Sunnudagur, 27. maí 2007
Viðurstyggilegt pláss
"Ættjarðarljóð" fara íslendíngum illa, því eingin þjóð hefur svo kunnugt sé spilt Íslandi viljandi af annarri eins hörku heimsku og heiftúð og vér sjálfir, ekki einusinni danakonúngar.
Alt frammá nítjándu öld þóttu íslendíngum fjöllin ljót. Ekki var látið við sitja að Búlandstindur færi "furðu ljótur", heldur þótti Mývatnssveitin með fjallahríng sínum og vatni viðurstyggilegt pláss.
Fleiri molar frá Laxness í hvítasunnusólinni.
Hvað finnst Íslendingum 21. aldar um Þjórsá og Þjórsárver?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Viltu bjarga ísbirninum?
Já 66.6%
Nei 23.6%
Hlutlaus 9.8%
407 hafa svarað
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Kannski ber ég ekki hag Íslendinga fyrir brjósti þegar ég segi að ég vilji stöðva frekari framkvæmdir í Þjórsá enda er Gnúpverjinn í mér sterkari heldur en Íslendingurinn í þessum efnum. Ég get ekki fyrir mitt litla líf, hugsað mér að tortíma náttúru uppelsishaga minna, eða annarri náttúru yfir höfuð, ekki núna, aldrei!
Takk fyrir að vera svo ötul í þessum efnum sem raun ber. Vonandi ber dugnaður ykkar vitni
Anna Sigga, 27.5.2007 kl. 21:52
Það verður að varðveita landið okkar því við fengum það að láni en ekki til eignar, við munum lifa og deyja en landið verður alltaf undir okkur, kynslóð eftir kynslóð! En Guðfríður þú ert einstök kona sem berst fallega og vel að því að bæta Ísland og Íslendinga, takk fyrir það:)
Kv. Daníel Haukur
Daníel Haukur, 27.5.2007 kl. 22:20
Þetta er svo einhliða og kjánalegt. Af hverju hafa menn verið að raska landi? Að gamni sínu? Því þeim þótti einhver á ljót? Trúir fólk þessu?
Hvernig væri að horfa á hina hliðina og reyna að finna málamiðlun. Vg skaða þennan málstað frekar en að hjálpa honum hvað mig varðar. Eða skiptir það engu að fólk hafi atvinnu?
Held að núverandi glæný ríkisstjórn sé að nálgast þetta hárrétt.
Björn Viðarsson, 28.5.2007 kl. 12:33
Sammála síðasta ræðumanni. Atvinna í fyrsta sæti. Það er hætta á því að þeir atvinnulausu, sem eiga ekki fyrir salti í grautinn, hætti að sjá fegurðina í fjöllunum
Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.5.2007 kl. 13:30
Að líta upp úr eymd og örbirgð til að njóta fegurðar fjallanna er hverjum manni hollt.
Skítt með fjárhagslega afkomu, skólagöngu, skatta og skuldir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2007 kl. 13:50
Ótrúlega stór hópur fólks sem kallar sig Íslendinga fyrirlítur þetta land. Ég hef hlýtt á innblásna aula nýskriðna úr skóla á kostnað skattborgaranna og fyllt upp með ofdekri moldríkra foreldra. Þessir menn hafa gengið um öskrandi fyrir kosningar og lýst því yfir að ef hér komi vinstri stjórn þá yfirgefi þeir sko þetta djöfuls sker og kaupi sér farmiða vestur um haf og sko bara aðra leiðina.
Það var full þörf á vinstri stjórn núna. Þó ekki hefði verið nema bara til þess að losna við eitthvað af þessu leiðindahyski úr landi.
En auðvitað hefði það verið sent til baka nema ef pabbi og mamma hefðu farið líka.
Hveru margir náðu að hlusta á samtal þeirra Péturs Péturssonar og Ævars Kjartanssonar í endurflutningi á RÚV núna eftir hádegið?
Þvílík veisla!
Árni Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 14:37
Missti af viðtalinu! Bíddu er ég að missa af e-u en er eitthvað alvarlegt atvinnuástan á Suðvesturhorninu? Ég hélt jafnvel á umræðunni að það væri þennsla ef eitthvað.... Það ætti kannski að fara beina orku sinn e-t annað, til dæmis í Vestfirðina. Hvaða rugl að það sé e-t svakalegt atvinnuleysisástand í þessu landi, ég held að ef fólk væri ekki svona vandlátt á störf, þá þyrfti enginn íslendingur að vera atvinnulaus nema hann kjósi það sjálfur. Og hana nú! Við þurfum andskotanum ekkert að vera að sökkva hér og þurrka þar til þess að bæta og betra kjör landans, bara hundskast til að líta okkur næst og rækta okkar eigin garð.
Ég þoli ekki þetta væl....
Anna Sigga, 28.5.2007 kl. 15:10
Bíddu er fólk hér að segja að ef við myndum ekki eyðileggja landið okkar þá er ekki hægt að skapa atvinnu, hugsið aðeins lengra en það! Það er svo margt hægt að gera heldur en að mata fólk á álverum og fleiru, á meðan maður er að eyðileggja landið sem við búum á, og sem börnin okkar munu búa á og börnin þeirra og framvegis! Álver og stóriðja er ekki bara það eina. Vg er annt um fólk og náttúru ekki bara fólk og peninga!
Daníel Haukur, 28.5.2007 kl. 19:23
Voðaleg tilfinningasemi og öfgahyggja er þetta. Hver er að tala um að eyðileggja landið?
Á suðvesturhorninu er verið að tala um atvinnu fyrir þær hundruðir manna sem unnu fyrir herinn og í störfum tengdum honum.
Þó að allt sé í blóma hér í Reykjavík þá er staðan erfiðari úti á landi. Fyrirtæki sjá gjarnan fram á mun hærri flutningskostnað og erfiðari flutningsleiðir, saman ber hafís fyrir norðan land o.s.frv. Auk þess er erfiðara að fá menntað fólk út á land þar sem fasteignaverð er í frjálsu falli. Það er ekki að ástæðulausu að fyrirtæki spretta ekki upp þar eins og hér.
Ég er sammála að Vg sé annt um fólk og náttúru. En þeir setja náttúruna fyrst og vona að fólkið reddi sér bara. Hafa engar sérstakar lausnir, tala bara í pólitískri froðu um þessi mál og skammast mikið.
Núverandi ríkisstjórn er einnig annt um fólk og náttúru en vill að hvort tveggja fái þrifist.
Björn Viðarsson, 29.5.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.