Einkaþota grunngilda

Ég bloggaði í fyrradag um mál Miriam Rose

Ætti maður ekki bara að segja sig úr Íslendingaklúbbnum, klifra upp í mastur og neita að koma niður ef við gerum okkur það til skammar að vísa Miriam Rose úr landi? Ég var flínkur klifurköttur þegar ég var lítil, ég ætti vel að geta rifjað upp gamla takta. Ég er spennt að sjá hvert mér verður vísað. 

Ef Miriam er vísað í burt og má aldrei koma til baka, verandi þessi ógnun við grunngildin, ætli hún fái þá far með Ólafi Ragnari í einkaþotunni?

Það er jú skylda æðstu embættismanna að reyna pínu að spara fyrir ríkið - þetta væri ákveðin hagræðing. Hagræðing er gullkorn dagsins hér þar og alls staðar - allavega þegar hún lendir á venjulega fólkinu.

Það mætti eiginlega segja að þetta væri tvöföld hagræðing.

Grunngildaógninni yrði bægt frá en um leið væri brottrekstrinum breytt í eins konar endurhæfingu - einkakennslustund í einkaþotunni um grunngildi íslensks samfélags.

Sem eru aftur hver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Samkvæmt fjölmiðlapistli hefur þessi stúlka lofað "bót og betrun" og mun ekki taka þátt í frekari mótmælum í framtíðinni.  Grunngildunum er því ekki hætt að sinni.  

Takk fyrir skemmtilegt skákmót og hóf nýverið.

Lýður Árnason, 29.9.2007 kl. 05:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Grunngildin eru heiðruð með því að leyfa hugsjónafólki að valda tjóni fyrir tugmiljónir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2007 kl. 02:07

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, þau eru einkennileg þessi "grunngildi" útlendingastofnunnar. Ætli þau líkist eitthvað grunngildum Sjálfstæðisflokksins, frekar grunn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband