Héðinn með stórmeistaraáfanga

Héðinn Steingrímsson sigraði nýverið glæsilega á Capo D'Orso mótinu á Ítalíu og náði sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli.

Frá unga aldri vakti Héðinn athygli fyrir mikla hæfileika sína í skák. Tólf ára gamall varð hann heimsmeistari í sínum aldursflokki og hann varð yngsti Íslandsmeistari sögunnar aðeins 15 ára gamall. Með árunum lagði Héðinn skákina nokkurn veginn á hilluna um langa hríð á meðan hann sinnti námi og störfum erlendis, en er nú kominn aftur tvíefldur til leiks. Héðinn er afar skipulagður í vinnubrögðum og sigur hans nú á Ítalíu er hreint frábær.

Ég óska Héðni hjartanlega til hamingju og hlakka til að sjá næsta stórmeistaraáfanga í höfn. Ég spái því að það verði fyrr en seinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband