The Terminator og Við

Breskir íhaldsmenn og Arnold Schwarzenegger (The Terminator, ríkisstjóri Kaliforníu) eru langtum meðvitaðri, skynsamari og framsýnni en við Íslendingar í umhverfismálum.

Schwarzenegger!

Finnst okkur það ekkert pínu leiðinlegt?

Nú er jafnvel útlit fyrir að Bush ætli að einhverju marki að láta segjast varðandi hlýnun andrúmsloftsins. Bandaríkjamenn voru hundskammaðir fyrir það á sínum tíma að skrifa ekki undir Kyoto-samkomulagið.

En áttu þeir það alfarið skilið?

Vissulega. En það er þó altént mun heiðarlegra að neita að skrifa undir samkomulag heldur en að skrifa undir og standa svo ekki við það sem lofað er. Skrifa undir en finna svo alls kyns leiðir til að komast hjá því að standa við það.

Stendur Evrópa við Kyoto? Ríkin öll sem skrifuðu undir, börðu sér á brjóst og þóttust góð (eins og vanalega) - eru þau raunverulega að gera það sem þau sögðust ætla að gera?

Og hvað með okkur og íslenska sérákvæðið um að fá að menga meira fyrir stóriðjuna?

Ef svo fer fram sem horfir og við byggjum öll þessi álver sem blasa við, nú þá er meira að segja sérstaka mengunar-sóða-ákvæðið okkar ekki einu sinni nóg fyrir okkur. Þá brjótum við það líka.

Hreinsum til. Breytum um stefnu. Verum svolítið flott og stórhuga.

Áfram Ísland...


mbl.is Forstjórar hvetja Bush til aðgerða í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott hjá Arnold!

anna benkovic (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband