Miðvikudagur, 30. maí 2007
Er einhver hissa?
Nöturlegar fréttir berast nú af vinnuaðstæðum og umhverfi portúgalskra verkamanna við Kárahnjúka. Ekki í fyrsta sinn, og ekki eru það bara portúgalskir sem líða. Skemmst er að minnast 1. maí sl., baráttudags verkalýðsins árið 2007 á Íslandi - þegar pólskir námaverkamenn sögðust aldrei hafa kynnst jafn hörmulegum aðstæðum eins og að Kárahnjúkum og flúðu fárveikir til heimkynna sinna.
Að svo ömurlega sé komið fram hérlendis er ófyrirgefanlegt. Ég efast um að við fáum að sjá svo mikið sem toppinn á ísjakanum í þessum málum og nógu slæmt er það samt sem sést. Verkalýðsbaráttan er alþjóðleg barátta -hvað ætlum við að gera? Ætlum við að sofa þessar nöturlegu staðreyndir af okkur eins og svo margt annað?
Hverjir ætli hafi nú á sínum tíma ítrekað varað við samningum við Impregilo? Væri kannski ráð að hlusta öðru hvoru, eða er þetta bara allt í lagi?
Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Segðu mér Guðríður, ekki trúir þú þessari tilbúnu og skipulögðu frétt? Hefur þú kinnst Pólverjum? Hefur þú lesið frétti rí Pólskum blöðum, og ég tala nú ekki um annarstaðar úr austur evrópu þar sem Pólverjar eru?
En ekki ætla ég nú að dæma heila þjóð vegna þessarar fréttar, þá á ég við Pólsku þjóðina.
Sigfús Sigurþórsson., 30.5.2007 kl. 02:22
Sæl.
Látum skoða málin.
Þú varst nú ansi dugleg að berjast gegn framtíð okkar Alcan manna sem þó af örfáum fyrirtækjum borgar verkamönnum mannsæmandi laun. Enda sá fólk að sér eftir þessar fáránlegu íbúakosningu og fylgið við ykkur hrapaði mikið miðað við skoðanakannanir. Samt varð það allt of mikið miðað við allt hið mikla afturhald ykkar.
En vonandi tekur þú ekki þessa skoðun nærri þér þar sem ég tel þig góða manneskju þrátt fyrir að við höfum ólíkar skoðanir.
Árelíus Örn Þórðarson, 30.5.2007 kl. 03:18
Það er alveg á hreinu að aðbúnaður verkamanna þarna er ekki góður og alveg á hreinu að sem samfélag eigum við ekki að láta þetta líðast. En það virðist vanta samfélagsvitund í þessa þjóð, veit ekki hvort að hún hafi nokkru sinni verið til staðar. Ég hef heyrt sambærilegar sögur frá fólki sem hefur unnið þarna og þá á ég við Íslendinga sem blöskrað hefur meðferðin á erlenda verkafólkinu.
Birgitta Jónsdóttir, 30.5.2007 kl. 06:25
Ég held að Sigfús hérna fyrir ofan sé að ruglast eitthvað á Pólverjum og Portúgölum. Auðvitað er eitthvað hæft í þessum ásökunum á hendur Impregilo.Og auðvitað var varað við þessu fyrirtæki á sínum tíma en það skipti bara engu máli því ekkert var hlustað. Þáverandi forsætisraðherra þakkaði Impregilo sérstaklega fyrir þetta lága boð í gerð Karahnjúkavirkjunar og menn vissu alveg hvað menn voru að fá yfir sig og fara útí en vildu bara ekki viðurkenna það. Það sama má segja um innrásina í Írak. Og samt kýs fólk þá menn sem studdu báðar aðgerðir yfir sig aftur og aftur. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 30.5.2007 kl. 07:37
Skipulögð frétt segir Sigfús? Af hverjum? Og hvar eru íslenskir fréttamenn? hægast ættu að vera heimatökin hjá þeim.
María Kristjánsdóttir, 30.5.2007 kl. 09:12
Samsæri! SAMSÆRI! Verkamenn hjá Impregilo eru hæstaánægðir, fá frábært laun, vinna samkvæmt íslensk vinnuréttindi, eru aldrei misnotað og, og . . . æ ég get ekki meir.
Nei, Lilja mín, ég er ekki hissa.
Paul Nikolov, 30.5.2007 kl. 10:16
Verkalýðsbarátta ... vel á minnst ... mér skilst að þessháttar barátta sé ekki beint vinsæl nú til dags. Hvernig hafa t.d. vinstriflokkarnir svokölluðu sinnt verkalýðsbaráttu síðustu árin? Ég hef ekki séð að þeir hafi sinnt henni nokkurn skapaðann hlut; stéttarbarátta og verkalýðsmál virðast sniðgengin skipulega og vitandi vits af þeim sem mestu ráða í þessu flokkum. Mér þætti gaman að fá að vita hvernig á þessari verkalýðsfælni stendur. Talsmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, grobba sig gjarnan af því að þeirra flokkur sé lengst til vinstri íslenskra stjórnmálaflokka, sé jafnvel eini vinstriflokkurin hér á landi. Ég veit ekki hvernig í ósköpunum fólki dettur í hug að skilgreina félagskap eins og VG sem vintriflokk, þar sem hugtök eins og stéttarbarátta, verkalýðsbarátta og sósíalismi eru bannorð innan hans vébanda.
Það er mín fjallgrimm vissa að ef VG vill ekki hljóta þann vafasama heiður að daga uppi sem grænt kvenfélag verður flokkurinn að gera bragarbót á ráði sínu og gera það sem gera þarf til að öðlast sess sem Vinstrihreyfing með stóru Vaffi.
Jóhannes Ragnarsson, 30.5.2007 kl. 12:38
Mér finnst þetta svo sorglegt og skammarlegt að við skulum standa fyrir því að:
a) Hefja þessar framkvæmdir
b) Ráða aðila sem varað var við
c) Grípa ekki í taumana þegar í óefni er komið
d) Láta það viðgangast að fólk sem segir sannleikann eins og það sannast veit hann sæti ofsóknum og hótunum
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.5.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.