Afturgöngur hrella

 

Pólitísk afturganga er mitt á meðal vor. Hún lætur öllum illum látum og stelur sviðsljósinu. Og rétt eins og í Íslendingasögunum leggst hún á sitt eigið heimafólk í miklum ham: bankar og ber á allar dyr og glugga, hrópar og galar og sækir á. Það er ekki flóafriður. Haugnum er ábótavant. Upp skal risið.

Hún ku vera komin til að minna á sig - og sína.

Á meðan draugur hrellir má sjá þungbúinn formann hlaupa um ganga með forláta kjörkassa í leit að lykli. Upp skal ljúka kistu. Kúbein er kallað til verks en lyklar finnast að lokum í miðri ringulreið og forláta konu ásamt fríðu föruneyti er vísað í braut. Eftir sitja einörð karlmenni með áhyggjur af Múhameð.

Lykilhafar auðvaldsins láta sér fátt um finnast. Jóakim aðalönd og bestu vinir hans eru pollrólegir því að ekkert breytir þeirra hag - hvorki ringulreið, draugagangur né hamfarir. Miljörðunum og miljörðunum og miljörðunum heldur áfram að rigna og rigna og rigna beint ofan á alla hina miljarðana. Mjúklega lenda þeir saman í sömu djúpu vösunum sem endalaust taka við.

Líkt og ósýnileg blá kraftaverkahönd væri að verki - eða vinveittur draugur.

Rip Rap og Rup og allir hinir litlu andarungarnir halda sér til hlés og borga brúsann.

Og eins og hendi væri veifað tekur endurborin eðalönd sig til, gengur aftur og iðrast. Vonandi alveg nóg. Jafnvel bara miklu meira en nóg. Svona miðað við tæknileg mistök.

Það er fjör að vera Íslendingur. Nóg um að vera. En hvað sem á dynur þá sameinumst við öll í að halda með handboltaliðinu - ÍBS, í blíðu og stríðu. Við erum víst stuðningsmenn en ekki áhangendur. Þekkjum við muninn?!

Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver er munurinn á því að æfa fyrir vinningsleik í handbolta eða í pólitík? 
Góður undirbúningur og reglulegar æfingar, öflugur og traustur foringi, góður liðsandi, samheldni, raunhæf áætlun og skýr markmið.
Náði einhver þessu? 

Júlíus Valsson, 30.1.2007 kl. 16:08

2 identicon

Frábær færsla!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Meira! Meira!

Fram til sigurs.

Hrafn Jökulsson, 31.1.2007 kl. 00:15

5 identicon

Ég verð að játa að hér fer kona sem mig langar að sjá á alþingi Íslendinga.....

Hólshreppur (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:21

6 Smámynd: Ólafur fannberg

frábær færsla

Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 12:51

7 identicon

 Frábært hjá þér.  Ég vil sjá þig á Þingi.

Betri en Össur.  En mikið væri gaman ef Össur kæmi með eitt "hjaðningavígablogg" um þessa Samfó vitleysu allasaman.

Oddur Ólafsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband