koman endur gjöfin álits

Það er kominn tími á endurkomu í bloggheima. Láta hendur standa fram úr.

Ég var að sjá nýjasta Mannlíf þar sem ég er ein af "álitsgjöfum" um bestu og verstu bloggarana. Ég er greinilega langt á eftir í þessum efnum því að blaðið er löngu komið út og ég hef ekki verið að fylgjast með, hef haft öðrum litríkum hnöppum að hneppa... 

Ég verð að viðurkenna að það fór dálítið um mig þegar ég sá listann. Fólk sem ég valdi sem bestu bloggarana er á lista sem verstu bloggarar - skil þetta ekki! Er ég alltaf dæmd til að vera í róttækum minnihluta?!

Ég hugga mig við það að þau síðustu verða fyrst... á dómdagsegi, eða þar um kring. Annars hlýtur mitt álit að hafa verið dæmt úr leik þar eð ég tók ekki þátt í vali á verstu bloggurum og skilaði auðu þar. Kann ekki við svoleiðis lista (já, er á  móti, ævinlega). Í stuttu máli sagt: fullkomlega gagnslaus, ósammála og vanhæfur bloggaraálitsgjafi á allan hátt! En byrjuð að blogga aftur... og mun vera stolt ef ég verð sett í hóp þeirra allraverstu.

Ég ætla að blogga um Þjórsá. Freista þess að meirihluti mikill meirihluti sjái hversu rangt það er að halda áfram gamaldags virkjanaþráhyggju. 

Ef svo ömurlega vill til að lokum að það verður ekki meirihluti heldur minnihluti sem er sammála því að þyrma Þjórsá þá er það samt góður minnihluti sem kann gott að meta - og hefur á réttu að standa.

Ég fer ekki ofan af því. Þau síðustu verða fyrst... þegar upp er staðið, einn dag.

Einn sólskinsdag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverjir voru þeir 10 bestu hjá þér mín kæra sem lést Baugsmiðlana nota þig! Við vondu erum  örugglega flest ekkert ósátt við að vera vond, verst.

Ég fyrir mitt leiti vil vera vond í Mannlífi, DV og á malefnum.com Það er heiður að vera vestur á þessum vígstöðvum óþverraskaps.

kær kveðja, Jónína

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Velkomin aftur.  Var farinn að halda að síðan hefði bara verið stofnuð fyrir kosningar til þess að sýnast

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.9.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 15.9.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hlakka til að lesa meira eftir þig. Ég sé að hér mætir spurull gagnrýnir sem ekki þolir gagnrýni sjálf.

Þórbergur Torfason, 15.9.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Blogg um Þjórsá - gott mál  

Valgerður Halldórsdóttir, 15.9.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hlakka til að sjá hvernig umfjöllunin Þjórsá verður. Þekkti einu sinn nágrennið ágætlega - var í sveit þar.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Frábært að finna þig aftur, gamla, kæra vinkona! Var að fletta í myndakassanum hjá mér hér um daginn, og rakst þá á skemmtilegt póstkort frá þér síðan í Harvardi gamla. Síðan hefur til sjávar komist hellingur af vatni og gomsa af hlutum gerst.  

PS. JB á bágt, það tekur enginn mark á henni lengur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband