Fimmtudagur, 20. desember 2007
Hvað hverfur? Hver svarar?
"Horfinn Búðafoss í Þjórsá? Horfinn Urriðafoss í Þjórsá? Sokkin Hagaey, hólmar og flúðir í Þjórsá? Tæmdur árfarvegur neðan stíflna í Þjórsá? Sokknar jarðir meðfram Þjórsá? Sokkin híbýli bónda á bökkum Þjórsár? Tuttugu og sjö milljón tonn af vatni ofan stíflugarða Þjórsár á hripleku sprungusvæði Suðurlandsskjálfta? Hækkuð grunnvatnsstaða sem setur sveitir á flot við Þjórsá? Fuglalífi eytt við Þjórsá? Gengd 6.000 laxa á ári upp Þjórsá tortímt? Hrygningarstöðvar þorsks undan ósum Þjórsár í hættu? Lífríki við Þjórsá í víðasta skilningi þess orðs stórskaðað? Útsýni og fegurð Þjórsár í byggð horfin og aldrei endurheimt?...
Fornminjar, m.a. ævaforn þingstaður og vöð í Þjórsá síðan um landnám, glataðar? Stórfelld rýrnun starfsgrundvallar og jarðahlunninda við Þjórsá og þá tekjumöguleika? Aðrar hugmyndir og atvinnutækifæri en virkjanir í Þjórsá burtreka? Stórfellt rask og sjónmengun við Þjórsá uppúr og niðrúr vegna vegalagninga? Þjórsá afgirt og viðvörunarflautur pípa? Friður og samkomulag í sveitum meðfram Þjórsá einskis virði?"
Svona spurði Kristín Guðmundsdóttir uppalin við Þjórsá í vor.
Ég er að vonast til þess að einhver ábyrgur gefi landsmönnum þá jólagjöf að svara. Og þá er ég ekki að meina að Landsvirkjun svari, ég er að meina að eigendur Landsvirkjunar svari - hverju svara þau? Eða eru allir þægilega búnir að gleyma því hver það er sem á Landsvirkjun?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Er það svartasta skammdegið sem stýrir penna í dag?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2007 kl. 09:56
Þessum pena stýrði einn af níu þingmönum VG sem telur lýðræðið ganga út á að minnihlutinn skuli hafa vald yfir meirihlutanum. Og að hvergi megi hreyfa stein eða torf til framfara fyrir land og líð.
Hjörtur O. Jónsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 10:32
Sama vælið/skælið/nöldrið í VG endalaus, ekki má hrófla við steini eða velta þúfu
Að sjálfögðu á að nýta nátturuna til betri lífskjara, Ekki held ég að Lilja kvarti þegar hún notar rafmagn til að knýja tölvuna og eða þegar hún eldar kvöldmat, endilega Lilja fáðu Húsvíkinga til að tína fjallagrös og hætta þessum draumum um álver, eða hvað leggur þú annað til stað álvers eða fjallatínslu? Sennilega getur þú það ekki enda er VG flokkur sem er bara á móti en kemur ekki með lausnir
Arnbjörn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 14:22
Guðfríður Lilja, þakka mikið góð skrif. Mér finnst þau ummæli sem hafa verið sett við skrif sín, dæma sig algerlega sjálf. Arnbjörn þú getur andað rólega þótt bæði ég og Guðfríður Lilja, notum alla þá raforku sem við mögulegast komumst yfir, til þess að knýja fram tæki og tól. Það er nú þegar framleidd feikinæg orka til allrar raforkunotkunar íslenskra heimila - og langt umfram það. Öll fyrirtæki og heimili í landinu, þar á meðal þú Arnbjörn, greiða raforkuverð sem eru einhverjum hundruðum prósenta hærri en raforkuverð til Alcoa, Alcan og Norðuráls. Þú ert sjálfsagt glaður með það að greiða svo götu eigenda erlendra stórfyrirtækja, með svo rausnarlegu framlagi í vasa fjárfesta þar. (Alveg örugglega ekki í vasa almennra starfsmanna).
Til var félag hér á Íslandi sem hét Fossafélagið Títan. Stjórnarmaður í því fyrirtæki var lengstum Einar Benediktsson. Það var að stórum hluta í eigu erlendra aðila. Það félag keypti m.a. vatnsréttindi í Hvítá og Gullfoss með sem og öll vatnsréttindi í Þjórsá. Þegar þar var komið þótti ástæða til að huga að frumvarpi um það í hvers eigu vatnsbúskapur landsins skyldi vera.
1919 voru sett um það lög, að vatn skyldi vera í almannaeigu. Glufa var þó í því frumvarpi, sem gerði Fossafélaginu kleift að virkja Urriðafoss í Þjórsá, en félagið þurfti að semja við landeigendur við Þjótanda og sveitarfélög við fossinn. Sú leið var farin til að tryggja félaginu vatnsréttindi Urriðafoss, að lofa þeim Flóamönnum að leggja járnbraut frá Reykjavík og austur að Þjórsá.(Í dag hefur Landsvirkjun lofað Flóamönnum að malbika vegi í sveitinni, ef þeir komi til með að virkja Urriðafoss)Það var að því hægðarauki fyrir fyrirtækið, þar sem framleiðslu þess efnis sem skyldi framleidd með raforkunni, þ.e. landgræðsluáburður - fosfor - skyldi flutt til Reykjavíkur og flutt út þaðan. Það sem stoppaði af þessi virkjanaáform var að á þessum tiltölulega stutta tíma, var fundin upp ný tækni og margfalt ódýrari til að framleiða fosfor, þar sem ekki þurfti vatnsafl til sem nokkru næmi. Það er eins og að fólk sem fær glýjur í augu yfir álbræðslu, viti ekki að alltaf eru að koma fram tækninýjungar sem geta breytt bæði þörf fyrir ,,brædd" jarðefni eða annað, eða að hægt verði að gera það á annan þann máta sem ekki kalli á svo mikla raforkuframleiðslu.
Vanþekking og það að nenna ekki að kynna sér mál til hlýtar, er alltof oft dragbítur á framþróun.
Umræða verður jafn ómálefnaleg og í athugasemdum hér að ofan.
Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 16:44
Þjóðin á Landsvirkjun. Þjóðin kýs sér þingmenn til að fara með atkvæði sitt á þingi. Er það eitthvað flókið?
Hanna, 20.12.2007 kl. 17:05
Bíddu nú við Alma, er eitthvað óeðlilegt við það að stórkaupendur á hvaða vöru sem er fái afslátt? Það er fullkomlega eðlilegt, og þessi röksemdafærsla um að það koma tækninýungar þíði m.ö.o. að það á ekkert að gera fyrr en þær eru komnar? Hálf broslegt svo ekki sé meira sagt, þú s.s. kaupir ekki tölvu aðþví að þú ert sífelt að bíða eftir betra gerð? Sú tækni sem notuð er í dag við raforkuframleiðslu er sennilega sú besta sem er í boði núna og ætti því að nota hana, hvað á að bíða lengi eftir "nýrri" tækni? Nátturan er auðlynd og ber okkur skilda að nýta hana okkur til hagsbóta
Arnbjörn (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 08:33
Arnbjörn. Það vita allir að meira en nóg er af rafmagni til fyrir þjóðina og að ekki er verið að byggja þessar stóru virkjannir til að svala orkuþörf almennings. Þannig að þessir útúrsnúningar þínir við að reyna að láta náttúruverndarsinna líta út fyrir að vera hræsnara missa algjörlega marks fyrir utan það eitt að vera útúrsnúningar (eða rökvilla öllu heldur, þú reynir að grafa undan orðræðu einstaklings með því að ráðast á hann).
Hér er verið að nýta náttúruna okkur til hagsbóta, en afhverju núna? Til að okkar kynslóð geti keypt sér meira af jeppum og átt flottara dót? Velmegunin á Íslandi er meiri en næg! Mér finnst okkar kynslóð haga sér eins og ofdekraðir sjálfselskir krakkar með enga ábyrgðartilfinningu. En þetta er verra, þetta er líka þröngsýni, rökleysi og vanskilningur á almennum markaðslögmálum. Það er eins og fylgjendur álversins hafi aldrei hugleitt framboð og eftirspurn:
Ósnortin náttúra verður einstakari með hverjum degi, framboðið á henni minnkar, en eftirspurnin stækkar í réttu hlutfalli við mannfjölda. Framboðið á áli er stöðugt og það getur verið framleitt hvar sem er, stærstu flugvélaframleiðendur heims hyggja á að hætta að nota ál eftir tíu ár svo eftirspurnin fer snarminnkandi.
Ekki má gleyma því að framtíð ýmissa virkjanna, t.d. Kárahnjúka virkjunnar, er mjög ótrygg þar sem hún er byggð á, jarðfræðilega, mjög ókyrru svæði.
Gott dæmi um tækninýjungarnar sem Alma talar um er nýja efnið sem nota á í flugvélar. Álvinnsla er að verða úreltur og lítils metinn iðnaður, skítugur og ógeðslegur á nútímamælikvarða, en eins og venjulega er Ísland 20 árum á eftir.
Gatari (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:42
Því miður er virkjanamönnum fátt heilagt annað en samningar um orkuverð til stóriðjunnar á smánarkjörum. „Energy lowest price“ var heiti á áróðursbækling sem Finnur Ingólfsson lét Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun útbúa og dreifa um víða veröld. Þetta er guðspjall þeirra sem ekki vilja erfa landið með þeim náttúruperlum sem það býr yfir, heldur sem orkulind og auðuppsprettu. Fyrir hverja mætti spyrja? Kannski fáa útvalda? Ekki fyrir venjulegt fólk, almenning sem borgar mjög hátt orkuverð fyrir rafmagnið.
Mosi óskar þér sem öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hittumst heil og sæl á næsta fundi um landsins gagn og nauðsynjar!
Guðjón Sigþór Jensson, 22.12.2007 kl. 09:29
Já einmitt.....Gatari, og Guðjón, sjáum til hvort þið verðið ekki "virkjana sinnar" ef og þegar verður atvinnuleysi, og hver veit kannski verður þú einn af þeim, sennilega viljið þið horfa frekar á Þjórsá renna "ósnortna" en að hafa atvinnu?
Arnbjörn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:47
Það er ekkert þannið að annað hvort að halda í ósnortna náttúru eða að hafa atvinnu það er bæði vel hægt að hafa hvoru tveggja.
En neðri Þjórsá má ekki virkja og Landsvirkjun hefur engan umráðarétt yfir svæðinu.
Þá er nóg til af rafmagni til fyrir þjóðina og við íslendingar eigum nóg með okkur sjálf þó að við þurfum ekki að hingað til lands erlenda álrisa.
t.d. góð leið til fá fólk til starfa er að greiða starfsfólki Sjúkrahúsanna mannsæmandi laun og þá haldast Sjúkrahúsin á starfsfólki,
t.d. góð leið til fá fólk til starfa er að greiða starfsfólki Leikskólanna mannsæmandi laun og þá haldast leikskólarnir á starfsfólki,
sömuleiðis að greiða starfsfólki allar annarrar opinberrar þjónustu mannsæmandi laun,
svo mætti stytta vinnuvikuna þá hugsanlega skipta fleiri með sér vinnunni sérstaklega ef um er að ræða fyrirtæki með vaktir,
svo ef ég tek Vestfirði sem dæmi þá mætti jafna flutningskostnað þá mun almenningur fyrir vestan taka við sér,
svo mættu gróðurhúsabændur fá rafmagn á stóriðjutaxta og sömuleiðis allur almenningur í landinu.
Álver eru einmitt ekki svo atvinnuskapandi þau senda frá sér ruðningsáhrif sem kalla á háa stýrivexti sem verður til þess að sérstaklega sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti.
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 06:53
Arinbjörn. Eins og staðan er á Íslandi í dag set ég markið á að bætast í hóp þeirra þúsunda háskólagengnu Íslendinga sem starfa erlendis. Álversstarf er allavega ekkert fyrir mig takk.
Annars lít ég á þögn þína við rökum mínum sem samþykki.
Gatari (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.