Ertu ekki að grínast?

Miriam Rose er ógnun "við grunngildi" íslenska samfélagsins. Hún vogaði sér að mótmæla í sumar og fyrrasumar og hlekkjaði sig við hlið.

Hún meiddi engan, stóð ekki fyrir ofbeldi eða óeirðum með neinum hætti. En þessi unga stúlka sem hafði hug á að stunda framhaldsnám í jarðfræði og á hér íslenska tengdafjölskyldu á það nú á hættu að vera vísað úr landi.

Þetta kemur fram í Blaðinu í morgun. Er glæpur Miriam að vera félagi í samtökunum Saving Iceland?

Er þetta umburðarlyndi okkar Íslendinga?

Ég fæ óbragð í munninn af sjálfumgleði okkar og hræsni á svona stundum. Ógnun við grunngildi - þvílíkur brandari.

Vertu þæg Miriam útlendingur, öllum stundum alla daga, og þá færðu kannski að vera hér hjá okkur áfram. Hjá okkur góða fólkinu sem gerum ekki svona, okkur sem kunnum að virða grunngildin. Hunskastu annars burt úr okkar garði.

Þeir sem lemja og nauðga - eru þeir ógnun við grunngildi? Til hvaða landa er þeim vísað á leiðinni til alíslenskra vægari dóma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að hlekkja sig við hlið... er það ekki ofbeldi? Er ekki verið að skaða löglega atvinnustarfsemi? Er það ekki glæpur? Umburðarlyndi... nei kannski ekki, enda ekki ástæða til.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: arnar valgeirsson

manni finnst nú þessi herför gegn saving iceland orðin ótrúlega biluð. allir að tjá sig og vildu senda liðið heim, þ.e. útlendinga og fannst íslendingarnir bara furðulegir.

ég ber hinsvegar mikla virðingu fyrir fólki sem lætur vita af því þegar því mislíkar eitthvað, tala nú ekki um þegar náttúran er tekin svona í gegn.

halló... fólk klifraði í krana og hlekkjaði sig við vinnuvélar. einhverjir eru reyndar taldir hafa skvett málningu á hús og allt varð bilað.

hinsvegar hef ég verið að lesa um fólk sem ekki gegnir löggunni, svona að undanförnu. einhverjir hafa buffað nokkrar löggur og einn beit eina í hendina. þetta lið fær kannski nokkra mánaða skilorðisbundinn dóm. sem þýðir að það þarf að trilla við á löggustöðinni og láta vita að það sé enn á landinu.

en ef maður klifrar upp í krana og neitar að koma niður, þá er það ekkert elsku mamma sko. bara senda liðið úr landi. mér finnst þetta ekki alveg það ísland sem ég þekki, sveiattan.

arnar valgeirsson, 26.9.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér finnst alveg stórkostleg steypan um grunngildi samfélagsins sem var í bréfinu til hennar! Við viljum bara pólitískt þæga útlendinga! Þú mátt vera hérna ef þú ert þæg/ur og hefur ekki skoðanir! Viljum við vera eins og Bandaríkin og sum önnur lönd? Svo sagði stýra Útlendingastofnunar býsna opinskátt að þetta væri til viðvörunar svo að fólk héldi sig á mottunni. Hóta! Hræða þá útlendinga sem hingað leggja leið sína til að hjálpa.

Mér datt reyndar í hug þegar ég hlustaði á Miram Rose í morgun og aftur áðan að hún ætti fremur að fá flýtimeðferð til að verða ríkisborgari því ég var svo hrifinn af hennar málflutningi því að eins og hún benti á þá ætti rétturinn til að mótmæla á friðsamlegan hátt að falla undir grunngildi samfélagsins.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.9.2007 kl. 18:41

4 identicon

Ég gæti talið upp nokkra "Íslandsvini" sem fengið hafa konunglegar mótttökur og rauð teppi (ekki gul), þrátt fyrir að teljast meiri ógn við "grunngildi" landsmanna.

Mikið óskaplega er þjóðin smá.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 01:17

5 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég er þeirrar skoðunar að hún er brotleg gangvart lögum. Hvar ælum við að enda ef við segjum eðli lögbrota sé misjafnt...Hún er þó með dóm á bakinu.

Hennar glæpur er ekki hugsjónir heldur að fara ekki að lögum fyrir það var hún dæmd til fangavistar. Hún tók ferðafrelsi af fólks og skapaði ótta og ógn. Af hverju ættum við að telja þetta léttvæg rök. Þetta eru kunnar aðfarir hjá samtökum sem kenna sig við ótta.

Það að missa legvatnið yfir því að hún ætli að læra íslensku og stofna fjölskyldu hér er ekki viðeigandi. Ég fæ aumingjahroll þegar ég fæ svona rök. Hún elskar íslenska menningu svo mikið að hún kom hingað gagngert til að mótmæla henni og leggja íslendinga í hættu.

Allt bendir til þess að hún mótmælir gegn greiðslu. Hefur ekki tekist að hrekja frétt ruv þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hvað gerist þegar hér verður leiðtogafundur stórvelda verður nýjast ríkisborgarinn í forsvari mótmæla.

Það væri betra hennar vegna að búa annarstaðar þar sem allt er að kafna í mengun hér og við erum orðin vagga vopnaframleiðslu...fellum hana á eigin rökum

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.9.2007 kl. 17:31

6 identicon

Leggja Islendinga i haettu? Ad hlekkja sig vid hlid er ofbeldi? Um hvad erud thid ad tala? Svo eru aldrei rok ad segja: "Hvar aetlum vid ad enda bla bla bla".

Hogni (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 20:16

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Ef ástæða þessa máls gegn Miriam væri bara vegna þess að hún hefur mótmælt árótttækann máta, þá væri mér misboðið. En málið er að Miriam er með dóm á bakinu, og kaus að sitja hann af sér í fangelsi.
Það er því ekki hægt að segja að þetta sé eingöngu vegna þess að hún var að mótmæla. Hún braut landslög og fékk refsidóm fyrir.
Það er nú þannig að öllu gríni fylgir alvara og afleiðingar gjörða manna eru ekki alltaf fyrirfram vitaðar.

Vona þó að Miriam verði áfram hjá okkur á Fróni. Virðist hin vænsta manneskja. Og svo er það nú líka þannig að þeir sem fá refsidóma eru nú ekki alltaf einhverjir glæponar.

Sigurjón Sveinsson, 29.9.2007 kl. 22:05

8 identicon

Fín gagnrýni hjá þér; það er auðvitað engin hemja hvernig þetta lið er farið að láta ef fólk vogar sér að mótmæla einhverju hér á landi. Eins og svo sem fram kemur hér: haukurmh.blog.is

HAUKUR MÁR HARALDSSON (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 12:52

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tjónið sem hlaust af því að klifra upp í kranana hjá Bechtel á Reyðarfirði hljóp á tugum miljóna og ykkur finnst það bara allt í lagi. Það er ekki hlustað á fólk af fullri alvöru sem finnst það allt í lagi

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.10.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband