Valdamesti maður Íslands?

Hver haldið þið að sé valdamesti maður Íslands?

Ég er að velta þessu fyrir mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgólfur eldri og Björgólfur jr

Res (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Í svipinn er það Davíð Oddsson sem hefur mest áhrif á líf fólks í landinu í dag.   Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 20:24

3 identicon

Þórhallur Gunnarsson-Steingrímur Sævarr Ólafsson!

Fjölmiðlavaldið!

sigrún (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:26

4 identicon

Við

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:55

5 identicon

Eða Eiríkur Jónsson á Seð og Heyrt.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Haffi

Við rangri spurningu er ekki til rétt svar!

því bakvið valdamesta manninn er valdameiri eiginkona hans!

Haffi, 8.11.2007 kl. 21:05

7 Smámynd: Heidi Strand

Framsóknarmaðurinn

Heidi Strand, 8.11.2007 kl. 21:54

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á Íslandi eru því miður mjög margir sem eru mjög voldugir. Þorsteinn Erlingsson kvað í kvæði sínu um Jörund hundadagakonung að til þess að krækja sér í völd þyrfti að byrja á því að koma sér upp auð.

Ætli þeir sem stýra bönkunum og stóru fyrirtækjunum stjórni ekki einna mest? 

Með bestu kveðjum

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2007 kl. 22:14

9 identicon

Ef við skilgreinum vald á sama hátt og félagsfræðingurinn fornfrægi Max Weber sem "möguleikinn til að ráða hegðun fólks" Þá er valdamesta fólkið nú sem fyrr ráðherrar og þingmenn, það ert jú einnig þú mín kæra en þið eruð fólkið sem setur þann lagaramma sem við öll verðum að lifa eftir.

Gustav Pétursson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:56

10 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Davíð Oddsson varð valdamesti maður landsins í áraraðir vegna þess að hann kom öðru hvoru fram í fjölmiðlun og sagði mjög skynsamlega hluti.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2007 kl. 23:14

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þeir sem eiga bankana og stærstu fyrirtækin eru þeir sem mestu ráða eins og allstaðar annarstaðar, án stuðnings peningamannana hefðu Dabbi smjörklípa og aðrar háttsettir embættismenn og silkihúfur ekki komist langt

Georg P Sveinbjörnsson, 8.11.2007 kl. 23:28

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Davíð Oddson, hann er ennþá með stjórnartaumana, allavega stjórnar hann vaxtastefnunni í dag og gerir heimilin fátækari með hverjum deginum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2007 kl. 01:46

13 identicon

Davíð gaf og Davíð tók.............

Guðmundur S Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 01:57

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Davíð Oddsson, ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 08:58

15 identicon

Fjölmiðlar eru sterkasta valdið í dag

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:00

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kaupahéðnar fá launin okar, hafa þar af leiðandi mikil áhrif á líf okkar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2007 kl. 13:06

17 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Á Íslandi í dag ráða peningar mestu um hegðun fólks og ef "möguleikinn til að ráða hegðun fólks" eru völd þá eru þeir sem hafa mest áhrif á hvernig peningunum er varið valdamestu menn Íslands.

Hver nákvæmlega hef mest og beinust áhrif á þetta veit ég ekki, en það er líklega einhver nefndur hér að ofan.

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 13:39

18 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Þeir sem hafa mesta fjármagnið eru því miður oftast líka með mesta valdið. Þ.e. Björgólfsfeðgarnir eða hvað ?

Fjórða valdið virðist líka hafa óhuggulega mikil völd hér í þjóðfélaginu okkar litla, þe fjölmiðlar hvernig þeir móta landann eftir sínu höfði......

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 9.11.2007 kl. 13:42

19 Smámynd: Svanfríður Lár

Ég er ekki viss um þetta með völd Davíðs Oddsonar?  Og ég held að það gildi það sama með ráðherra og þingmenn sem eiga að setja okkur lagaramma til að lifa eftir. Ég hallast því að kenningu Mosa (Guðjóns Jenssonar). Þeir sem hafa krækt í auðinn hafa völdin. Þeir stilla taktinn þegar lagarammar eru smíðaðir.  Hverjir eiga svo sæti í skuggaráði Íslands og hver situr í þar, það er stór spurning. 

Svanfríður Lár, 9.11.2007 kl. 14:30

20 Smámynd: Svanfríður Lár

Hverjir eiga svo sæti í skuggaráði Íslands og hver situr í forsæti þar, það er stór spurning.

afsakið, vanti eitt orð getur það sköpum skipt........ 

Svanfríður Lár, 9.11.2007 kl. 14:31

21 identicon

Davíð er overrated gott fólk.

Hann er frægastur fyrir að vera landráðamaður sem ekki hefur svarað til saka fyrir glæp sinn.

Margrét (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:32

22 identicon

Björgólfsfeðgar án efa. Geta komið hverju sem er til leiðar, góðu sem illu. Leika sér að því að endurrita ekki bara fjölskyldusöguna heldur Íslandssöguna líka. Ákvarðanir stjórnvalda byggjast æ meir á hagsmunum sérhagsmunanna og þar eru Björgólfsfeðgar fremstir.

Friðrik (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 16:51

23 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér blöskra skrif þeirra sem hér skrifa að Davíð Oddson sé valdamestur íslendinga. Því miður er það ekki þannig, ég myndi treysta honum fyllilega til þess. Hann hefur gert fjöldamarga hluti sem að eru frábærir og hefur náð með aðstoð ríkisstjórna sinna að hefja Ísland upp til virðingar sem þróað land. Það að segja að Davíð Oddsson sé landráðamaður fellur mér ekki í geð. Hann er einmitt maður sem að unnir landi sínu og gerir það sem hann telur rétt fyrir landið, annað en svo margir stjórnmálamenn nútímans, svo sem Björn Ingi. Davíð vill annað en margir aðrir ekki ganga í Evrópusambandið og taka þannig frá okkur völd í okkar eigin landi.

En sem svar við spurningunni verð ég að segja að það séu þingmenn. Það er auðvitað eðlilegt enda Alþingi æðsta stofnum landsins og fer með stjórn þess. Íslendingar kjósa sér sína alþingismenn til að stjórna landinu og því er eðlilegt að alþingismenn og ráðherrar ráði mestu. Björgólfur Guðmundsson, meðeigandi minn í Landsbankanum er ekkert með puttana í öllu.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 9.11.2007 kl. 18:11

24 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Nema náttúrlega það sé Fúll á móti? Sem við erum alltaf að rembast við að hafa roð við á öllum sviðum? Meðan við erum upptekin af að gera allt betur en Fúll á móti ræður hann ansi miklu um líf okkar, er það ekki?

Guðrún Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 18:37

25 identicon

HVERNIG ER ÞETTAÐ,DETTUR ENGUM Í HUG :FINNUR INGÓLFSSON.

Jensen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 20:18

26 identicon

Valdamesti maðurinn á Íslandi í dag er einstaklingurinn. Hinn almenni neytandi. Hann getur haft áhrif á vöru verð/gæði og framvindu t.d. í stjórnmálum með atkvæði sínu. Hinn frjálsi markaður skilar sínu.

Ef vinstrapakkið réði þá myndi það vilja að steingrímur væri valdamestur eða einhver álíka stjórnunar brjálæðingur.

Annars gott innlegg hjá þér Auðbergur.

Kári Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:09

27 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég held að það sé fáránlegt að segja Finn Ingólfsson vera valdamestan Íslendinga.

Takk, takk Kjartan

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 9.11.2007 kl. 21:18

28 Smámynd: Njáll Harðarson

Davið eða  Goliat, hmmm...

Hver stal kvótanum mínum?

Myrkrahöfðinginn er ekki einsamall, gjörningurinn er alger, allir þeir sem hafa selt sál sína og þegið smá ívalnir í gengum tíðina hafa stuðlað að hverfandi hveli hinnar íslensku þjóðareignar, sem var grunnlögð á fiskveiðum við strendur landsins, eins og staðsenting flestra landsbyggða vottar.

Hver er valdamestur..............við

Einhver sagði að íslendingar vildu alltaf láta sama aðilann arðræna sig

Á Íslandi getur þú varla haldið vinnu ef þú andmælir opinberlega, ég hef haft langan feril í því sambandi og á endanum flutti ég erlendis, never to return!

Mér þætti vænt um að vita hver talan væri, varðandi minn hlut í þjóðarkvótanum, kannské þjóðarþrjóturninn geti svarað mér, ég get sannarlega notað klinkið

Lifið heil

Njáll Harðarson, 9.11.2007 kl. 23:39

29 identicon

Ég held að fólk sé að gleima Hannesi. Björgólfsfeðgar eiga ekki jafnmikið af eignum hérna heima og Hannes. Hvað þá eignum sem veita manni völd eins og banka og tryggingafélög gera.  Svo eru  Siggi&Hreiðar hjá kaupþing ansi valdamiklir. Þeir ráða yfir einu strærsta fjármálaafli sem Ísland hefur nokkurtíman átt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 01:08

30 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég sjálfur.  Því allt sem ég geri ekki hefur mikil áhrif á líf annara í kringum mig.  Ég ræð hverjir lifa og deyja.

Björn Heiðdal, 10.11.2007 kl. 08:04

31 identicon

Rockefeller, Rotchild, og allt það lið alþjóðlegra bankamanna (central banks).  Sjáið bara vatnalögin - þau dúkka upp hér hvort sem Björgúlfur eða Davíð hafa skoðun á því eða ekki, og þau eru samþykkt þó ýmsir sem geltu sem hæst séu óvænt í stjórn og hafi tækifæri til að standa gegn þeim... en nei... nú þegja þeir bara.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 08:28

32 identicon

George W. Bush er að sjálfsögðu eina svarið sem getur gengið upp, þó svo að hann búi ekki hérna blessaður.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 15:09

33 identicon

Jesús Kristur hvílíkt andleysi! Ég hélt að þeir sem sáu veröldina í Davíð Oddsson og ekki Davíð Oddsson væru búinir að finna nýjan fókus fyrir reiði sína og fáfræði.

stúlka í sveit (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:01

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála...jesúsímynd bókstafstrúarmanna...Þott hann SJÁLFUR munNDI GRÁTA yfir svona misnotkun á sjálfum sér ....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband