Baráttutónleikar í kvöld gegn stækkun álbræðslu

Hressandi baráttutónleikar í Hafnarfirði í kvöld! 

Í kvöld verður "vakningarviðburður" gegn stækkun álbræðslunnar í Straumsvík -

og með blómstrandi Hafnarfirði. Hér er tilkynning um málið:

Í kvöld mun hljómsveitin Úlpa standa fyrir vakningarviðburði í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði varðandi fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík eður ei, undir yfirskriftinni EN HVAÐ MEÐ KJARNORKUVER?

Úlpa tilheyrir þeim hópi sem af margvíslegum og ólíkum ástæðum er mótfallið stækkun álversins og með þessu framtaki vill hljómsveitin leggja sitt á vogaskálarnar, ná athygli og vekja vitund Hafnfirðinga og allra landsmanna varðandi örlög og framtíð bæjarins og landsins í heild sinni. Fær hún til liðs við sig hina ýmsu listamenn og stórskörunga úr þjóðfélaginu til að koma fram þetta kvöld og vekja athygli á málstaðnum með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Vonum að allir sem láta þetta mál sig varða mæti á laugardagskvöldið og sýni þannig stuðning sinn í verki.

Athugið að tónleikarnir eru ekki á Thorsplani eins og upphaflega var áætlað heldur hafa verið færðir undir þak!

Berjumst öll fyrir betri Hafnarfirði og betra Íslandi! Út af með stærstu álbræðslu Evrópu! Út af með virkjanaæðið! Inn á með heilsteypta og bjarta framtíðarsýn í sátt við náttúruna...

Tíminn til að breyta og bæta okkur er núna.

Sjáumst í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld. Á slaginu 19.30!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Árni Matt blaðamaður heldur tölu á tónleikunum. Ekki missa af því, hans sýn í þessu máli er mjög skýr og hann kann að setja þessi mál í samhengi.

Kristján Kristjánsson, 24.3.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

klukkan hvað er þetta? ætla að reyna að safna orku og mæta.

Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það stendur allt og fellur með þessari atkvæðagreiðslu...hvort Ísland verði virkjað eða hægt á þessum ósköpum!

Vonandi hafa Hafnfirðingar það í huga? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:44

4 identicon

Hlustaðir þú á hádegisviðtalið við flokksbróðir þinn Smára Geirsson á Stöð 2, ef ekki hvet ég þig til að gera það.
Hefði mikinn áhuga að heyra þitt álit á því viðtali.

Óðinn (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:22

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekki fleiri álver þau eru svo grá og leiðinleg.  Svona eins og öll nýju húsin sem er verið að byggja.  Þessu þarf að breyta strax.

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Tryggvi H.

Undursamlega sætt og skakkt, og frábærlega valid sp. Kjarnorkuver. Ég hlæ þangað til a morgun.

Tryggvi H., 24.3.2007 kl. 23:37

7 identicon

"Berjumst öll fyrir betri Hafnarfirði og betra Íslandi! Út af með stærstu álbræðslu Evrópu! Út af með virkjanaæðið! Inn á með heilsteypta og bjarta framtíðarsýn í sátt við náttúruna."

Ég segi Já, Nei, Nei, Já. Get bara sætt mig við fullyrðingu nr. 1 hjá þér og nr. 4 hinar eru ómalefnanlegar og beinlínis rangar.

kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 01:26

8 identicon

Sælinú
Kíktu á vef Hagstofunnar og skoðaðu hvað er flutt inn og út úr landinu.
Það voru flutt inn 900.000 tonn á ári af olíu undanfarin ár.
Mættir þú á hjóli á landsfund VG? Þessi olíuneysla leiðir til eyðingar regnskóga. Á meðan enginn gerir neitt í henni þá styð ég álver.

Kveðja
Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband