Á föstudaginn langa

 

Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hafði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi...

En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (Kor. 1.1-13)

Í dag eru föstudagurinn langi, einn helgasti dagur kristni. Sól skín í heiði hérna megin á landinu - og vonandi sem víðast. Tilvitnunin í Biblíuna hér að ofan var rifjuð upp fyrir mér í gær, daginn sem Jesú þvoði í auðmýkt fætur lærisveina sinna. Hverra er það að þvo fætur okkar minnstu bræðra og systra, ef ekki okkar allra? - spurðu ýmsir sem á eftir komu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það sem þér gerið mínum minnsta bróður, það gerið þér og mér! Takk fyrir að setja hér á bloggið þennan "óð" til kærleikans. Mér hefur fundist uppá síðkastið að margir kristnir menn og söfnuðir séu farnir að halla sér um of að gamla Testamentinu, eins og þeir hafi gleymt hinum nýja sáttmála sem Jesú gaf mönnunum. Það er eins og þeir tekji að við eigum að lifa eftir lögmáli gyðinganna en ekki eftir kærleiksboðorði Krists. Elskaðu Guð og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig! Þeir velja sem sagt lögmálssiðferði frekar en kærleikssiðferði, enda er auðveldara að lifa samkvæmt því en temja sér kærleikann, eins og honum er lýst í Korintubréfi. Þessa má sjá stað hér hjá mörgum bloggurum sem ég ætla ekki að nafngreina af kærleiksástæðum við þá; umburðarlyndi og þolinmæði. En hvernig á svo að skilja kristið fólk sem kýs flokka sem vilja ekki stuðla að jafnræði þegnanna heldur misskiptingu. Hægri pólitík stríðir gegn kristinni trú!

Auðun Gíslason, 6.4.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Það sem þér gerið mínum minnsta bróður, það gerið þér og mér! Takk fyrir að setja hér á bloggið þennan "óð" til kærleikans. Mér hefur fundist uppá síðkastið að margir kristnir menn og söfnuðir séu farnir að halla sér um of að gamla Testamentinu, eins og þeir hafi gleymt hinum nýja sáttmála sem Jesú gaf mönnunum. Það er eins og þeir tekji að við eigum að lifa eftir lögmáli gyðinganna en ekki eftir kærleiksboðorði Krists. Elskaðu Guð og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig! Þeir velja sem sagt lögmálssiðferði frekar en kærleikssiðferði, enda er auðveldara að lifa samkvæmt því en temja sér kærleikann, eins og honum er lýst í Korintubréfi. Þessa má sjá stað hér hjá mörgum bloggurum sem ég ætla ekki að nafngreina af kærleiksástæðum við þá; umburðarlyndi og þolinmæði. En hvernig á svo að skilja kristið fólk sem kýs flokka sem vilja ekki stuðla að jafnræði þegnanna heldur misskiptingu. Hægri pólitík stríðir gegn kristinni trú!

Auðun Gíslason, 6.4.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Stóriðjuhlé þýðir að mínu mati. Ó nei ekki fleiri lessur, látið staðar numið núna

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Hér eru athugasemdir komnar út fyrir öll mörk og Kristinn Haukur getur ekki haft hemil á sér - heimskulegt af fullorðnum manni. Ertu ekki fullvaxinn maður? 

Það er ánægjulegt að sjá fallega valdan texta Guðfríðar Lilju. Þeir sem ekki trúa geta notið Biblíunnar sem stórkostlegs visku- og  bókmenntatexta. Ef þú hneykslast á viðeigandi texta Guðfríðar, líttu þá Kristinn þessa síðu www.krist.blog.is Þá skemmtir þú þér áreiðanlega.

Guðmundur Pálsson, 6.4.2007 kl. 21:28

5 identicon

Takk fyrir að minna okkur, sem lesum bloggið þitt, á boðskapinn um kærleikann. Hann er vel við hæfi í dag. Og mig langar líka að nota tækifærið hér í þessu kommenti og þakka þér fyrir fallegu minningargreinina um Þráin Guðmundsson. Hann var mér afar kær enda bæði kennarinn minn í Laugalækjarskóla í gamla daga og svo réði hann mig sem stundakennara í gamla skólann minn þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Ég hefði ekki getað fengið betra start sem kennari heldur en að vinna undir stjórn hans og hef búið að þeim grunni alla tíð síðan. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var gott hjá Guðfríði Lilju að rifja upp Óðinn til kærleikans (hann er reyndar lengri en þetta, hér vantar inn í vers 8b til 12). En það er undarlegt, hvað Auðuni Pétri er annt um að hafna siðferðisboðum Gamla testamentisins. Það gerði ekki Páll, hinn útvaldi postuli sem ritaði þennan kærleiks-óð um tuttugu og tveimur árum eftir krossfestingu Krists. Og af því að Auðun Pétur virðist eins og Kristinn Haukur telja rétt og eðlilegt að hafna lögmálsboðum gegn mökum fólks af sama kyni, þá er tímabært fyrir hann að lesa hvað einmitt höfundur þessa kærleiksóðs segir um slík mök -- já, einmitt í þessu sama Fyrra Korintubréfi (6.9-11): "Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villizt ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né bleyðimenni (malakoi) né þeir karlmenn, sem hafa samræði við karlmenn (arsenokoitai), þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs."

Þarna sést í senn lögmál og fagnaðarerindi. Ákveðnar gjörðir halda áfram að vera forboðnar þrátt fyrir komu Krists (eða hyggur Auðun Pétur, að siðferðisreglur séu fyrir bí vegna fagnaðarerindisins?), og við þeim, ef drýgðar eru með fullri vitund og vilja, liggur refsing Guðs; en samt bjóðast mönnum ítrekuð tækifæri til að iðrast gjörða sinna og þiggja fyrirgefningu hans og helgast fyrir samfélag sitt við Krist. Þetta er fagnaðarerindið. Reynum ekki að hrifsa til okkar náð Guðs með iðrunarlausu hjarta né með því að reyna samhliða að halda áfram verkum óhlýðninnar. Lögmálsbann Gamla testamentisins gegn samkynja kynmökum er endurtekið og ítrekað af fremsta postula Krists, Páli (Róm. 1.26-27, I. Kor. 6.9-10, I. Tím. 1.10). Já, hér sést í reynd, að kærleikurinn er ekki andstæða lögmálsins, því að maðurinn, sem kenndi okkur þennan óð til kærleikans, hvikar hvergi frá sannleika lögmálsins. Hitt er allt annað mál, sem hann vissi m.a.s. miklu betur en við, að lögmálið eitt sér deyðir, en kærleikurinn lífgar. Þrátt fyrir óttann við að brjóta lögmálið gerum við það, en í fúsleik kærleikans til Guðs býðst okkur "miklu ágætari leið" (I. Kor. 12.31) til að gera vilja hans og uppfylla hlutverk okkar hér á jörð.

Jón Valur Jensson, 6.4.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Heyr heyr,ljómandi boðskapur þið hin sem ekki þekkið guð Jesú,hvert leitið þið í ánauð ykkar,rassgatið á sjálfum ykkur kannski,nei nei nei guð gaf manninum frjálsan vilja og einmitt þessi vilji hefur með hið illa að gera ekki guð.

Virðingafyllst:Úlfar B Aspar. 

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.4.2007 kl. 00:12

8 identicon

Í ánauð? Ég hef sem betur fer aldrei lent í ánauð. Ef það myndi gerast myndi ég leita í samvisku mína. Samviskan hefur verið til lengi vel áður en þessi kristni spratt upp. Góð verk og ill koma frá manninum sjálfum, ekki guði. Málið er að heimurinn er svo risastór og við vitum svo lítið um hann. Í þessari smæð okkar leitast sumir við að finna sér einhverja guði til að þurfa ekki að takast á við þær spurningar sem við þörfnumst svara við. Þessu oki þurfum við að brjótast undan. Til að skilja heiminn verðum við að byrja með autt blað, ekki blað sem skrifað var af fólki fyrir botni Miðjarðarhafs fyrir rúmum 2000 árum síðan.

Kristinn H. Guðnason (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 00:26

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bezt er fyrir fólk að leiða hjá sér undarleg innlegg þessara tveggja, þau eru í harla litlum takti við grein Guðfríðar og umræðuna eins og hún var, á nokkuð skynsamlegum nótum (skrif Auðunar Péturs eru stórhátíð hjá innleggjum nr. 8 og 9).

Jón Valur Jensson, 7.4.2007 kl. 00:44

10 Smámynd: Ólafur fannberg

páskakveðja

Ólafur fannberg, 7.4.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband