Konur kyssa

Un petit coup par derrière pour Ellen DeGeneres

 

Laura Dern fékk ekki hlutverk í Hollywood í ár eftir að hún kyssti Ellen DeGeneres.

Púkalegt. Talandi um forræðishyggju.

Ef ég væri Hollywood mundi ég láta hlutverkunum rigna yfir konur sem kyssa konur. Þótt ekki væri nema til að stuðla að örlítilli sögulegri leiðréttingu á því ömurlega misrétti sem konur sem kyssa konur hafa þurft að þola í gegnum tíðina.

Svo er öllum svo óskaplega hollt að láta hrista aðeins upp í sér í Hollywood.

Ég mundi líka láta hlutverkunum rigna yfir allar hinar konurnar sem kyssa karla. Konur yfirleitt sem eru orðnar eldri en 30 ára og 40 ára og 50 ára og 60 ára eiga erfitt með að fá almennileg hlutverk í kvikmyndum, hvern svo sem þær kyssa eða kyssa ekki. Þær þykja víst ekki nógu unglegar og kannski heldur til of gáfulegar eða þreyttar og auk þess eru ekki skrifuð nærri því eins mörg og mikil hlutverk fyrir konur.

Þetta allt mundi ég gera ef ég væri Hollywood.

En ég er ekki Hollywood og þess vegna segi ég bara eins og Bangsímon: Ég lofa að vera góður bangsi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þeir í Hoolywood hafa kannski bara engan áhuga á lessum.

Sigfús Sigurþórsson., 24.4.2007 kl. 08:15

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvað með konur sem kyssa fallegar kýr?

Júlíus Valsson, 24.4.2007 kl. 09:14

3 identicon

Sigfús og Júlíus, óttalega er þetta nú aumt hjá ykkur.

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gamansamir menn Fúsi og Júlli, eða hitt þá heldur.

Jóhannes Ragnarsson, 25.4.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband