Sunnudagur, 13. maí 2007
Stjórnin lafir
Ef kosningar breyttu einhverju væri löngu búið að gera þær ólöglegar.
Sagði Emma Goldman árið 1897.
Ég er nú samt að vona að Emma hafi ekki alveg haft rétt fyrir sér og að jafnvel þótt ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tóri enn þá séu úrslit kosninganna skýr skilaboð frá kjósendum um breytingar.
Ég er óskaplega ánægð með sigur Vinstrigrænna, það er mikið og gott stökk að fara úr 5 upp í 9 þingmenn - og satt best að segja dálítið sögulegt. Þar eru engir aukvisar á ferð heldur frábær og samstillt sveit sem bíður spennt eftir að láta hendur standa fram úr ermum (áfram!). Ég hefði auðvitað viljað vera sú tíunda inn en svona er lífið - vogun vinnur og vogun tapar og við vissum alltaf að þar sem enginn þingmaður var fyrir í Suðvesturkjördæmi yrði leiðin afar brött. Hún var brött en hún var góð og gefandi.
Ég er ósátt við hlut kvenna í þessum kosningum, eins og reyndar mátti gera ráð fyrir miðað við framboðslista flestra flokka. Einungis enn stærri sigur vinstrigrænna hefði getað rétt þetta af því að allir aðrir flokkar hrúguðu inn körlum (reyndar með undantekningu Framsóknar - þau pössuðu einnig upp á frambærilegt kynjahlutfall á sínum listum). Ég er hins vegar búin að hafa mjög gaman að kosningabaráttunni og hef aldrei verið sannfærðari um hversu brýnn okkar málstaður er - alvöru umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, kvenfrelsi...
Hjartans þakkir til allra sem hafa lagt baráttunni lið - og til þeirra sem kusu okkur! Ég veit að þingmannahópurinn góði mun ekki bregðast traustinu.
P.S. Þegar ég upphaflega skrifaði þessa færslu fyrst sagði ég í svefnrofunum og þreytunni eftir ósköpin öll að bara VG og Framsókn hefðu passað upp á kynjahlutfall á sínum listum. Það var auðvitað rangt því að Íslandshreyfingin stóð sig líka í þessum efnum og var þar til fyrirmyndar.
Flokkur: Bloggar | Breytt 14.5.2007 kl. 12:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Æi já ...
Hundfúlt að þú hafir ekki komist inn. Baráttukveðjur.
Þarfagreinir, 13.5.2007 kl. 21:09
Já, hundfúlt að þú hafir ekki komist inn, við lögum þessa vitleysu næst. Þú stóðst þig eins og hetja í baráttunni og hefðir átt það margfalt skilið að fá fast sæti á þingi.
Silja (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 22:05
þetta var nú alltsaman súrsætt. Furðulegt að stjórnin lafi þetta. Svo hefði ég sko viljað enn betri kosningu, eins og tvö prósent í viðbót. Kannski frekja en ég vildi það samt! Svo þykir mér bara afar leitt að þú skyldir ekki ná inn en það er greinilega ekki á allt kosið. En þið stóðuð ykkur vel og mér þykir svo vænt um að það er ekki verið að lofa upp í ermar, þó það myndi hugsanlega vinna einhver atkvæði. Bestu kveðjur og fram til sigurs á öllum vígstöðvum...
arnar valgeirsson, 13.5.2007 kl. 22:34
Furðuleg kosninganótt í meira lagi og þvílíkt svekkjandi að þú hafir ekki náð inn. Hefðir svo sannarlega átt það skilið.
En það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og leita hefnda :)
Mist, 13.5.2007 kl. 23:40
Ótrúlegt að kjósendur í SV skyldu ekki vakna af helbláum svefni sínum og taka málefnalega afstöðu, þegar þeir áttu kost á að styðja þig inn á þing. Mér datt aldrei annað í hug en að þeir myndu grípa tækifærið fyrst það gafst, því það hefði verið frábært fyrir þá og Alþingi ef þú hefðir komist inn. Og óstjórnin hélt velli, sem er skelfileg niðurstaða fyrir náttúru landsins og þá sem minna mega sín. Það verða því næg verkefni fyrir okkur að berjast í á næstunni. Ég veit að þá fá þeir að finna fyrir þér þó þú hafir ekki fengið sæti við Austurvöll. Ég hlakka til að fá að berjast við hliðina á þér
Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 07:53
Teljandi konur, vissir þú að Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fjölda kvenna sinna á þingi núna? Og það án gerræðishyggju?
Sigurjón Sveinsson, 14.5.2007 kl. 08:25
Sigurjón, vonandi fæðist þú sem litil þybbin svört kona í næsta lífi!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.5.2007 kl. 11:02
Já það er hægt að óska okkur Vinstri grænum til hamingjum með árangurinn. Vissulega vildum við þig og fleira af okkar fólki á þing en svona er þetta nú fólk er stundum kjánar í Alþingiskosningum.
Kveðja að norðan,
Bjarkey
Bjarkey (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:21
Það eru mjög slæm tíðindi að þú skulir ekki hafa komist á þing því þangað áttir þú svo sannarlega erindi, stóðst þig afburða vel í kosningabaráttunni og bauðst af þér góðan þokka.
Ég vil svona í framhjáhlaupi minna þig á að helmingur af oddvitum á listum Íslandshreyfingarinnar voru konur og listarnir okkar voru nánast fléttulistar a.m.k. tíu efstu sætin.
Vonast til að hitta þig aftur í baráttunni sem öflugan bandamann í björgunarstarfinu fyrir íslenska náttúru.
Ómar Ragnarsson, 14.5.2007 kl. 11:45
Já ykkur bæði! Gaman hefði verið að fá raddir ykkar beggja að heyrast í sölum Alþingis. En það vantað herslumuninn! Ef framboð okkar VG hefði verið dálítið öðru vísi og þú Ómar hefðir ljáð máls á að ganga til samstarfs við VG þá hefði ríkisstjórnin að öllum líkindum fallið með tilheyrandi brauki og bramli!
Því miður varð okkur ekki að óskum okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf notið góðs af mörgum framboðum andstæðra sjónarmiða og meðan enginn ruggar skútunni á þeim bæ, þá ná þeir alltaf góðum árangri. Þeir voru einu sinni með umdeilda menn innanborðs á borð við Sverri Hermannsson sem margir minnast sem helsta fjandmann meðal kennara og annarra sem vinna að uppeldismálum, sbr. Sturlumálin. Þú ættir endilega að skoða möguleikana að ganga til liðs við okkur en við höfum alltaf lagt áherslu á víðsýni og skilning á sjónarmiðum annara.
Vonandi sitjum við ekki næstu 4 ár uppi með ný áform um nýjar álbræðslur og virkjanir. Kannski þá væri hugmynd að flytja sig um set.
Kveðja
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.5.2007 kl. 12:20
Það er athyglisvert að jafnt kynjahlutfall á framboðslistum virðist ekki hafa neitt að segja miðað við útkomuna, enda tel ég að það eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér, heldur að stilla upp sem sterkustum lista burt séð frá kynjum. Við eigum að kjósa eftir kostum en ekki kynjum, - ekki satt?
Gunnar Jóhannsson, 14.5.2007 kl. 16:27
Mér líst ljómandi vel á þig Guðfríður og hefði viljað sjá þig á þingi ...en ég hef sömu spurningu og einhver hér fyrir ofan. Hvernig stendur á því að sjáfstæðisflokkurinn raðar inn konum en listar sem virkilega lögðu áherslu á kynjahlutfallið gera það ekki??? Mér finnst þetta svolítið skondið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 16:35
Útkoman hjá Sjálfstæðisflokknum er svona eftir kosningar 8 konur og 17 karlar... er það að raða konum inn á listann??? Ef Sjálfstæðismenn hefðu sóma í að huga að jafnrétti og hefðu áhuga á því að koma konum að hjá sér værum við að tala um jafnara hlutfall kynjanna á þingi nú og þeirra tala nær 12 konur 13 karlar eða 13 konur og 12 karlar og það myndi hafa heilmikið að segja. Við eigum að kjósa eftir kostum, kynjum og fjölbreytileika, allt skiptir þetta mjög miklu máli til að sem felst sjónarhorn komi að málunum.
Svona eru kynjahlutföllin nú eftir flokkum. Framsókn 2 konur 5 karlar. Sjálfstæðisflokkur 8 konur 17 karlar. Frjálslyndir engin kona 4 karlar. Samfylkingin 6 konur 12 karlar. Vinstri Grænir 4 konur 5 karlar.
Kristín (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 18:13
Veistu Kristín, í allri þessari umræðu um jafnrétti þá vilja allir flokkarnir vera sem bleikastir. Efast stórlega um að þetta strandi á því.
Hins vegar ráða þeir ekki hvort konur bjóða sig fram og í hvaða sæti eða hvernig fólk kýs í prófkjöri. Mér finnst mjög vafasamt að fara að handstýra því eitthvað.
Björn Viðarsson, 16.5.2007 kl. 14:06
Kynjastaðan hjá Sjálfstæðisflokknum er enn skekkt, körlum í hag. 8 konua af 26 þingmönnum er nútíma stjórnmálaflokki til skammar. Af hverju er þetta svona? Af hverju er Sjáfstæðisflokkurinn ekki kominn jafn langt í þessum efnum og vinstri flokkarnir? Eru konurnar þar ekki eins hæfar og karlarnir eða viðurkennir flokkurinn ekki mikilvægi þess að stjórnmál eins og aðrar stoðir þjóðfélagsins endurspegli einstaklinga á báðum kynjum. Fyrri ályktunin á sér augljóslega ekki stoð í raunveruleikanum.
Örlygur Axelsson, 16.5.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.