Hvað er að?

Ég var að lesa blöðin í dag og ég er öskureið eftir lesturinn.

Hvað er að? Hvað gengur eiginlega að okkur? Hvernig getur Hæstiréttur vogað sér að milda dóma fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn börnum. Úr skítnum tveimur árum í 18 mánuði. Refsiramminn leyfir allt að 12 ára fangelsi.

Hvers vegna er refsiramminn aldrei nýttur til fulls þegar um er að ræða einhverja hörmulegustu glæpi sem framdir eru í okkar samfélagi? Hvernig getur samfélagið leyft sér að ítreka glæpi á borð við kynferðisafbrot og nauðganir með því að meðhöndla málin á þennan hátt.

Yngsta stúlkan sem brotið var á í þessu tiltekna máli í dag var þriggja ára gömul. Sagt er frá þessu á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Réttarkerfið endurspeglar gildismat samfélagsins. Þegar menn draga sér fé er allt rauðglóðandi alls staðar og ekkert gefið eftir í dómhörku, rannsóknum og fangelsisvistun. Þegar kemur að glæpum gegn sálarheill barna og kvenna um alla ævi þá er þetta niðurstaðan. Enn og aftur. 

Hvað tekur það fórnarlömb kynferðisafbrota og nauðgana mörg ár að taka út sína þjáningu? Oftar en ekki heila lífstíð.

Og þetta er það sem við bjóðum þeim. Þetta er okkar gildismat, okkar skilningur á réttu og röngu.

Það þarf að mótmæla þessu kröftuglega og fá alvöru breytingar í gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Komdu sæl...Þetta er með ólíkindum..það er eitthvað að. Mótmælum..Bendi á blokk Hrafns Jökulssonar og mitt frá í morgun.

Júlíus Garðar Júlíusson, 2.2.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Ég ætlaði nú ekki að benda á blokk eins né neins...en að sjálfsögðu átti þetta að vera blogg...ekki nema von að maður skrifi einhverja vitleysu eftir að hafa lesið þessa frétt.

Júlíus Garðar Júlíusson, 2.2.2007 kl. 12:18

3 identicon

Það verður samt að hafa í huga að þetta snýst um réttarríkið, um fordæmi og það að eiga von á samskonar dómi fyrir brot í dag eins og í gær. Þetta er byggt á vel ígrundaðri heimspeki um réttarríkið og er talið eitt af hornsteinum þess, án þess að fara út í það nánar núna. Hins vegar getur löggjafinn breytt þessu með því að þyngja refsirammann og þar með breytt lögum og fordæmum. Eftir að slík lagasetning tekur gildi, veit brotamaðurinn að refsing hans verður meiri. Ef fólk telur almennt að eitthvað verði bætt með því að þyngja refsingar þá ber að beita þeim þrýsting að löggjafanum en ekki dómsvaldinu. Þessi stríðsfyrirsögn moggans í dag hefði frekar átt að beinast að alþingismönnum.

Andri (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:02

4 identicon

Þeir milda hann einmitt til vísunar í eldri dóma, eins og ég var að tala um. Þar með segja þeir að Héraðsdómur hafi ekki tekið fyllilega mið af því sem er gildandi réttur. Ef þið viljið þyngri refsingar þá verðið þið að beina spjótum ykkar að löggjafanum. Svo einfalt er það.

Andri (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta er skömm

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 15:34

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er vitað að múslimsk ríki virði ekki rétt kvenna og stúlkubarna.
Í kynferðisafbrotamálum er réttarríki Íslands engu betra en múslimsk ríki gagnvart konum og börnum.
 Það má með sanni segja að  kynferðisafbrot gegn börnum og konum séu sambærileg við það að grýta þau eða að bera eld að sálu þeirra og líkama. Svo hörmulegar eru afleiðingarnar en refsingin er sama sem engin.
 Rétturinn virðist enn og ætíð vera hliðhollur karlaveldinu í þessum sökum.

Svava frá Strandbergi , 2.2.2007 kl. 16:39

7 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Ég er svo sammála þér Lilja, það er til háborinnar skammar að Hæstiréttur skuli fella þennan dóm. Skilaboðin sem almenningur fær eru að börnin okkar skipti litlu sem engu máli; að minnsta kosti þegar kemur að þessum málaflokki. Því miður þekki ég þennan málaflokk af biturri reynslu og það mjög persónulega, og er að undirbúa stóra blaðagrein þar sem tekið er á vinnubrögðum félagsmálayfirvalda og lögreglu, og í stuttu máli sagt, þá situr hver vanhæfur maðurinn af öðrum í ábyrgðarstöðum þegar kemur að þessum málum. Og afgreiðsla þessara mála er í raun þannig, að niðurstaðan byggist á því hver klórar hverjum á bakinu í barnaverndar- og félagsmálakerfinu, en réttlætið er fjarlæg hugmynd sem þetta fólk kann lítil sem engin skil á. 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 2.2.2007 kl. 16:40

8 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Tek í sama strenginn Guðfríður Lilja. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Almenningur er ekki sáttur við svona framkomu.

Það er löngu orðið tímabært að dómsmálin fái réttláta umfjöllun.

Nánar mín megin.

Gamall nöldurseggur, 2.2.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það var í fréttum núna nýlega að yfirleitt væri ekki hægt að lækna þá sem þráðu börn til kynlífsathafna.

Þegar maður fer að hugsa það þá er það sjálfsagt svipað líklegt að lækna barnaperrann eins og að "afhomma" hommann, lækna lesbíuna eða lækna mig af þrá til kvenna. Sé það ekki alveg gerast.

Ef þessi niðurstaða hjá mér er eitthvað í takt við það sem í reynd er þá sé ég ekki að það sé hægt að leyfa manni nokkurn tíma að ganga laus sem fundinn er sekur um að misnota börn kynferðislega. Fáránlegt að þeir skuli getað gengið út eftir 18 mánuði og eftir því sem mér skylst þá sitja þeir aldrei af sér allan dóminn.

Auðvitað eigum við alltaf að gæta okkar á að vera ekki of refsiglöð þegar kemur að brotamönnum og ekki láta reiðina stjórna okkur EN þegar það er verið að tala um fólk sem ítrekað eyðileggur líf meðborgara sinna með misþyrmingum, sérstaklega þegar börn verða fyrir barðinu á þeim, hvort börnin fái þá ekki að njóta vafans og afbrotamaðurinn sé í langflestum tilfellum lokaður inni til frambúðar.

Ágúst Dalkvist, 2.2.2007 kl. 22:42

10 identicon

Hvað gerir Hæstiskakkur nú? Þorir hann í Bónus um helgina? Þegar stórt er spurt...

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 06:55

11 identicon

Mér finnst umræddur dómur hæstaréttar vera til skammar, bæði fyrir hæstarétt sjálfan og þá sem dæmu þennan dóm. Það er verið að tala um fimm stúlkur sem munu bera þess merki um alla ævi að hafa verið misnotaðar.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 11:33

12 identicon

Við leysum eingin vandamál með því herða dóma. Vandin versnar bara. Það þarf að koma með meðferðar úrræði. Tilhneigingin til þess að leysa vandamál er að herða refsilög sem er algjör vitleysa. það þarf að   reyna finna þessa líklegustu á unga aldri og reyna hjálpa þessu fólki. Ef Höldum áfram með þessari refsigleði þá verður farið að dauðadæma menn fyrr en varir. Þessir menn eru jafn sjúkir eftir 18 mánuði  eða 10 ár þegar þeir losna

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 12:05

13 Smámynd: Magnús Jónsson

Gildismatið hjá þessum dómurum og fólki hjá hinu opinbera yfirleitt er það sem er að.  Brenglunin er að peningar eru það sem skiftir máli ekki fólk eða eins og hér um ræðir 3 ára börn.  Hvernig heldurðu að dómurinn hefði verið ef að málið hefði verið undanskot eða þjófnaður á peningum ?

Magnús Jónsson, 4.2.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband