Hvern skal kæra?

Nú er okkar ástsæli Ómar Ragnarsson búinn að fá á sig kæru fyrir austan.

Fyrir hvað? Jú, fyrir að hafa lent flugvélinni sinni á sethjöllum í friðlandi Kringilsárrana sem er að sökkva í aur Hálslóns. Ómar lenti flugvélinni sinni þarna til að geta sýnt fleirum hvaða dýrgripir voru þarna að hverfa - og eru að fara á kaf með hraði á hverjum degi.

Ómar hefur í fjölda ára sýnt okkur Íslendingum mismunandi hliðar á okkar stórkostlega landi. Ef einhverja á að kæra fyrir náttúruspjöll á þessum slóðum þá er það sannarlega ekki Ómar Ragnarsson. Hann á heiður og þakkir skildar fyrir allt sem hann hefur gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hver kærir?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband