Skemmtilegt að horfa á!

Stöð 2 hefur undanfarnar vikur gengist fyrir vönduðum og skemmtilegum þáttum um formenn stjórnmálaflokkanna. Mikið vildi ég sjá meira af svona líflegri innlendri þáttagerð um menn og málefni yfirleitt! Það hefur verið mjög gaman að þessu og allir formenn sýnt á sér mannlegar og góðar hliðar um leið og ferill þeirra hefur verið rifjaður upp.

Í gær var uppáhalds formaðurinn minn, Steingrímur J. í þættinum - þið getið horft á hann hér.

Svo var kynningarmyndband VG sýnt í sjónvarpinu í gærkvöldi. Horfið endilega á það hér!

Sumir flokkar hafa í gegnum tíðina treyst á gullfiskaminni okkar kjósenda í kosningum. Með snjöllum auglýsingum og herferðum höfum við verið fengin til að gleyma öllu því sem á undan er farið og keypt loforð á loforð ofan.

Látum það ekki gerast núna! 

Kjósum hreyfingu sem hefur staðið vaktina viku eftir viku og ár eftir ár í ótal aðkallandi málum þar sem allir aðrir brugðust.

Þau voru bara 5 á þingi fyrir VG. Voru þau kraftminni heldur en langtum stærri þingflokkar? Þvert á móti.

Gleymum loforðaflaumi og loforðalistum og auglýsingagerð og nýrri ímynd flokka rétt fyrir kosningar. Kjósum fólk með góðan málstað sem ekki bregst í aðkallandi málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

Ég verð að hrósa þér fyrir einstaklega jákvætt blogg og sérstaklega að nota ekki tækifærið og hnýta í hina formennina eins og margir aðrir hafa gert.

Gúrúinn, 8.5.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er alltaf gaman að skoða gamlar fjölskyldumyndir. Sérstaklega ef maður hefur tekið þær sjálfur.

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

 

Þátturinn var fín kynning á VG - svona raunveruleikaþáttur.  Ártalið 1978 kom oft upp í hugann bæði hvað varðar allt útlit og umgjörð auk þess sem Alþýðubandalagið er með svipað fylgi nú og þá.  Ég var mikið að velta fyrir mér að kjósa nú VG svona einu sinni en þá kom kynningin á D-listanum sem var greinilega frá árinu 2007, féll kylliflatur fyrir þessum blessaða nútíma.

Kær Sjálfstæðiskveðja

Muna  X-D 12. maí

Sveinn 

Sveinn Valdimar Ólafsson, 8.5.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef haft gífurlegt álit á Vinstri Grænum og þegar enn betra fólk er komið í brúna þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.

 Kær Vinstri kveðja

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

að gefnu tilefni vil ég minna fólk endregið á að KJÓSA VG...en nota útstrikun, ef einhver stuðar þá!

Útstrikun er ennþa´í fullu gildi!

vg 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Þú stóðst þig mjög vel í kvöld mín kæra, stolt af okkar konum eins og ávalt. kær kv til ykkar - alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 8.5.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband