Rósir á Akureyri

Íslandsmót_059

Ég er búin ađ vera í fríi frá allri pólitík um helgina. Skákin tók völdin og ég hef ekkert gert annađ en ađ stússast í skák norđur á Akureyri.  

Ég hef ekki komist í tölvu hér fyrir norđan fyrr en nú - er búin ađ vera ađ frá morgni til kvölds og ţađ er búiđ ađ vera virkilega gaman. Ég fór í nokkra grunnskóla á föstudag og um kvöldiđ hélt Skákfélag Akureyrar sérstakt Kvennakvöld. Ţangađ komu konur sem hafa ekki teflt í fleiri ár - jafnvel áratugi! - en viđ rifjuđum saman upp mannganginnn og nokkrar klassískar fléttur. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt ađ í hópnum mćttust m.a. sauđfjárbóndi, kúabóndi og "blandađur bóndi" og tefldu eins og herforingjar, höfđu engu gleymt.

Í gćr fór svo allur dagurinn í Íslandsmót stúlkna. Ég var međ kennslustund um morguninn en strax eftir hádegi hófst mótiđ og viđ höfum nú eignast glćsilega nýja Íslandsmeistara grunnskólastúlkna. Í flokki 12-16 ára sigrađi Sigríđur Björg Helgadóttir nemandi í Rimaskóla í Reykjavík, í öđru sćti varđ Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og í ţriđja sćti Tinna Kristín Finnbogadóttir. Efst úr heimabyggđ var Ulker Gasanova, Lundaskóla, sem er upprunalega frá landi Kasparovs, Azerbajan. Í flokki 11 ára og yngri sigrađi Sólrún Haraldsdóttir frá Glerárskóla á Akureyri, í öđru sćti varđ Hulda Rún Finnbogadóttir og í ţriđja sćti varđ Hildur Jóhannsdóttir (sem er bara 8 ára gömul!). Skákfélag Akureyrar tók höfđinglega á móti öllum keppendum og á heiđur skiliđ fyrir frábćrt mót.

Nú bíđ ég bara eftir ađ komast heim eftir nćrandi helgi fyrir norđan... til í slaginn.

P.S. Rétt svar viđ getrauninni var Kolbrún Halldórsdóttir alţingismađur... Ég hafđi ćtlađ mér ađ gefa frían skáktíma í verđlaun en sé ađ sá sem var fyrstur til ađ svara getrauninni var eđalkratinn og skákmeistarinn Benedikt Jónasson svo ég verđ ađ upphugsa einhver önnur verđlaun... Benni Jónasar ţarf ekki á kennslustund í skák ađ halda!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

bara ađ kvitta, kveđja héđan

steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 18.3.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: Tómas Ţóroddsson

Engar áhyggjur Benedikt, ţetta verđur góđ blanda.

Tómas Ţóroddsson, 18.3.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: arnar valgeirsson

Flott hjá ykkur stelpunum ađ tefla á Akureyri, mínum heimabć. Vona ađ skákfélag Akureyrar eignist frábćran fulltrúa í frćnku Kasparovs, henni Gasanovu. Og auđvitađ fullt af frábćrum fulltrúum í skák sem og öđru. Treysti ţví ađ Súlur, Esja norđanmanna, hafi fyllt ţig krafti fyrir komandi átök, sem og súrefniđ úr Eyjafirđi, sem enn er ómengađ.

arnar valgeirsson, 18.3.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Til hamingju međ mótiđ Lilja. Ég veit ekki hvort ţú hafi r áttađ ţig á ţví, en ţú hefur fengiđ ađ afhenda Hildi Jóhannsdóttur verđlaun tvisvar sinnum í sömu vikunni.

Hrannar Baldursson, 18.3.2007 kl. 22:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband