Ég vil ekki lifa lífinu á hlaupum

svo snemma í morgun í stað þess að hlaupa út í loftköstum tók ég mér smá tíma og hlustaði á útvarpsþætti á netinu.

Ég heyrði m.a. Birgi Andrésson heitinn syngja í Víðsjá. Ég þekkti hann ekki persónulega en við mættumst oft á labbi á Vesturgötunni og af honum stafaði hlýja - og mér finnst verkin hans flott. Síðast þegar ég hitti hann var hann svo ljúfur í orðum sínum til mín að það bjargaði deginum.

Stúlka sem mér þykir vænt um lítur á útvarpið sem allra besta vin sinn. Hún segir meira að segja að það sé besti vinur þjóðarinnar - eða ætti að vera það.

Ég horfði líka á skemmtilegt viðtal Evu Maríu við okkar frábæru skákdrottningu Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Fannst það gaman.

Ég er ekki enn búin að horfa á Kiljuna en kannski ég geri það seint í kvöld eða snemma í fyrramálið...

Og svo er ég að hugsa um að að hlusta oftar og betur á útvarpið um leið og ég er að sýsla annað, gera það að sérstökum vini - það á að rækta vini sína alla sem einn, burt með hlaupaskóna. Það er kúnst að skipta um skó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K Zeta

Valdamesti maður Íslands er án efa Davíð Oddsson og Jón Ásgeir kemur í kjölfarið.

K Zeta, 9.11.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband