hjarta...hann er Hrafn!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2007 kl. 19:49
Takk kærlega fyrir síðast, Guðfríður Lilja, ræða þín í Akureyrarkirkju snart mig djúpt. Þau hjónin, Hrafn og Elín Agla eru að mínu mati að finna það sem er íslenskara en slátur, þ.e. mannlífið á Ströndum. Við erum dugleg við að sýna gestum sem heimsækja okkar fagra land hina kraftmiklu náttúru, jökla, fossa, hveri og fjöll en að mínu mati er gamla góða Ísland á Vestfjörðum. Það er fallegasti hluti landsins þegar allt kemur til alls, þegar óspillt náttúrufegurð, stórkostlegt mannlíf og nálægð við náttúruna mest. Ég er hræddur um að við séum í svipaðri stöðu og í loka þar síðustu aldar, þegar við íslendingar skömmuðumst okkar fyrir uppruna okkar og menningu og fórnuðum mörgum af okkar séreinkennum fyrir danska siði. Núna viljum við helst vera þekkt fyrir ýmislegt sem er ekki í okkar bakgrunni. Ekki stærum við okkur lengur af sjávarútvegi, landbúnaði og mannlífi eins og einkennir Strandir og reyndar alla Vestfirði, heldur skipta gígawattsstundir, skemmtanahald og viðskiptamenn meira máli fyrir ímynd okkar. Sorglegt. Stundum öfunda ég færeyinga sem eru enn ekta.
Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 20:38
Kæra Guðfríður Lilja.
Tilfinningagreind er eitthvað sem færustu sérfræðingar og sálfræðingar meta alltaf meira og meira og eru farnir, margir hverjir að telja þá mikilvægustu í fari manna. Ég þekki konu sem kann, veit og skilur. Konu sem kann manngangin betur en flestir aðrir og ég er alltaf jafn ánægður með það að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó mín kæra.
Karl Tómasson, 10.11.2007 kl. 23:00
Hlakka til að kíkja í bók Hrafns. Trékyllisvík er staður sem mig hefur langað að koma á í áratugi. Veit að þaðan kemur gott fólk. Kannski það verði næsta ferðalag :-)
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:52
..hann er þá viðkvæmur Sjálfstæðismaður eftir allt saman!
Góður!
Júlíus Valsson, 10.11.2007 kl. 23:54
Ég fór til Trékyllisvíkur í sumar - tvisvar. Hafði komið þangað áður reyndar. Gisti þar í nokkrar nætur í fyrra skiptið en í Djúpuvík í seinna skiptið. Þetta er yndislegur staður og ég skil vel hvað togar í Hrafn.
Varð svo ömmusystir fyrir viku - mamma barnsins er dóttir Hrefnu og Valgeirs í Árnesi II í Trékyllisvík, hjónanna sem byggðu upp og reka minja- og handverkshúsið Kört. Sá stutti er því Strandamaður í aðra ættina.
Það var talað mjög fallega um Hrafn í Trékyllisvík. Fólkinu þar þykir greinilega mjög vænt um hann og það hlakkaði til að fá hann til vetrardvalar. Allir þekkja hann þar því hann hefur dvalið þar svo mikið.
Sjá myndir úr fyrri ferðinni minni hér og úr seinni ferðinni hér.
Kveðja handan götunnar,
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2007 kl. 00:26
Vestfirðirnir eru að mínu mati alger perla.
Skemmtileg þessi tilfinning sem maður fær verandi á Ströndum að finnast maður vera kominn að hjara veraldar. Get einvern veginn ekki líst henni almennilega.
Vona svo sannarlega að allar hugmyndir um hreinsistöðvar og álíka detti niður dauðar.
Jóhann (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 09:00
Lilja mín, ég vil gjarna minnast á hér (enda málfrelsi hér a Íslandi) þá hef ég ýmisslegt við mál Paul F Nikolov að segja...enda alin upp við útlendskan föður (og oft...ennþa´talin sjálf útlensk) en það virðist hvergi hægt að gera athugasemd við þennan mann? Ég vil EKKI að hann tali fyrir munn minnar reynslu..hvar kem ég minni reynslu til skila?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:08
Er Paul kannski að segja eithvað sem mér og pabba missjást?...?Af hverju ekki er hægt að rökræða við hann?...eða hans sinna? Ég er VG , en hann er ekki (svo sannarlega ekki ) á minni línu???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:16
í hreinskilni sagt...er sjálf hálf íslensk (lesist alislensk..fædd á Landsspítalanum) og á son sem er einn fjórði "íslenskur" (lesist..alíslenskur af íslenskir móður í Hollandi)..en þessi maður er EKKI að segja neitt um okkar veruleika á Íslandi! Alls ekki neitt!..og ég er í góðu sambandi við "íslenska útlendinga"...en Paul er ekki okkar maður!...hann talar íslensku, og það vel (sem og margir aðrir "útlendingar")..en sem VG, verð ég að benda á að hann er BARA AÐ HUGSA UM SIG!...honum er skítsama um aðra "útlendinga"...en kannski er það bara flott?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 01:23
ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆjjjjjjjjj,.......fyrirgefðu kæra G. Lilja...en mig langar svooooooooooooooooooooooooooo að vita fyrir hvern hann er að tala?.......allavega ekki ALLA ÞÁ INNFLYTJENDUR SEM ÉG ÞEKKI!....en auðvitað talar hann "góða" íslensku...en ....það geri ég líka...og margir sem ég þekki!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 02:31
Eyddu þessu bara!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.11.2007 kl. 02:32
Bókin er ótrúlega fín og sannkallaður yndislestur eins og haft er eftir vigdísi gríms á kápunni. bókakápunni sko...
hrafni tekst að blanda saman endurminningum og sögunni á ótrúlega skemmtilegan hátt og maður alveg lifir sig inn í lesturinn. jólin verða betri hjá þeim sem lesa "þar sem vegurinn endar". og fallegri bara líka held ég.
eiginlega skyldulesning.
arnar valgeirsson, 14.11.2007 kl. 23:30
Hlakka til að lesa bókina hans Hrafns um lífið á Ströndum í hans uppvexti. Var sjálfur á Hólmavík sumarið 1996 og það var bara stórkostlegt. Og svo er Hrafn náttúrulega bara einstakur drengur. Kveðja.
Karl Gauti Hjaltason, 14.11.2007 kl. 23:41
Hmm.....er einhver glóra í því að halda úti skóla með 2 nemendum!
Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:40
ok ..þú villt ekki eyða þessu, svo ég neyðist til að útskýra mig betur í sbv. Paul. Kannski er þetta bara efnafræðilegt, en ég hef ekki getað fundið neitt innflytjandahjarta slá með hans málflutningi. Veit ekki hvernig ég á að orða þetta, en ég og fleiri fá á tilfinninguna að þetta sé bar "aumingjahjálp". Innflytjendur eru upp til hópa mjög duglegt og sterkt og stolt fólk. Það vill ekki fá umfjöllun eins og "fatlaðir" á einhvern hátt. Það er líka stolt af sínu þjóðerni og má vera það (eins og við íslendingar erum). En ef einhver hópur pólverja eða segjum króata hagar sér eins og svín (eins og á Akureyri) á umfjöllunin að snúast um það. Ekki hvort kom fram að þeir voru "whatever". Það er hvati til einhver af hinum mikla, þögla meirihluta pólverja tjáir sig. Þannig verður til smám saman aðlögu "integration". Það er aldrei sársaukalaust ferli, en verður að taka og á eftir að skila sér í miklum menningarlegri flóru...eitthvað nýtt. Leyfið fólkinu að SETJAST HÉR AÐ. Engan aumingjaskap. Í DK var þagað um svo marga hluti í nafni umburðarlyndis í 2 kynslóðir og sprakk síðan með ósköpum, eins og danski þjóðarflokkurinn sannaði.
Ég var í bréfaskriftum lengi við Nasher Kader, sem nú er á leið inn á danska þjóðþingið einmitt um þetta. Hans lausn var alltaf "díalóg". Ég er sammála því, en Khader hefur verið manna duglegastu við að tala við múslima og aðra nýbúa í DK um að virða lýðræðisreglur og hætta öllum öfgum, enda sagði Pia Kærsgaard um hann að hann væri ok, það væru bara allir hinir!
Við erum með svotil fyrstu kynslóð innflytjenda og þetta þarf alls ekki að sprynga hér...en það er lágmark að leyfa fólki að vera stolt af uppruna sínum (í því felast líka tár). Ég man eftir Sushiparty hjá íslendingum sem ég þekkti í Köben. Það var mjög gaman og frábær matur. Síðan byrjar ein ung íslensk stelpa, sem ekki hafði verið í HÍ að tala niður til Íslands og HÍ, sem menntunarstofnunar í samanburði við Danmörku. Ég varð alveg miður mín (enda er kennsla í HÍ mjög sambærileg DK)...við urðum bara að taka þann slag..Steina man þetta.
Kær kveðja
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:16
og eitt ljóð til elsku vinar míns Hrafns Jökulssonar...mikil manneskjuvinur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.