Auglýsing - Tapað/Fundið

álverumallt  

Lýst er eftir stefnu Samfylkingarinnar Fagra Íslandi og boðuðu 5 ára stóriðjuhléi.

Stefnan virðist hafa glatast í gleymskukasti eða í heljarstökki til valda með Sjálfstæðisflokki. Í ringulreiðinni treystir Samfylkingin sér nú ekki til að segja til um hversu mörg álver séu á döfinni, tvö þrjú eða fjögur (en í það allraminnsta eitt strax og fleiri fljótlega) - eða hvort henni komi það yfirleitt við. Það ríður því á að stefnan finnist sem fyrst.

Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eða hjálpað til við leitina vinsamlegast hafi samband við Stjórnarráðið strax, áður en þjóðin fer í endanlegt sumarfrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Úbbs. "Lýst er eftir stefnu Samfylkingarinnar".  Þetta hef ég oft heyrt áður, en bara úr munni sjálfstæðismanna.  Ég hélt ég ætti aldrei eftir að heyra það úr munni .... eða sjá frá hendi vinstri manna.

Hitt er annað að það er leitt ef Samfylkingin ætlar að beygja sig og fara íslensku leiðina og setja öll eggin í sömu körfuna.  Undarleg þessi árátta að allt þurfi að vera eins alls staðar.

krossgata, 28.6.2007 kl. 21:19

2 identicon

Já, málefnavíman hvarf af Samfylkingunni þegar hún komst til valda, enda var stefna flokksins bara ein, þ.e. að komast í stjórn.  IGS er nú hamingjusamasta kona á Íslandi í dag eftir að Geir Haarde bjargaði pólitískri framtíð hennar og Samfylkingarinnar.  Samfó er einn mesti tækifærisflokkur sem til hefur verið á Íslandi.Sjálfstæðis og Samfó eru nú með stóriðjuútsölu sem þau ákveða að ljúka þegar tryggt verður að byggt verði álver í Helguvík, Keilisnesi og Þorlákshöfn, auk þess að heimila stækkun álveranna í Straumsvík og Grundartanga.  Þegar Húsvíkingar minna á sig og sitt álver verður sagt nei, nú er nóg komið, þið fáið ekkert álver.  Landsbyggðin á sem sagt ekki að fá að vera með, þar má fólk éta það sem úti frýs og vera atvinnulaust.  Sagt verður við Húsvíkinga; reynið að finna "eitthvað annað" að gera, orð sem verða ættuð frá stærsta "jafnaðarflokki" Íslands, Samfylkingunni.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 12:31

3 identicon

Nei - Guðfríður, nú ertu að rugla!

Það er ekki hægt að auglýsa svo virðulega eftir einhverju sem aldrei hefur verið til.

Guðmundur B (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband