Dagur vatnsins!

Í gær var dagur gegn kynþáttamisrétti og dagur ljóðsins og í dag er dagur vatnsins!

Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu vatni. Gríðarleg mengun ferskvatns og vatnsskortur er daglegt brauð. Deilur yfir ferskvatni færast í aukana og viti menn - einkavæðing vatnsins er enn ein rimman. Á sumum stöðum var jafnvel regnvatnið einkavætt (!) alþýðu fólks til mikilla miska (fólk mátti ekki einu sinni safna sér regnvatni í fötur, það "átti" ekki vatnið af himnum ofan). Það er sem sagt ekki bara á Íslandi sem ákveðin einkavæðingarmanía á sér stað á ólíkum sviðum... Hin nýju trúarbrögð?

Sumt af því sem telst algjörlega sjálfsagt hérlendis er langt frá því að vera sjálfsagt annars staðar. Eitt af því er hreint vatn.

Það sem við Íslendingar verðum hins vegar að passa okkur á er að allt það góða sem okkur finnst sjálfsagt í dag verður ekki endilega hér eftir einhver ár ef við pössum ekki upp á það. Eins og til dæmis ómengað loft, stórbrotin náttúra, hreint vatn, gott velferðarsamfélag...

Það er vonandi að við Íslendingar berum gæfu til að festa það í sessi til framtíðar að ferskvatn, rétt eins og aðrar náttúruauðlindir, séu sameign landsmanna. Það er full þörf á skýrum lagaákvæðum um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og vonandi að við drögum ekki lappirnar í þeim efnum frekar en öðrum.

Íslandsvinurinn W.H. Auden sagði "þúsundir hafa lifað án ástar, en ekki einn einasti án vatns".

Við skulum stefna að því að lifa með hvoru tveggja í einhverju formi... hvaða dagur er á morgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Takk, þessi færsla er vægast sagt umhugsunarverð, þörf og góð ámynning.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Í dag er dagur VG  frábær skoðanakönnun hehe!  Góð færsla! kv alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 23.3.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Adda bloggar

góða helgi og hafðu það sem allra best!kv frá Öddu

Adda bloggar, 23.3.2007 kl. 11:52

4 identicon

-------------------------------------------------------------------------------------------------Dagur vatnsins í dag og í gær var dagur kynþáttarmisréttis og ljóðsins margt í gangi.  Eins má segja frá því að  á degi kynþáttamisréttis fagna Íranir nýju ári,1386.  Þá er boðið upp á góðan mat, skyldfólki og vinum.  Síðan hoppar fólk yfir eld til að hreinsa út allt það vonda, verst að það nær sennilega ekki til stjórnvalda. 

Þ.Sig. (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 15:14

5 identicon

Sæl félagi. Vildi bara þakka fyrir frábæra ræðu í Austurbæjarbíói, glæsilegt!!. Hafði ekki tíma til segja þér það í bíóinu, þurfti að sækja strákinn á fótboltaæfingu.

Kveðja,

Steinar Harðarson 

Steinar Harðarson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:56

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Æ hvað þú ert góð Lilja mín, ekki hugsa ég svona...kæmist ekki yfir það...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.3.2007 kl. 01:00

7 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Rétt hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 24.3.2007 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband