Tónleikar í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir tónleikum á Nasa í kvöld kl. 20  til verndar náttúru Íslands, gegn stóriðju.

Hljómsveitir og tónlistamenn sem fram koma eru meðal annarra:

magga Múm, Ólöf Arnalds, Bogomil Font og félagar, Magga Stína, Rúnar Júl, Ellen Eyþórs, Mr. Silla og Mongoose, Bloodgroup, Evil Madness, Skátar, Ljótu Hálfvitarnir, Retro Stefsson, Strakovsky Horo, Dj Árni Sveins...

Miðaverð er 2500 kr. og rennur allur ágóði til náttúruverndar. Miðar verða seldir við innganginn. Frjáls framlög eru einnig vel þegin.

Allir listamennirnir gefa vinnu sína til stuðnings málstaðnum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hverju ætla þessi samtök Saving Iceland að bjarga..??? Kannski túnum og skurðum bændanna í Flóanum sem gætu farið undir vatn ef Urriðafoss verður virkjaður..??  Það ætti þá að vera lítið mál að fá einhverstaðar gröfu og grafa nýja skurði sem ekki fara undir vatn.  Fyrir alla muni reynið að átta ykkur á því að til að lifa á landinu þarf að nota landið, annars er best fyrir okkur öll að hætta þessu basli hérna og leggjast með tærnar upp í loft...

Ólafur Jóhannsson, 2.7.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Það má segja að þeir sem keypt hafa miða eru að styðja "hryðjuverkastarfsemi" og ofbeldi í nafni náttúruverndar.

Skemmdarverk og að svipta fólki frelsinu er ekki góð leið til að berjast fyrir náttúruvernd. 

Ólafur Guðmundsson, 3.7.2007 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband