Miðvikudagur, 2. maí 2007
900 milljónir á 1. maí. Eða voru það bara 800?
Það var frábær stemmning á 1. maí hátíðahöldum VG í Kragakaffi í Kópavoginum í gær. Félagar mínir í Reykjavík sem og annars staðar á landinu höfðu sömu sögu að segja - mikið fjölmenni, gríðarleg stemmning og baráttuandi í loftinu.
Oddviti okkar VG í Kraganum, Ögmundur Jónasson, hélt barátturæðu í troðfullum sal Sjallans á Akureyri. Þið getið lesið ræðuna hér. Ég held óskaplega mikið upp á Ögmund, eins og held ég allir sem honum kynnast. Í ræðu sinni í gær vitnaði Ögmundur m.a. í frænda sinn Stefán Ögmundsson prentara sem gaf honum eftirfarandi heilræði:
Við eigum auðveldara með að ná markmiðum okkar um réttlátt samfélag jafnaðar ef við hlúum vel að menntun og menningarlegum verðmætum. Gleymdu þessu aldrei og ekki heldur hinu, að kjör þeirra sem erfiðast eiga í samfélaginu eiga ævinlega að vera forgangsverkefni verkalýðshreyfingarinnar. Hinum efnameiri þurfum við ekki að hafa áhyggjur af. Svo er það hitt, að baráttan fyrir réttlæti lyftir öllum, barátta fyrir réttlæti göfgar samfélagið og gerir það betra.
Það var undarlegt að koma heim eftir baráttugleðina og hátíðahöldin í Kragakaffi og víðar og sjá stærstu frétt dagsins: skrifað upp á 8-900 milljóna króna starfslokasamning við bankaforstjóra á degi verkalýðsins.
Svo er þrumandi ásökunum hent að Vinstrigrænum fyrir að vilja hækka fjármagnstekjuskatt á milljarðamærðinga úr litlum 10% í 14% og létta frekar skattbyrði af hinum efnaminni. Er eitthvað vit í þessu?
14% er mun lægri fjármagnstekjuskattur en þekkist alls staðar í kringum okkur og samt er látið eins og allir munu hér flýja land eða allt fara úr böndunum ef við vogum okkur að hrófla við nokkru misrétti og mismunun. Slíkt er auðvitað fjarstæða.
Við höfum líka talað fyrir því að þeir sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum reikni sér endurgjald eins og annað fólk, enda njóta þeir góðs af þjónustu síns sveitafélags eins og allir aðrir. Hvort er það réttlátt eða ranglátt?
Hræðsluáróður um að við ætlum að öðru leyti að hækka skatta er vísvitandi rangur og úr lausu lofti gripinn: við ætlum ekki að hækka skatta að öðru leyti en því sem að ofan greinir.
Til lengri tíma litið er öllum til góðs að sanngirni sé ein af grundvallar-stoðum samfélagsins. Sanngjarnari dreifing skattbyrðarinnar í þágu hinna efnaminni og hækkun skattleysismarka er mikilvægur liður í þeim efnum. Ég hef minni áhyggjur af þeim sem fá 900 milljóna króna (eða voru það bara 800 milljónir?) starfslokasamninga á 1. maí, jafnvel þótt ég efist ekki um að þeir séu afbragðs starfsmenn og úrvalsfólk. Skúringafólkið hjá Glitni borgar hversu margar prósentur af sínum launum? Það er engum sem þénar milljónir og milljarða of stór biti að borga 14.
Athugasemdir
http://svartfugl.blog.is/blog/svartfugl/entry/194878/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.5.2007 kl. 18:53
[b]Skattar 101[/b]
Þökk sé milljónunum sem Bjarni og Glitnir borga í skatt þá þurfa skúringakonurnar í Glitni ekki að borga jafn mikið.
En það skiptir þig líklega engu máli Guðfríður. Fyrir þig þá eru skattar verkfæri til að jafna tekjur. Þú heldur nefnilega eins og Ögmundur að eftir því sem meira er tekið af þeim eiga mikið því hamingjuríkara verður þjóðfélagið. Refsa þeim duglegu og klóku ef þeir græða pening. Þá eygst hamingjan.
Svona eins og Kúba.
Kalli (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:26
Díses kræst. . . þú ættir að skammast þín Guðfríður. Ífyrsta lagi er þetta 40% hækkun. Hún leiðir til þess að fjármagn streymir úr landi. Það að flytja fjármagnið úr landi tekur minna en korter. Eftir stendur að þessir menn sem þú ert að reyna að refsa hafa jafn mikið og áður en bara annarsstaðr. Eftir það verður gríðarlegt atvinnuleysi sem leiðir til þess að almenningur hefur minna milli handanna.
Steingrímur J segir að hann vilji halda sömu skattekjum nema hækka fjármagnstekjuskattinn um 40% (hann sagði að vísu alltaf 80% en hefur breytt því). Þessi breyting leiðir til þess að ríkið hefur minni (ATH ÞAÐ MINNI TEKJUR) en það hafði með 10% skatti ( þetta er vegna þess að það er ekkert fjármagn eftir til að skattleggja). Hvernig á þá að hlada sömu tekjum ???? jú með því að hækka skatta á almenning. . .SJS segir jú að það eigi að halda sömu skatttekjum en hann gerir ráðagerðir um að minnka eina tekjulindina.
svo er okkar skattkerfi ekkert ósvipað því sem gerist í OECD. Frádráttarkerfi okkar háir okkur þá að við séum á vissum sviðum samkeppnisfær. Við þurfum að gera betur í þessari samkeppni en ekki verr.
Þegar það gengur vel þá gengur stundum sumum betur en öðrum. Það þýðir ekki að við brennum til grunna allir tilraunir til velgengni.
í guðanna bænum ekki fara að fikta í kerfi sem þú hefur ekki hundsvit á. ég veit að þú meinar vel en þú munt gerir mikinn skaða og mjög skömmum tíma. skaða vem verður ekki bættur í náinni framtíð.
Presturinn, 3.5.2007 kl. 09:44
Ég hef það mikla trú á þeim einstaklingum sem hafa þessar ofurtekjur að aumingjaleg 4% til samfélagsins í viðbót muni ekki hafa úrslitaáhrif á búsetu þeirra. Þetta eru meiri menn en svo.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 11:32
Þetta er ekki spurning um búsetu Júlíus. Þessir menn munu enn búa hér. Peningarnir þeirra munu bara búa annarsstaðar. Hvort að þessir menn séu góðir eða slæmir hefur ekkert með það að gera hvort að þeir greiði skatta á Íslandi eða ekki. Áttaðu þig á því Júlíus að þessir menn eiga félög sem í eru hluthafar og starfsmenn. Gagnvart þeim eru þeir skuldbundnir til að skila sem mestum hagnaði og sem mestu starfsöryggi. Það er þeir standi sig vel hefur mikil áhrif á velferð fjölda fólks sem uppsker ásamt þeim ríkulega. Við njótum svo sanngjarns skerfs af þessari köku. Ef við reynum að hrifsa til okkar meira þá bakar bakarinn ekki meira á Íslandi og aðrir fá sætabrauðið á meðan við súpum það súra. Matreitt af meistara Ögmundi. Uppskrift hans sovésk, eymdin verður íslensk, bragðið verður biturt og réttlætið sem þér er svo annt um verður ekkert. Á endanum verður öfundin að ösku í munni ykkar því það var ekki velgengni annarra sem olli ykkur þessum sára heldur var það eitthvað dýpra og mun nærri hjarta ykkar sem gerði ykkur sára.
Presturinn, 3.5.2007 kl. 11:49
Æji heldur nú aumingjans hræðsluáróðurinn áfram. Það væri áhugavert að vita það frá herra presti sem er líklega samansafn úr hópi sjálfstæðismanna, rétt eins og Dharma, hvert hann hyggur að fjármagnið muni flytja/flýja :)
Hvert heldur þú kæri prestur að fjármagnið sé að fara? HVERT? 14% fjármagnstekjuskattur væri einn sá lægsti skattur á fjármagn sem fyrirfinnst innan OECD og hinna vestrænu ríkja. Það vill nú svo til að margir menn eru fúsir til að greiða sitt til samfélagsins þó svo það séu ávallt einhverjir sem kjósa helst að gera það ekki. Ég tel hins vegar að þeir sem kjósa að gera það ekki séu þegar farnir, því nú þegar er hægt að flytja fjármagn til skattaeyja, ekki satt? Ekki eru það margir staðir sem bjóða upp á slíkt, en vissulega vita fjármagnseigendur af því en kjósa nú samt að vera hérlendis - þeir munu gera það áfram þrátt fyrir 14% skatt sem er einn sá lægsti sem fyrirfinnst innan OECD!
Andrea J. Ólafsdóttir, 3.5.2007 kl. 12:20
Kostuleg rök VG liða fyrir því að fjármagnið muni ekki fara úr landi við 40%hækkun fjármangstekjuskatts:
En við vitum hvort eð er að fólk með minnsta peningavit kýs ykkur ekki þannig að ykkur er óhætt að úthrópa þann hóp áfram.
Kalli (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:42
Hversu há var hækkun fjármagnstekjuskatts þegar hún fór úr 0 upp í 10%? Hversu mikið hækkar eitthvað þegar það hækkar úr engu í 10%? Getur einhver reiknað fyrir mig hversu há sú hækkun var? Hún var eitthvað minni en sú 40% hækkun sem hér er lögð til, samt virðist fjármálalíf og peningar blómstrað á Íslandi á þeim tíma.
Guðlaugur Kristmundsson, 3.5.2007 kl. 14:55
Sæl Guðfríður og Andrea. Hvert fer fjármagnið? Hvað máli skiptir það hvert það fer? Það sem skiptir máli er að það fer. Ef þú vil vita um mjög líklega áfangastaði þá nefni ég t.d. Holland og Kýpur. Og það fer á augabragði. 10% er sangjarn skattur þegar um er að ræða skattlagningu þess fjár sem menn eru að leggja í áhæætu til að afla hans. sér í lagi í ljósi þess að þetta fjármagn knýr áfram hjól efnahagslífsins.
Plís plís plís ekki taka þessu sem hræsluáróðri. Þetta eru raunverulegar áhyggjur af framtíð þessa lands í ljósi þess að velmeinandi en illa upplýstir frambjóðendur vilja stýra hér málum í gríðarleg óefni. Ég veit að þið meinið vel en það er ekki nóg. Viljinn verður ekki virtur fyrir verkið þegar verkið er fjárhagslegt kaos, atvinnuleysi og fátækt.
af hverju fóruð þið úr 18% Í 14% ef þetta er svona sniðugt?
Andrea: ekki svo vera að gera mér upp neinar stjórnmálaskoðanir. Presturinn er ekki í neinum flokki. Fari svo að hugmyndir ykkar á sviði fjármála fari uppfyrir frostmark þá er aldrei að vita nema að ég kjósi ykkur (mig minnir t.d. að við deilum áhuga á öflugra lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum). Ef þið stefnið áfram á glundroða og eymd þá hugsa ég að ég sleppi því í þetta skiptið.
Presturinn, 3.5.2007 kl. 15:42
Prestur, mér myndi líða illa ef ég væri þetta svartsýnn á framtíðina en ég óska þér alls hins besta, þetta fer allt vel kallinn minn :)
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 17:29
Ég tek undir með Prestinum, hann er ekki í neinum flokki, kýs bara Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar er ég dálítið hissa á hvað blessaður guðsmaðurinn okkar er herskár þessa daganna. Ég er orðinn hálfsmeykur um að hann haldi að einhver ætli að ræna og stela einhverju frá honum. Ég hef grun um að það séu peningar sem karlhlunkurinn hefur viðað að sér sem hann hefur áhyggjur af. Ég vona bara að hann eigi ekki svo góða fúlgu að það verði erfiðara fyrir hann að komast inn í himnaríki en úlfalda að skríða í gegnum nálarauga.
Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 19:09
vá vitiði það strákar að það er þungt í helvítis klerkinum þessa dagana. Svo satt og rétt hjá þá er hann blankur eins og Framsóknarmaður 13 maí og ekki er hann sjálfstæðismaður eins og vinur hans hann Jói er að grínast með. Presturinn kann sam nokkuð í hagfræðinni og hann veit hvernig lögmál hennar hljóða og þau ríma illa við söng ykkar. Eins og mér þykir gaman af góðum kommum þá má ekki hóta að leggja allt í rúst. Andrea segir að þetta sé hræslu áróður en svo er ekki. ég er einfaldlega að benda á óumdeildar afleiðingar þess sem þið leggið til.
Presturinn, 3.5.2007 kl. 19:47
Nei hvur andskotinn ... sóknarpresturinn hér líka ...
Ef þessi glæsilegi sálusorgari heldur ótrauður áfram á sömu braut, lendir hann óhjákvæmilega í sama gæðaklerkaflokki og síra Páll Selárdal, síra Jón Magnússon á Eyri og síra Einar Eiríksson í Grímstungum.
Jóhannes Ragnarsson, 3.5.2007 kl. 21:30
Það er flott að sjá konu innan Vinstri grænna sem sér eitthvað annað en femínisma. Einnig er gott að vita að því að líklega komi annar róttækur vinstrimaður inná þing eins og þú Guðfríður, maður heyrir ekki í mörgum konum sem hugsa um kjör litla mannsins hér á landi. Það er á hreinu hvað ég kysi ef ég væri í Suðvesturkjördæmi. Það verður einfaldlega að koma þér á þing.
Baráttukveðjur!!!
Ágúst Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:15
Það er flott að sjá konu innan Vinstri grænna sem sér eitthvað annað en femínisma. Einnig er gott að vita að því að líklega komi annar róttækur vinstrimaður inná þing eins og þú Guðfríður, maður heyrir ekki í mörgum konum sem hugsa um kjör litla mannsins hér á landi. Það er á hreinu hvað ég kysi ef ég væri í Suðvesturkjördæmi. Það verður einfaldlega að koma þér á þing.
Baráttukveðjur!!!
Ágúst Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:16
Nennti nú alls ekki að lesa allan þennan pistil, enda hæfi að taka upp fiðluna þegar svona bloggsíður eru heimsóttar. Þetta er há upphæð jú, en hann er líka búinn að vinna fyrir þessu. Hann var forstjóri banka með nokkur þúsund starfsmanna og þ.a.l gríðarlega ábyrgð. Fyrir það þarf að greiða góð laun....eða nei, ekki skv. ykkar úrkynjuðu kommúnísísku hugmyndum um jöfnuð - sem er btw aðeins leið til ójöfnuðar.
Vona að þú finnir ljósið Guðfríður mín og hættir að í þessu hópbulli með flokksfélögum þínum!
Guðmundur Björn, 5.5.2007 kl. 22:00
Ábygð??? ... hvað er nú það? Hana er a.m.k. ekki að finna í fórum úrkynjaðra kapítalista á silkigöllum sem hafa arðrán að lífsviðhorfi og atvinnu.
Jóhannes Ragnarsson, 6.5.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.