Skýrsla og aftur skýrsla

Langar til að taka undir orð Birgittu Jónsdóttur og hvetja alla sem vettlinga geta valdið til að sjá mynd Al Gore: An Inconvenient Truth.

Ég furða mig alltaf jafn mikið á framtaksleysinu hvað varðar hlýnun andrúmsloftsins, hörmulegum afleiðingum þess og ábyrgð okkar mannanna. Íslenska ríkisstjórnin sefur værum blundi, ypptir öxlum af áhugaleysi eða afneitar öllu saman.

Á þetta bara að virka svona? Í fleiri ár kemur hver skýrslan á fætur annarri um nauðsyn aðkallandi aðgerða, sagt er frá þeim í fréttum og við "upplýst" um málið en svo gerist ekkert?!

Mikið verður gaman að taka til hendinni í þessum efnum. Gerum Ísland að fyrirmynd annarra í loftlagsmálum! Vilji er allt sem þarf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband