Til hamingju með daginn

Kvenréttindafélag Íslands á 100 ára afmæli í dag.

Hinn 27. janúar 1907 hittust fjórtán konur á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og bjuggu afmælisbarnið til. Þær komu saman til að vinna að jafnrétti kynjanna og auknum réttindum kvenna í stjórnmálum og atvinnu.

Sú barátta stendur enn. Kynbundinn launamunur er staðreynd - og er þó bara ein af mörgum birtingarmyndum kynjamisréttis. Konur fá lægri laun fyrir sömu vinnu 27. janúar 2007. Pukrið og leyndóin sjá um það. Stéttir sem konur halda uppi eru langtum verr launaðar og framlag kvenna þannig vanvirt. Og þegar litið er til stjórna fyrirtækja og stofnana mætti halda að konum væri meinaður aðgangur. GOLF - Gentlemen Only Ladies Forbidden.

Hvenær er kominn tími á verulega róttækar aðgerðir til breytinga? Er ekki einmitt við hæfi að það sé núna - á 100 ára afmælinu?

Talandi um Kvenréttindafélagið þá er hinn öflugi og glaðbeitti varaformaður þess að bjóða sig fram til varaformanns á öðrum vettvangi núna um helgina. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.

Til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Til hamingju með daginn

Ágúst Dalkvist, 27.1.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

verstur fjárinn að Margrét komst ekki að! Og það á þessum degi :-@

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.1.2007 kl. 20:53

3 identicon

takk og til hamingju sömuleiðis! mikið hefði verið gaman að karlveldi frjálsyndra hefði fallið í dag!

Silja (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband