Eirík í leðrið!

Eiríkur Hauksson og félagar ætla að ákveða núna um helgina hvort hann verði í leðurfrakkanum á Eurivision. Las það í blaðinu í morgun.

Mín afstaða er skýr: Ég vil Eirík í leðri! Frá toppi til táar!

Eiríkur er mega töffari og á að vera það áfram - leðrið blívur.

Ekki nema hann vilji fá sér svona ABBA-galla eins og Björn og Benny. Mér finnst Björn (lengst til vinstri) koma sérstaklega sterkur út á báðum myndum.

Annars held ég að Eiríkur komist áfram sama í hverju hann er. En ég held líka alltaf að einhver sem ég þekki vinni í lottóinu svo það er kannski ekki alveg að marka. Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

oohh.. ég elska ABBA. Jú, sammála Eiki í leðrið. Ekki spurning.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ABBA er æði

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.4.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jú Eika í leður.Engin spurning! ABBA er svo ein besta popphljómsveit sögunnar :-) Við vinafólkið tókum okkur einu sinni til og horfðum á 39 myndbönd með ABBA eitt kvöldið! Það var ÆÐI :-) :-) :-)

Kristján Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 18:47

5 identicon

Þó Eiríkur sé góður söngvari , er hann eins og abba, gamlar fréttir. Við virðumst oft þurfa að vera nokkrum árum á eftir í þessari söngkeppni. Enn ef það verður til þess að við vinnum, þá skal ég styðja á platónískann hátt að eiríkur fari í leðrið.

http://villimadurinn.bloggar.is/ (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband