Nú eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda.
Ég hvet ykkur til að fjölmenna í Austurbæ í kvöld þar sem hinir staðföstu stríðsandstæðingar mótmæla hörmungunum og hernáminu í Írak og stuðningi Íslands við stríðið.
Þið getið lesið meira um samkomuna í kvöld á fridur.is
Fjölmennum!
Athugasemdir
Ég er svo sannarlega með í anda!
Sonur minn (4ára) fer að sofa kl 2000 svo mín líkamlega verund verður hjá honum!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 18:22
Ég fjölmennti, einn og sér eða í smærri hópum, eins og Bjarni Fel sagði, í Austurbæ í kvöld og þetta var mjög fín kvöldstund. Ætlaði að segja ánægjuleg, sem hún sosum var, þó forsendur væru það ekki, þannig.
Kom inn þegar Bragi var að byrja. Hann var mjög flottur. Þú varst auðvitað frábær. Og ég meina það, algjörlega. Helgi stóð sig líka mjög vel sem og bara allir sem fram komu. Jamm, ánægjuleg kvöldstund, þó best hefði verið að aldrei hefði þurft að boða til hennar. Og nú vilja þeir taka Íran og rústa, þar sem lítið heillegt er eftir í Írak, nema þeir sem óbeygðir standa og berjast gegn innrásarliði. Maður er bara hættur að fatta!
En þú varst bestust...
arnar valgeirsson, 20.3.2007 kl. 00:13
Ég vissi ekki af fundinum fyrr en kunningi hringdi í mig klukkan 8 og við brunuðum saman í Austurbæ. Ég var búinn að fletta Mogganum og Fréttablaðinu. En hafði ekki lesið eða heyrt í öðrum fjölmiðlum neitt um þetta.
Dagskráin var vel samansett og blönduð. Þín ræða var kröftug og hnitmiðuð. Aðrar ræður voru sömuleiðis góðar og gagnorðar. Það var rétt að hefja dagskrána á músík Ólafar Arnalds og láta XXX Rottweiler snillingana setja punktinn fyrir aftan i-ið.
Jens Guð, 20.3.2007 kl. 02:01
Guðfríður, það er of seint að mótmæla innrásinni í Írak, hún hefur löngu átt sér stað. En gott hjá ykkur að mótmæla ástandinu þar.
Hvenær ætlið þið að mótmæla ástandinu í Darfur og hörmungunum þar??? Eða er þetta eitthvað sem skiptir ykkur ekki máli af því að Bandaríkin eru ekki með her þar??
Ég hef áður sagt það að ég er ekkert ánægður með ástandið í Írak en það er ekkert Bandaríkjamönnum að kenna, Al-Kaida er að etja saman Súnnítum og Shítum til að koma að stað glundroða. Hugmyndafræði Al-Kaida er að drepa alla þá sem ekki gangast undir hugmyndafræði þeirra. Þessi hugmyndafræði er and-lýðræðisleg, and-vestræn, and-kristin, and-gyðingleg og almennt á móti janfrétti, t.d. jafnrétti kynjana.
Mótmælið Al-Kaida sem er ein mesta ógn við heimsfriðinn. Mótmælið líka Súdansstjórn fyrir að leyfa Arabískum vígamönnum að ráðast á krisna minnihlutann í Darfur með drápum og nauðgunum.
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:43
Ég mætti og fannst þæðan þín stórfín! Glæsilega að öllu staðið þarna.
Þarfagreinir, 20.3.2007 kl. 13:45
Úbbs, *ræðan
Þarfagreinir, 20.3.2007 kl. 13:45
Sæl, Guðfríður Lilja og þið öll !
Þökkum Erni Jónasyni skörulega framsetningu ! Guðfríður;! vonandi áttar þú þig á slepjulegri afstöðu margra VG félaga þinna, gagnvart hinni hörmulegu, já og margbölvuðu dellu, frá Mekka og nærsveitum.
Gætum þó líklega tekið þessar þjóðir, niður í Mið- Austurlöndum, í fulla sátt; láti þær af drápshyggjunni, og tækju aftur upp fornan átrúnað sinn, á hin ýmsu ágætu skurðgoð, kæmu þó líklega þar með; inn í 21. öldina.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:56
Ég er ekki talsmaður VG. Ég er í Frjálslynda flokknum. En er ekki talsmaður þess flokks heldur.
Það er ekki of seint að mótmæla kolólöglegri innrás í Írak. Þeim mun háværari sem mótmælin eru þeim mun betra. Hvernig staðið var að innrásinni er sífellt að opinberast rækilegar: Hvernig Brúskur og félagar lugu vísvitandi, fölsuðu gögn, plötuðu bandamenn sína sem urðu þar með aulalegir nytsamir sakleysingjar o.s.frv.
Ástandið í Írak er alfarið á ábyrgð Bandaríkjanna. Bandaríkin eru mesta ógn heims við frið í dag, eins og mörg undanfarin ár. Framferði Bandaríkjamanna, hvort sem er með ólöglegri innrási í Írak, ólöglegum pyntingabúðum í Guantanamo eða annarsstaðar, stuðningur við hryðjuverkaríkið Ísrael o.s.frv. er ástæðan fyrir því að fjöldi múslima verður sífellt róttækari og andúð á Bandaríkjunum og vesturlöndum breiðist út.
Ekkert fyrirbæri hefur grætt jafn mikið á stríðsglæpastefnu Brúsks og Al-Kaeda.
Jens Guð, 23.3.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.