Sungið í rokinu

 

Ég ætla að fara í langan göngutúr meðfram sjónum í dag. Ég ætla að fara í barnaafmæli kl. 14, á Söngsmiðju VG á Kosningamiðstöðvinni Grensásvegi kl. 15 og í fermingarveislu kl. 16. Á öllum stöðum ætla ég að borða fullt af kökum. Ég er ólæknandi sælkeri og súkkulaðifíkill (það er líka næstum því nammidagur í dag) þótt ég vildi óska að ég væri það ekki. Ég er enn að reyna að taka mig á (en ég ætla ekki að gera það akkúrat einmitt í dag).

Mér finnst líka rosalega gaman að syngja.

Í göngutúrnum ætla ég að láta vindinn taka burtu léttan pirring yfir áróðursmaskínum íslenskra fjölmiðla og blekkingarmætti stjórnmálanna. Almennilegt íslenskt rok verður nú ekki lengi að þessu smáræði.

Í öllu ætla ég að fagna því að mér sýnast hin ýmsustu stefnumál VG, sem hafa setið í stefnu flokksins um langa hríð, vera að smeygja sér hressilega á hið pólitíska litróf sem forgangsverkefni annarra afla í þessum kosningum. Það er einn stærsti sigur sem nokkur pólitísk hreyfing getur óskað sér. Ég var á fundum í vikunni með fulltrúum annarra flokka og á stundum bókstaflega kipptist ég við að heyra málflutninginn - nýju kosningaáherslurnar voru svo skemmtilega kunnuglegar úr gamalgrónum stefnumálum VG, en þær kynntar eins og alveg ný og fersk hugmynd hjá hinum. Mér fannst það skemmtilegt. Allir að leita í smiðju hins alræmda afturhalds, bannflokks og forræðishyggjueiganda sem engu eirir?!

Allir með, það er flott. Mér leiðist alveg rosalega þegar pólitík er breytt í einhvers konar íþróttakappleik þar sem hver ætlar að skora mark hjá öðrum og allir halda með sínu liði (sama hvaða bölvuðu vitleysu það gerir) og enginn getur hrósað neinum í hinu liðinu. Blind hópsálar-íþróttakappleikja-stemmning skemmir fyrir alvöru pólitík og umbótum og er alveg ótrúlega þreytandi fyrir utan það að vera leiðinleg.

Ég var annars næstum því búin að fá óstöðvandi hláturskast á flatneskjulegum fundi nýlega. Hélt niðri í mér með því að reyna að hugsa um eitthvað verulega hræðilegt en tárin láku samt. Kannski er logn í dag við sjóinn og engin þörf á hressandi vindhviðum til að leysa góða skapið úr læðingi. Nóg að syngja og hlæja og þá er dagurinn fínn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mikið er ég sammála þér um hversu leiðinlegir flokkadrættir geta verið. Það er óhjákvæmilegt að flokkarnir styðji eða styðji ekki sams konar málefni, sama hvað sá flokkur heitir. Til að mynda styð ég þig hiklaust til dáða því að ég þekki til heilinda þinna sem manneskju, enda höfum við átt meira og minna samleið í skákinni frá barnsaldri. Það eru fleiri góðir einstaklingar í VG sem ég vil líka styðja, en get samt ekki stutt þennan flokk; því að ég sé ekki samræmi á milli þess sem að þessir góðu einstaklingar standa fyrir og því sem að flokkurinn sjálfur stendur fyrir.

Hrannar Baldursson, 15.4.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Smáspurning Hrannar: Geturðu útskýrt nánar hvað þú átt við þegar þú segir, að þú sjáir ekki samræmi á milli þess sem að þessir góðu einstaklingar standa fyrir og því sem flokkurinn sjálfur stendur fyrir. Ástæðan fyrir að ég spyr þessarar spurningar er einfaldlega sú að ég átta mig ekki á hvert þú ert að fara. Hverjir eru t.d. þessir góðu einstaklingar og fyrir hvað standa þeir? Og fyrir hvað stendur flokkurinn sjálfur og hverjir eru það sem þú telur að standi á bak við þá stefnu? Ég er þeirrar trúar, að það sé nauðsynlegt fyrir VG að fara í gegnum svona umræðu því ég veit að það er langt í frá að flokksmenn séu á eitt sáttir um áherslur og starfshætti VG

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst þú frábær og þess vegna sóttist ég eftir að vera bloggvinur þinn. En ég hef valið að vera í Samfylkingunni og verð því að setja mig í keppnisskapið  ekki endilega til að segja að Samfylkingin sé betri en VG heldur fyrst og fremst til að fylgja minni eigin sannfæringu.

Meðan okkur býðst ekki að kjósa einstaklinga sem ég hef ekki hugsað til enda með framkvæmd eins og til að mynda við Alþingiskosningar að þá hef ég verið hlyntari því með árunum og reynslunni að þannig ætti að kjósa í bæjar og sveitastjórnir allsstaðar nema kannski í Reykjavik!

Gangi þér vel í baráttunni og ég fylgi þér í anda.

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær pistill. er því miður ekkert inni í ísl pólitík, en það er gott að heyra að það eru nýjir kraftar komnir fram frá því ég var á íslandi. njóttu hafgolu, og ilmsins af salti og þörungum.

ljós og friður til þín sem hlær, sem er það besta.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:41

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er hægt að strika út!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.4.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Rétt hjá þér Anna, við skulum vara óhrædd við að nota útstrikunaraðferðina ef á þarf að halda, það hef ég oft gert. Það er enginn neyddur til að kjósa listana eins og þeir líta út á kjörseðlinm.

Jóhannes Ragnarsson, 15.4.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband