Jólasveinninn

Jólin eru að koma. Jólasveinninn lofar öllu úti um allt og pakkar hrúgast undir hvert tré. Jólasveinninn skilur engan útundan og segir bara það sem fólk vill heyra. Hann er ljúflingur og kann sitt fag.

Í hvaða flokki ætli hann eigi heima?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

 Jólasveinaflokknum J x ... 

Pálmi Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

eru ekki ríkisstjórnarflokkarnir freka að hræða almenning...og ...svo lofa jólagjöfum?

BBÚÚÚÚÚ

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2007 kl. 18:22

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

er þetta eitthvað nýtt? flokkarnir koma með sín loforð ef þeir komast til valda og svo er það kjósenda að meta efnindar eftir fjögur ár, hvað lofaði sjallar eða framsókn síðast sem þeir stóðu ekki við?

Haukur Kristinsson, 26.4.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nei...nú er búið að sýna að ...

22.04.2007
Loforð til ills
Um leið og rannsókn sýndi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allan þorra síðustu kosningaloforða, stórjókst fylgi flokksins. Kjósendur hans kæra sig nefnilega sumir kollótta um kosningaloforð og aðrir þeirra vona fremur en hitt, að þau verði svikin. Loforð kosta nefnilega peninga, sem kjósendur flokksins telja afleitt. Þeir telja hlutverk ráðamanna flokksins vera að tryggja fjörugt atvinnulíf og fulla vinnu, gott svigrúm fyrir athafnir fólks. Flokknum hefur tekizt að halda úti sveiflu og spennu síðustu árin. Meira heimta kjósendur ekki. Er það ekki bara í lagi?...

eins og Jónas Kristjánsson benti á 22 april 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Er ekki nóg af jólasveinum á þingi nú þegar???

Laufey Ólafsdóttir, 26.4.2007 kl. 22:43

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ætli það sé sá sem reynir að fá sætustu stelpuna heim af ballinu korter í lokun og er farin að örvænta

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.4.2007 kl. 23:04

7 identicon

Er Jólasveinninn ekki Steingrímur J? Ég var að ferðast fyrir nokkru á heimaslóðum Steingríms J. og keyrði m.a. hinn fræga malbikaða spottan sem hann lét leggja frá Gunnarsstöðum og niður að Þórshöfn þegar hann var samgönguráðherra. Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað Steingrímur er spilltur pólítíkus og hvað hann hefur náð að blekkja marga. Heimamenn á þessum slóðum voru hinsvegar búnir að sjá í gegnum hann og vönduðu honum ekki kveðjurnar.

Brattur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Sammála Pálma, X J...við skulum ekki bendla þennan snilling við neitt framboð...Jólasveinninn er nefnilega vinur allra

Júlíus Garðar Júlíusson, 27.4.2007 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband