Bolungarvíkin

Rétt náđi ađ skrá hér inn eina fćrslu og bođa bloggara-endurkomu áđur en ég svo flaug til Bolungarvíkur á Hrađskákmót Íslands. Ţetta var frábćr ferđ - ótrúlega skemmtilegt mót, höfđinglegar móttökur og alls kyns uppákomur... rúsínan í pylsuendanum var svo ađ sjá Grím Atlason bćjarstjóra og fleiri góđa brillera međ hljómsveitinni Grjóthruni í Kjallaranum í gćrkvöldi.

Í dag var svo dásamlegt veđur og á međan ađrir spiluđu golf fór ég í langan göngutúr, borđađi ber og dáđist ađ haustlitunum. Mikiđ er óheyrilega fallegt á Vestfjörđum.

Ég er svo ţreytt eftir helgina ađ ég lćt ţetta nćgja í bili. Hér fylgir ein mynd frá mótinu - krakkar úr grunnskólanum sýna listir sínar. Ég hef sagt ţađ áđur og endurtek ţađ óspart - ţađ er alltaf jafn gaman ađ fylgjast međ krökkum tefla, ţau eru snillingar. Ein sjö ára kom međ tárin í augunum í upphafi móts af ţví ađ hún var svo hrćdd um ađ fá ekki ađ vera međ - hafđi gleymt ađ skrá sig til leiks fyrirfram. Svo stóđ hún sig ţetta líka vel...

pict0434.jpg  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Var ekki stjörnubjart í Bolungarvík í nótt?

Vonarstjörnur fara víđa.

Bestu kveđjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 17.9.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigríđur Jósefsdóttir

Er flugvöllur ţar???

Sigríđur Jósefsdóttir, 17.9.2007 kl. 10:38

3 identicon

Ţađ er allt í Bolungarvík - flugvöllur, golfvöllur og fótboltavöllur. Flugvöllurinn hefur reyndar ekki veriđ notađur sem slíkur um árabil - en hann er ţarna ţrátt fyrir ađ vegurinn skeri hann reyndar í tvennt í dag......

Grímur (IP-tala skráđ) 17.9.2007 kl. 13:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband