Einmitt svona

Eigum við skilið alla þessa sól? Guðs útvalda þjóð þetta sumarið (eða er hún bara að gera grín að okkur fyrir kolefnisjöfnunina?).

Mikið ferlega er þetta gott og gaman. Svona á sumar að vera, einmitt svona.

Ég sit á þakinu og er að horfa á nágranna minn í næsta húsi ryksuga. Hann tekur sig vel út, fagmaður á ferð. Hæ. Nú er hann byrjaður að spila á gítar, ferlega flínkur. Sumir geta allt. Grilllyktina leggur yfir nágrennið og hundur geltir. Er að hlusta á Antony Hegarty með svaladrykk við hönd. Þetta er víst hamingjan, hún er fundin. Maður á aldrei að leita langt yfir skammt.

Please hurt me syngur hann núna, come on hurt me, I'll grow back like a starfish.

Svona á góður íslenskur sumardagur að vera. Einmitt svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alveg hægt að venjast þessari veður blíðu. Ótrúlegt eftir krapið á Fjarðarheiði í gær og ófærðina á Hellisheiði eystri. Búin að þrá snjólétt sumar og eins og ég elska Seyðisfjörð eftir góðar sumardvalir þar sem krakki, þá er ég þakklát fyrir góða veðrið á suðvesturhorninu og vona að allt þróist í rétta átt annars staðar á landinu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það er gott að búa á Íslandi

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 28.6.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært blogg. Kvitta.

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband