Heyr, heyr!

Heyr, heyr Segolene!

"Ég hvet alla þá sem vilja skipa mannúð ofar verðbréfamarkaðnum, alla þá sem vilja binda enda á óöryggið og forherðinguna til að sameinast" sagði Segolene Royal meðal annars í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er að rjúka upp í skoðanakönnunum og stjórnin að halda velli. Hvað er í gangi?!

Nú má enginn liggja á liði sínu! Andstæðingar peningahyggjunnar sameinist og bjóðið ykkur fram til starfa í baráttunni!

Hvað sögðu þau ekki í frönsku byltingunni:

Frelsi, jafnrétti, bræðralag - ou la mort!


mbl.is Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem búum útá landi, þar sem atvinna er af skornum skamti, Eigum við að hafna peningastefnu, sem veitir fleiri atvinnutækifæri. já ég skal viðurkenna að xd höfðar vel til mín

http://villimadurinn.bloggar.is/ (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:49

2 identicon

Er það, sem Segolene segir, það sem Frakkland þarfnast? Þarf það ekki einmitt frjálsari vinnulöggjöf, lægri skatta, minni miðstýringu og minni verndarstefnu? Þetta má alveg kalla peningahyggju. Ég minni bara á að sterkt velferðarkerfi byggir í einu og öllu á sterku atvinnulífi; peningahyggju, það er.

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Einar Örn Gíslason

Af hverju þýddirðu ekki síðustu orðin í slagorði byltingarinnar?

Einar Örn Gíslason, 23.4.2007 kl. 01:17

4 Smámynd: Guðfríður Lilja

Æ þau eru nú dálítið gróf er það ekki síðustu orðin með tilvitnun í dauðann?! - Frelsi jafnrétti bræðralag eða dauða! Ég vil kannski ekki ganga alveg svo langt en það er kannski bara tepruskapur...?! Gunnar! Sterkt atvinnulíf er ekki sama og að leggja rauða dregilinn um allt fyrir gróðafíkn, risasamsteypur og peningahyggju. Ég vil sterkt og fjölbreytt atvinnulíf, að sjálfsögðu, það viljum við öll, en það á ekki að koma á kostnað manngildis, jafnréttis og velferðar - og heldur ekki á kostnað náttúrunnar.   

Guðfríður Lilja, 23.4.2007 kl. 08:20

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Peningahyggjan snýst alltaf um skammtímalausnir og er móðgandi við hugsandi fólk. Tilvitnunin í dauðann er ekkert gróf. Peningahyggjan leiðir til dauða enda eru peningar dauður hlutur sem ekki á að stjórna lífi fólks. Margt fólk er innst inni hrætt við breytingar og sjálfstæða hugsun og þannig heldur stjórnin endalaust velli. Við þurfum því miður peninga til að komast af... en af hverju?

Laufey Ólafsdóttir, 23.4.2007 kl. 09:40

6 Smámynd: Presturinn

Kæra Guðfríður, það er mannúð að veita mönnum frelsi til að athafna sig. Það að vera ríkur geri menn ekki vonda. Það að ríkið vilji skapa auð samfélaginu til heilla er gott. Því meiri auð sem það skapar þeim mun meira er til skiptanna. Þetta sér fólk og þess vegna eykst fylgi Sjálfstæðismanna.

Fyrst bakar maður og svo borðar maður. VG vill hætta að baka og borða bara. Þetta leiðir til þess að allir svelta.

Ef þú ætlar þér að eiga minnstu framtíð í stjórnmálum þá verður þú að kynna þér grunndvallar atriði hagfræðinnar. Án peninga getur ríkið ekki framkvæmt. Það er ekki pláss fyrir marga á þingi sem ekki vita hvað markaður er og Ögmundur er því miður þar fyrir.

Presturinn, 23.4.2007 kl. 10:49

7 identicon

Mér leiðist moggablogg og það sem virðist einkenna það öðru fremur, hrokafullir, væskilslegir og nafnlausir sjálfstæðismenn.

Heldur virkilega einhver að manneskja með mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge þekki ekki grundvallaratriði hagfræðinnar???

Annars skil ég ekki hvað ég er að blessa þennan tröllaklett sem moggabloggið er. Hér megið þið sjallaskunkar kasta holum fúleggjum í hvorn annan að vild.

Hana, hér með hefur verið létt á margra mánaða uppsöfnuðum moggabloggspirring.

Þór Steinarsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband