Ný græn velferðarstjórn í sjónmáli?

Stöð 2 var með skemmtilegan kosningaþátt í gær þar sem allir formenn flokkanna sátu fyrir svörum. Horfið á þáttinn hér!

Nú eru spennandi tímar framundan. Tekst okkur að mynda hér framsækna græna velferðarstjórn?!

Bara 2 dagar í kosningar! Þú átt svarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég kýs VG í ár, en vonast til að sjá freiri konur hjá Samfylkingunni eftir 4 ár svo ég geti aftur kosið í samræmi við mitt sósialdemokratiskt hjarta!

En...athugum eitt, Norðurlönd eru ríkustu lönd í heimi og með mestu velferðina og þar er hefð fyrir sósialdemokratí, alls ekki hægri stjórn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Guðfríður Lilja

Sæl Anna mín,

Það eru nú ekki bara sósíaldemókratar sem hafa byggt upp norræna velferðarsamfélagið, langt í frá. Það hefur verið samstarf verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjuaflanna að byggja þann góða norræna grunn sem við viljum sjá hér heima...

Fram til sigurs!

Lilja

Guðfríður Lilja, 10.5.2007 kl. 20:07

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

akkúrat, ég bjó í 6 ár í DK og í þau ár voru sosialdemokratarí stjórn með SF sem er systurflokkur VG í DK.....svo engan hræðsluáróður við mig.  Ég er HRÆDD VIÐ HÆGRISTJÓRN!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Guðfríður Lilja

Já, nú myndum við nýja ríkisstjórn húrra fyrir því!

Guðfríður Lilja, 10.5.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guð gefi það..annars á ég spennandi atvinnutilboð í DK og við getum flutt ummvörpum, íslendingar sem finnstNÓG EFTIR 20 ÁRA HÆGRISTJÓRN. 

Ég hef stundum minnt hræðsluáróður hægrimmanna á að ef allt fer í vaskinn er jú alltaf kosið eftir 4 ár!

Svo það er ekki hægt að klúðra þessu (nema með xd eða xframsókn)...

Jónas kr svaraði sp minni um hvað nýorðin Íslendingur eftir 1 ár myndi kjósa..." 

Verðandi tengdadóttir Jónínu Bjartmarz var í gær á Laugaveginum að gefa frostpinna Framsóknar. Í skjóli sértæks aðgangs flokksins að innflutningi kjósenda getur hann flutt inn nýja flokksmenn. Til að bæta sér upp þá, sem tapast innanlands. Komið til Íslands kæru framsóknarmenn og þið fáið ríkisborgararétt á svipstundu.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 20:48

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má ekki geeyma því að ,,sósíaldemókratíið", (þ.e. Samfylkingin ex Aðþýðuflokkurinn) á Íslandi er ákaflega halt undir hægri öflin, Sjálfstæðisflokkinn.

Svo er eitt sem mig undar alltaf jafnmikið, en það er verkalýðsfælnin í vinstriflokkunum, Samfylkingu og VG. Hvernig á því stendur að þessir flokkar virðast forðast eða jafnvel skammast sín fyrir uppruna sinn er mér gjörsamlega óskiljanlegt. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.5.2007 kl. 21:04

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

mér líka...?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 22:04

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað er græn velferðarstjórn??

Býð ykkur velkominn hingað í skattpíninguna og ójöfnuðinn í Danmörku hvenær sem er.  Þið ættuð kannski að kynna ykkur málin hvernig þetta getur verið hérna í Skandinavíu, ekki lesa bara einhverja texta og trúa öllu sem þið lesið og heyrið.

Ísland er skattaparadís Norðurlanda svo einfalt er það, og er það núverandi stjórnvöldum að þakka að maður horfir aftur heim, eftir að hafa kynnst því að vera í Noregi og nú í Danmörku.  

Það er almennur misskilningur á Íslandi að lífið í Danmörku sé svo stórkostlegt.  Ég er ekki að segja að Danmörk sé eitthvað slæm, alls ekki.  Danmörk hefur sínar ótrúlegu svörtu hliðar sósíalismans sem hefur snúist út í magnaðan ójöfnuð, ríkissjóðskuldir og algert metnaðar- og iðjuleysi borgaranna.

Námsmenn hafa það mjög gott jú á meðan þeir eru námsmenn, en um leið og þeir eru komnir á vinnumarkaðinn er þeir skattpíndir út í eitt og flýja flestir land.

Heyrði tvö góð dæmi um daginn héðan frá Danmörku. 

1.  Erlend kona var í námi hérna. Lauk því með stæl og fór á vinnumarkaðinn.  Eftir smátíma þar, ákvað hún að snúa sér aftur í námið þar sem hún fékk allt frítt og þurfti aðeins að greiða um 7% skatt í stað 39%! 

2. Danskur frumkvöðull og viðskiptamaður gerði það mjög gott, vann mikið og náði að skila miklum árangri í viðskipum.  Eftir nokkur ár var hann orðinn þó nokkuð efnaður, vegna metnaðar, frumkvæðis og áhættu.  Þegar hann er farinn að hagnast vel á þessu streði sínu vill KGB (Skatturinn hér í DK) rukka hann um 70% skatt! Er það réttlátt?  Þið hljótið að hafa svörin á færibandi er það ekk? Er þetta það sem þið viljið koma á á Íslandi?

Ríkið...það sér um þig og þú verður háður ríkinu - fullkomin neyslustýring og forsjárhyggja er málið! 

OPNIÐ AUGUN! 

Guðmundur Björn, 10.5.2007 kl. 22:27

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Til að slútta dæmi 2. ... þá flúði hann land!

Guðmundur Björn, 10.5.2007 kl. 22:29

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guðmundur Björn..."get real"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 23:03

11 identicon

Sæl Lilja

Ég er nú ekki sammála þér í pólitíkinni en gangi þér allt í haginn í kosningunum. Mér fannst bara rétt að botna setninguna sem þú byrjaðir á og það er það fallega orð "sókn"

Kv.

Axel Jón 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:13

12 Smámynd: Guðmundur Björn

Anna...hvað meinarðu?  Er þetta málflutningur vinstrimanna gagnvart hinu "yndislega" norræna "velferðasamfélagi" sem þið boðið - "Get real" ef maður kemur með rök á móti ykkar hugsunarhætti?

Þú vilt sem sagt ekki trúa þessum dæmum...bara eins og mörg ykkar, stinga hausnum í sandinn og syngja lalalala svo þú heyrir örugglega ekki neitt?

Guðmundur Björn, 11.5.2007 kl. 06:10

13 identicon

Þú þurftir ekkert að skammast þín fyrir nota Fram því ég sé að þú hefur þurkað út setninguna þína " Fram til sigurs". Ertu ekki að taka þig full alvarlega.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:41

14 Smámynd: Björn Viðarsson

Íslendingar "misnota" einmitt Danmörku í umvörpum. Fara þar í nám og borga ekki krónu, frítt í leikskólana og allt eftir þessu. Fara svo heim og borga lága skatta. Mjög gott að sjálfsögðu fyrir okkur. Svo þarf Daninn að greiða fyrir þetta með slíkum skattprósentum að mann setur hljóðan.

Auðvitað lofa námsmenn þetta kerfi. En maður má ekki vera svo barnalegur að halda að þetta sé frítt. Allt kostar, bara spurning hver borgar.

Ég vil frekar að góðar tekjur í ríkissjóð greiði fyrir velferðina heldur en einhverjir ofsaskattar. Því hafna ég Vg. Enda eru þar engar hugmyndir um atvinnusköpun. Maður fær bara óljósa froðu sem enginn veit hvað er bak við. Ekki einu sinni þeir sjálfir.

Björn Viðarsson, 11.5.2007 kl. 12:50

15 Smámynd: Þórbergur Torfason

Er það rétt að tengdadóttirin, þessi fræga, sé komin með kosningaétt hér á landi? Ég bara spyr???

Þórbergur Torfason, 11.5.2007 kl. 14:23

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þórbergur minn, allir íslendingar hafa kosningarétt yfir 18 ára aldur (þeir sem hafa íslenskan ríkisborgararétt)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.5.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband