Ég er Hafnfirðingur

Við erum að hugsa um að búa til ný barmmerki. Á þeim stendur einfaldlega "Ég er Hafnfirðingur".

Þetta er sterkasta hrósyrði dagsins - að vera Hafnfirðingur. Að vera Hafnfirðingur og valda vatnaskilum.

Höfnun Hafnfirðinga á stækkun álversins var sigur náttúruverndar-baráttunnar gegn stóriðjustefnunni, sigur almannahagsmuna gegn sérhagsmunum, sigur fólksins gegn ofurvaldi fjármagns.

Þetta eru tímamót.

Nú hafa Hafnfirðingar sagt "nei takk" við stækkun í Straumsvík og þar með þorað að vilja "eitthvað annað" - eitthvað annað og betra en áframhaldandi stóriðju, virkjanir, þenslu og eyðileggingu náttúrunnar (og alla hina óteljandi fylgifiska aðra).

Fólkið í landinu veit betur heldur en stjórnarherrarnir. Það eru venjulegir Íslendingar sem munu bjarga Íslandi - það eru venjulegir Íslendingar sem þora að veðja á framtíðina, þora að taka skýra afstöðu og þora að segja hvað í þeim býr, þora að hugsa stórt og breyta til.  

Þessi afstaða fólksins, sem kemur þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting í hina áttina, blæs öllum sólum á Íslandi anda og eldmóð í brjóst. Þetta er upptakturinn að enn stærri vatnaskilum 12. maí.

Teningunum er kastað! "Ég er Hafnfirðingur".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hafnarfjarðarbröndurunum fer sífellt fjölgandi. 

Vilborg Traustadóttir, 2.4.2007 kl. 00:02

2 identicon

Heil og sæl Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Mér þykir miður ef rétt reynist að þið þessir öfgahópar hafið skráð ykkur til heimilis í Hafnarfirði til að koma í veg fyrir stækkun Álversins í Straumsvík og í leiðinni svipt starfsmenn Alcan atvinnu sinni og lifibrauði til áratuga.Þetta framtak ykkar er mjög alvarlegt ef satt reynist.

Koma síðan og hæla sér af því að láta starfsmenn og þjóð okkar  missa af tekjum þessi rök þín duga ekki fyrir mig enda var ég að horfa á Silfur Egils þar kom í ljós að mínu áliti að þú átt eftir að læra margt áður enn þú ætlar að láta taka mark á þér annað eins bull hef ég ekki heyrt áður í sjónvarpi.

Enda dugðu ekki rök bæjastjórans Samfylkingarinnar í Hafnarfirði heldur fyrir mig. Eitt vil ég upplýsa þig og bæjastjórann að það gilda lagalega skildur samkvæmt lögum að annast deiliskipulag og aðra vinnu svo það sé á hreinu. Bæjarstjórinn og bæjarstjórn þorðu ekki að taka á þessu máli.heldur færi hann málið í hendur öfgahópa sem þú tilheyrir sem vilja lifa á krækiberum og lingi þvílíkt boð ég segi nei við svona rökum.

Það alvarlegasta í þessu máli er nú hefur Alcan 7 ár til að flytja sig í Helguvik. að flytja alla sína starfsemi til Reykjanesbæjar þar mun þetta fyrirtæki vera velkomið ég veit að Árni Sigfússon bíður á morgun eftir símtali frá Rannveigu Rist forstjóra Alcan á Íslandi um viðræður um að flytja allt í Helguvík þar er kjör aðastaða fyrir þetta góða fyrirtæki enda er hafnaraðstaða miklu betri enn í Hafnarfirði.

Það er mín skoðun að Álverið færist til Reykjanesbæjar og allar þær miljarða tekjur og atvinnutækifæri sem munu skapast þar fyrir utan. þar er ábyrg stjórn í þessu sveitafélagi sem fylgir sínu ábyrðarhlutverki eins og lög kveða um enda er þetta sveitafélag til fyrir myndar.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðmundur Akri

Er það að vera á móti stóriðju það sama og að vera náttúruverndunarsinni? Þá held ég að eins mætti titla þá sem keyra innan hámarkshraða sem fullgilda lögregluþjóna. 

Sannleikurinn er að náttúruvernd og stóriðja geta farið saman, það þarf bara að hafa aðeins meira fyrir því, hugsa meira. Það er auðveldara að segja bara flatt nei við öllu sem við kemur breytingum á náttúrunni. Það einkennir stundum pólitíska 'náttúruverndunarsinna' að þegar þeir heyra af breytingum þá segja þeir nei. Svo ef ekki er hlustað á þá, og tekin er ákvörðun um að fara í einhverskonar framkvæmdir, þá fara þeir í fýlu og dettur ekki í hug að minnast á náttúruna eftir það. Búið er að ákveða að henni skuli breyta og þá er hún í þeirra augum dauð og ómerk. Betra væri að halda áfram barátunni fyrir náttúrunni með því að krefjast þess að þær framkvæmdir sem ráðist er í spilli umhverfinu sem minnst. Sjaldan heyrist sá tónn...

Ég legg til að sem flestir lesi Vef Náttúruverndarráðs, sérstaklega hinar fjölmörgu síður merktar 'hvað getum við gert?'  Þar er meðal annars talað um skipulag en einnig margar aðrar leiðir sem allar eru hluti af náttúruvernd.

Það er synd og skömm af því að setja eitt stórt samasem merki á milli náttúruverndar og andstæðu við stóriðju - málið er miklu flóknara en svo!

Þegar vinstri grænir tala skammast maður sín hálfpartinn fyrir að geta verið flokkaður með slíkum 'náttúruverndunarsinnum', líkt og maður skammast sín stundum fyrir að mega kallast femínisti þegar Katrín Anna talar...

Guðmundur Akri, 2.4.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Karl Tómasson

Já Lilja mín, þetta var sætur sigur.

Takk fyrir að vera með þeim fyrstu til að vera bloggvinur minn. Mér er sannur heiður af því. Ég er að byrja að fóta migí þessum bloggheimi, ég er frekar slappur í tæknimálunum en með góðri aðstoð hefst þetta örugglega. Þú stendur þig frábærlega í baráttunni, það ber öllum saman um það. Manstu hvað ég sagði einu sinni við þig þú ert V stjarna Vinstri grænna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.4.2007 kl. 01:00

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hafnfirðingar hafa nú sem betur fer alltaf verið svolítið sér á parti.

Svava frá Strandbergi , 2.4.2007 kl. 03:24

6 identicon

Ég spyr nú bara í barnaskap mínum hvað eigi að standa á barmmerki þeirra Hafnfirðinga sem sögðu já við álveri? Nei, Guðfríður Lilja farðu nú að snúa þér að málum er snúa að öllum Hafnfirðingum svo og öðrum landsmönnum. Hættu að snúa hnífnum í sári þeirra fjölmörgu  sem kusu meði áli, nær væri fyrir þig benda á atvinnutækifæri sem þú sjálfsagt hefur í handraðanum.  Baráttukveðja. 

Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 11:06

7 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Endilega látið verða af því að búa til þessi barmerki, þá fyrst sýnið þið að ykkur er SKÍTSAMA um fólkið sem lifir á þessu skeri og sannið fyrir fullt og allt að þið eruð tækifærisinnað stjórnmálaafl.
Held að fólk sjái þá almennilega í gegnum saurinn sem þið mokið í augun á fólki

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 2.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband