Ýsa og réttlæti

 

Menning er að gera hlutina vel. Tökum soðna ýsu. Í menningarlegu byggðarlagi er ýsa ný. Kannski sækir maður hana glænýja  niður á bryggju fyrir hádegið. Svo er hún soðin í vatni eða bökuð í ofni vatnslaus. Það má ekki votta fyrir blóði inni við beinið. En fiskurinn má ekki heldur vera alveg laus frá beininu: hann á að vera að byrja að losna. Og hann á að gljá eins og laukur gljái. Þetta er menning.

Segir Þorsteinn heitinn Gylfason í riti sínu "Réttlæti og ranglæti".

Á blaðsíðunni á undan vitnar hann í heilagan Ágústínus kirkjuföður sem spyr:

Án réttlætis, hvað eru þá ríkin nema stórkostleg glæpafélög?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband