Ótrúlegt en satt

Ég nefndi það aðeins í gær hversu mikilvægt mér fyndist það að stjórnmálaöfl tali einum rómi hvar sem þau eru á landinu. Við vinstrigræn höfum meðvitað kappkostað að standa fyrir einmitt því: Ísland er eitt og málstaður okkar er sá sami hvar sem við erum. Það á að vera mér jafn mikið kappsmál að sjá öflugan íslenskan landbúnað og matvæli í hæsta gæðaflokki eins og þeim sem búa úti á landi. Ég er jafn mikið á móti álveri þegar ég er stödd á Húsavík eins og þegar ég er stödd í Kópavogi.

Mér virðist hins vegar hin pólitíska menning vera þannig að sumir leyfa sér að tala einu máli á einum stað og svo allt öðru á öðrum, allt eftir því hvaða hópur það er sem hlustar. Þeir segja bara nákvæmlega það sem hver hópur fyrir sig vill heyra. Þeir komast alveg óskaplega létt upp með þetta og loforðalistarnir bólgna stöðugt.

Mér hugnast þetta alveg sérstaklega illa.

Mótsagnirnar í málflutningi eru óendanlegar en alltaf virðumst við kjósendur vera jafn ginkeypt. Tökum nú á okkur rögg! Kynnum okkur raunverulega málin og tökum upplýsta afstöðu byggða jafnt á verkum liðins kjörtímabils sem og sýn til framtíðar. Reynum að láta ekki klisjurnar, upphrópanirnar, auglýsingarnar og endalausa loforðalistana sem verða sviknir hafa áhrif á okkur. Það er erfitt en allt er hægt með góðum vilja!

Framsókn var annars að rjúka upp í skoðanakönnun dagsins. Ætlar þeim að takast að leika sama leik og síðast?!

Framsókn hefur verið við völd í 32 ár af undanförnum 36 árum. Sjálfstæðisflokkur verður við völd í 20 ár samfleytt ef ríkisstjórnin heldur velli.

Ótrúlegt en satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ fallega frænka mín....

Langaði bara að segja þér hvað mér fannst þú standa þig vel í gær
sumir voru reyndar dónalegri en aðrir þarna í gær.....greinilegt hvað maður hakar við á laugardaginn

 Takk fyrir að vera yndisleg Lilja mín

 Kær kveðja
Thelma Þorbjörg frænkulína

Thelma Þorbjörg (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Já ekki átta ég mig á þessari hækkun hjá Framsókn, ætli þetta séu ekki sjálfstæðismenni í einhverju bandalagi, ég býst við því.

En þú stóðst þig vel í gær.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:27

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Já þú varst mjög góð í gær! Eiginlega er óhætt að segja að þú hafir borið höfuð og herðar yfir aðra sem þarna sátu, einfaldlega vegna þess að þú varst hreinskilin.

Það er til fullt af fólki sem þráir að heyra smá hreinskilni.

Gaukur Úlfarsson, 9.5.2007 kl. 17:34

4 identicon

3 DAGAR Í KOSNINGAR HELD AÐ Framsókm bætI Í

leeds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:46

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Varst þú með skoðun á einhverju í gær?
Það eina sem ég heyrði var að þú vildir láta rannska, kanna, skoða osv.
Þegar þú verður komin á þing þá munt þú greinilega vísa mörgum málum í nefnd.

Grímur Kjartansson, 9.5.2007 kl. 18:06

6 identicon

Gangi ykkur sem best á laugardaginn þú átt allan okkar stuðning og við erum ekki í vafa hvað við kjósum.Kveðja Stefán Ágúst og Fjölskylda.

Stefán Ágúst Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband