Fahrenheit 451.

Bloggsíða ein fjallar um tilgangsleysi allra hluta. Mér finnst hún skemmtileg.

Síðasta bloggfærsla tilgangsleysishöfundar kemur inn á tískuorð sumarsins, kolefnisjöfnun.

Hér einu sinni keypti maður syndaaflausnir hjá páfanum í Róm og kardinálum hans. Fékk kvittun upp á að syndir væru hreinsaðar og maður gæti hafist handa aftur á núllpunkti - hrein og saklaus búið til nýjar syndir sem svo gætu þurrkast út á næsta pappír, koll af kolli.

Mikið væri ég til í svoleiðis, af hverju var þetta lagt af þarna einu sinni?

Syndaaflausn sumarsins heitir sem sagt kolefnisjöfnun. Við getum haldið áfram að syndga og syndga og subbað og sóðað og svo jafnað allt út á stimplaða græna pappírnum. Töfrapillan QuickFixKolviður hentar okkur nútímafólki vel.

Mér finnst hugmynd tilgangsleysishöfundar um kjaftæðisjöfnun internetsins fín viðbót í syndaaflausnatilboðspakkann. Hópar af unglingum streymandi úr unglingavinnunni að lesa Moby Dick og jafnvel Glæp og refsingu - að bæta hlutina upp fyrir okkur öll hin sem erum að drekkja okkur sjálfum og öðrum í einhvers konar bla. Breytum blaðri í bókmenntir, kjaftæðisjöfnum.

Fahrenheit 451 er það sem hægt væri að kalla kröftuga nýsköpunarhugmynd nútímamenningar nútímafólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég styð þetta verkefni heilshugar en það er bara því ég hef áhyggjur af æskunni, ekki minum eigin bloggvenjum!

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...keyri ekki og þarf ekkert að kolefnisjafna, líst líka betur á þetta.

Laufey Ólafsdóttir, 28.6.2007 kl. 00:31

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir að benda mér á þessa bráðskemmtilegu síðu. Ég þarf á talsverðri viðbótar kjaftæðisjöfnun að halda þegar þessi frábærta tilgangsleysissíða bætist í sveiflukennda en þú furðufasta blogglesturinn minn, en það verður sko þess virði!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 01:07

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Glöggir lesendur sjá að ég ætlaði að segja ,,þó furðufasta blogglesturinn minn" en ekki ,,þú furðufasta ..." en aðrar hugsanlega villur eru lesnar á ábyrgð lesenda.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2007 kl. 01:09

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er mjög þörf ábending. Þeir sem líta á kolefnisjöfnun sem tækifæri til að fá að menga enn meira eru algerlega að snúa þessari hugmynd á hvolf. Ég túlka kolefnisjöfnun þannig að menn gróðursetji, eða borgi öðrum fyrir að gróðursetja jafnmikið eða meira en þeir telja sig verða að menga, með akstri, iðnaðarstarfsemi, ferðalögum o.s.frv.

Ég hef líka velt fyrir mér hvernig því fé er ráðstafað, sem safnast í gegnum Kolvið. Það kemur ekki nógu skýrt fram á heimasíðu verkefnisins. Svona söfnunarverkefni eiga að birta ársreikninga á heimasíðu sinni, ásamt upplýsingum um hvort söfnunarféð sé nýtt í gróðursetningu á opnum útivistarsvæðum eða landsvæðum í einkaeign.

Annars er hætt við því að verkefnið verði bara vettvangur til að féfletta fólk eða söfnunarfénu sé bara sóað í tóma vitleysu.

Theódór Norðkvist, 28.6.2007 kl. 01:14

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru hættir að selja aflátsbréfin fyrir löngu í Pápískunni en láta sér nægja að fara með ákveðinn fjölda af maríubænum í staðinn til aflausnar.  Þetta er því greinileg afturför í aðferðafræðinni.   Kannski væri hægt að skikka fólk til að lesa bókmenntir í hlutfalli við útblástur eftir skriftir hjá umhverfisráðuneytinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2007 kl. 06:15

7 identicon

Já, feginn er ég að vita að ég sé ekki sá eini sem finnst þetta Kolviðarverkefni vera á svolítið gráu svæði.

Það er svosem ágætis hugsun á bakvið þetta, en hvað með öll hin eiturefnin sem fylgja útblæstri bíla og iðnaðar? Að auglýsa bíla sem græna því það eru gróðursett nokkur tré sem binda jafn mikið af kolefnum og bíllinn blæs út á einu ári, er ekkert annað en hundalógík.

Og að ríkið ætli að styðja það að verksmiður fái að gróðursetja tré til þess að ekki saxist á kolefniskvóta landsins, til þess eins að reisa fleiri verksmiðjur finnst mér hryllileg tilhugsun.

Árni Sveinn Fjölnisson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 09:26

8 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sammála þér.

Mér finnst þetta tómt bull. Jú skógrækt er af hinu góða þar sem hún á við. En köllum hana þá bara skógrækt og hættum þessum syndaaflausnum.

Ég rek bíl þarf þess vegna fatlaðs einstaklings í fjölskyldunni. Valið er ekki til staðar almannasamgöngur eru með þeim hætti og að ég tala ekki um ferðaþjónustu fatlaðra sem er steinaldarfyrirbæri.

Er ekkert hress með mengunina sem af bílarekstrinum leiðir en ef maður kýs að taka þátt í þjóðfélaginu er það nauðsynlegt.

Mæli með skógrækt en hafna kolefnisjöfnun sem syndaaflausn

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 28.6.2007 kl. 12:34

9 identicon

Guðfríður Lilja, bloggfærsla þín þar sem þú lýsir eftir stefnuskrá Samfylkingarinnar hefur verið tekin af síðunni, af hverju??  Ritskoðun??

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:36

10 Smámynd: Guðfríður Lilja

Sæll Örlygur, nei þetta voru bara tæknilegir örðugleikar, færslan er komin aftur eftir mikið japl jaml og fuður hér á bakvið tjöld klúðurs á tæknisviðinu! Þakka ykkur öllum athugasemdirnar, ég er hrædd um að kolefnisjöfnunina sem öllu á að redda þurfi að taka til gagngerrar endurskoðunar. Var ánægð að heyra náttúrufræðinga fjalla aðeins um þessi mál í dag - marklaus skógrækt til að afplána syndir mengandi álvera úti um allt er ekki lausnin, svo mikið er víst. Með góðri sumarkveðju, Lilja

Guðfríður Lilja, 28.6.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband