Laugardagur, 14. apríl 2007
Kasparov handtekinn
Garrí Kasparov fyrrum heimsmeistari í skák hefur verið handtekinn í Moskvu.
Það hefur lengi verið ljóst að Pútín er lítið annað en KGB-einræðisherra í Rússlandi og að lýðræði er þar fótum troðið. Handtaka Kasparovs út af boðuðum mótmælafundi stjórnarandstæðinga var því ef til vill bara tímaspursmál en þetta skýtur manni samt skelk í bringu. Kasparov er einn af okkar góðu "Íslandsvinum"...
Vinir Kasparovs hafa lengi varað hann við og þrábeðið hann um að láta af athugasemdum um stjórnarhætti Pútín og helst flytja frá Rússlandi. En það er ekki í anda Kasparovs að flýja af hólmi. Ástríðuhiti Kasparovs, orka og þrek er með hreinum ólíkindum og afstaða hans í þessu máli kemur því ekki á óvart. Í stað þess að lifa í vellystingum í Bandaríkjunum eða Evrópu ætlar hann að reyna að gera Rússland aðeins betra - og treysta því að lífverðir geti verndað fjölskylduna heimafyrir.
Vesturlönd virðast flest láta sér KGB-einræðið í Rússlandi í léttu rúmi liggja og faðma Pútín í bak og fyrir. Fáleysi hinna frjálsu Vesturvelda um fótum troðið frelsið í austri hefur valdið rússneskum stjórnarandstæðingum gríðarlegum vonbrigðum. Hvers vegna fögnuðu allir svo mjög við hrun kommúnismans ef þeir ætla svo að umfaðma KGB-einræði og botnlausa spillingu? er spurt og lítið um svör.
Fátt gefur von um betri tíð með blóm í haga í þessum efnum, en handjárnaðir mótmælendur í Moskvu berjast fyrir góðum málstað...
Garrí Kasparov handtekinn í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Sovét lifir greinilega góðu lífi í Rússlandi enn þá og Kasparov er hetja!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 10:33
Áður en við dæmum Rússana, þá megum við aðeins skoða forsendurnar fyrst. Kasparov er náttúrulega flottur, en ég held að ástæða handtökunnar hafi verið smá afleikur af hans hendi. Í fyrsta lagi hafði ekki fengist samþykki fyrir mótmælunum, en þarf ekki samþykki yfirvalda til að halda fjölmenn mótmæli á Íslandi líka? Ástæða þess að samþykki fékkst ekki voru víst óvarfærin orð Kasparovs í kynningum fyrir mótmælin um að koma þyrfti rússneskum yfirvöldum frá með valdi. Óttuðust yfirvöld skiljanlega að mótmælin gætu orðið ofbeldisfull. Þau komu í veg fyrir það, meðal annars með handtöku Kasparovs. Ég er nokkuð viss um að hann verði fljótlega látinn laus, en að boða blóðuga uppreisn er varla rétta leiðin. Ég held að Kristinn í athugasemdinni hér fyrir ofan hitti naglann á höfuðið með vísun sinni í Mandela. Einnig mætti Kasparov taka Ghandi sér til fyrirmyndar.
Af vef BBC: "Accusing Mr Putin of creating an authoritarian regime, the tycoon (Kasparov) said that Russia's leadership could only be removed by force."
Hrannar Baldursson, 14.4.2007 kl. 11:24
Kasparov þarf að læra smá auðmýkt og taka sér Mandela til fyrirmyndar. Löng og góð fangelsisvist mundi bara hjálpa til. Þegar Mandela var látinn laus var hann ljúfur sem lamb og gamli valdastrúktúrinn hrundi til grunna.
Björn Heiðdal, 14.4.2007 kl. 12:13
Rússar eru rússar! Þessir göfugu menn hér að ofan vita greinilega ekki hvernig kommúnisminn var í Sovét!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 14:30
Vinstri stjórnarhætti eru og verða vinstri stjórnarhætti hvort sem það er undir merkjum kommúnisma, pútínisma eða annara isma.
Var, er og verður sama tóbakið í mismunandi umbúðum.
Júlíus Sigurþórsson, 14.4.2007 kl. 17:23
Lifi byltingin...
arnar valgeirsson, 14.4.2007 kl. 18:12
nei nei nei nei
lifi lýðræðið
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:11
- Þú þekkir greinilega ekki höfuðsmanninn, eðla vin. (Góði dátinn Svejk)
Jóhannes Ragnarsson, 14.4.2007 kl. 19:19
Ha Jóhannes?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:57
Mér finnst þetta góður pistill. Andófsmenn gegn KGB-klíkunni sem nú stjórnar Rússlandi eiga ekkert síður skilið að fá stuðning frá lýðræðissinnum heldur en andófsmennirnir gegn einræði kommúnista fyrir 1990.
Atli Harðarson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:33
hvað hefuru fyrir þér annað en copy paste af hinum sérstaklega skemmtilegu bandarísku fréttastofum, fyrir þessum staðhæfingum??
kv. davið
david (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:04
Ég er þér alveg hjartanlega sammála Guðfríður Lilja. Hygg að Pútín sé að beita sömu kúgunum og vinir hans í USA. Að standa í vegi fyrir mótmælum eða gera allt regluverk í kringum þau svo dýrt og flókið að nánast ómögulegt sé að halda stóra mótmælafundi sem gagnrýna ríkjandi stjórnarfar.
Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2007 kl. 06:47
Þakka þér réttmæt og skjót viðbrögð Guðfríður Lilja.
Stjórnmálaþróunin í Rússlandi er í senn dapurleg og alvarleg og full þörf á að andmæla grófum brotum gegn félagafrelsi þar sem annars staðar.
Hjörleifur Guttormsson, 15.4.2007 kl. 07:08
Hverjir skyldu nú hafa komið KGB á á sínum tíma. Voru það ekki Kommúnistar? Ekki gleyma því Guðfríður Lilja hvar þú stendur í Pólítík. Það eru sömu hugsanir sem reka formanninn þinn fram úr á morgnanna. Þess vegna skulið þið muna hverju þessar hugsjónir hafa skilað fólki í þessum löndum þar sem kommúnistar hafa verið við völd.
Ingólfur H Þorleifsson, 15.4.2007 kl. 08:54
Rugl og bull Ingólfur, úreltur áróður, nema að það sama gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann er NASISTAFLOKKUR með svona rökum.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.4.2007 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.