Lítil saga um karla í krapinu

Einu sinni voru stórir karlar í krapinu í rosaflottum jeppum með nýjustu gerðina af iphone og öllum græjum. Þeir fóru brunandi flottir um alla heimsbyggðina en þeim leiddist samt. Fundu ekki alveg tilgang lífsins. Þeir tóku því að bregða á leik.

Einn daginn komu þeir að þorpi ókunnugs fólks. Til að draga athyglina frá eigin úrræðaleysi og leiðindum ákváðu þeir að kveikja í húsum þorpsbúa. Upp kom mikill eldur og fótur og fit í beinni. Þegar fólk var byrjað að kasta sér í hrönnum út úr brennandi húsunum tóku karlarnir í krapinu sig saman og köstuðu til þeirra eldvarnarteppum.

Þetta kölluðu þeir neyðaraðstoð.

Seinna þegar eldarnir stóðu enn sem hæst ákváðu karlarnir í krapinu að nú væri kominn tími til að útdeila auðlindum þorpsbúa upp á nýtt. Vinir þeirra og vandamenn í rosa flottum stórum fyrirtækjum fylktu liði og sóttu 75% auðsins. Enn flottari græjur urðu til í jeppum karlanna í krapinu og þeir héldu áfram ferð sinni um heimsbyggðina.

Þetta kölluðu þeir baráttu fyrir frelsi, lýðræði og mann-réttindum. Hitt sem ekki var kallað neyðaraðstoð kölluðu þeir viðskipti.

Áður en þeir fóru glaðbeittir burt hvöttu þeir þorpsbúa til að láta til sín taka við enduruppbygginguna, útdeildu nokkrum sleikjóum og óskuðu þeim til hamingju með nýja heimsmynd.

Sögulok.

Hnaut annars um eftirfarandi um helgina:

Vissuð þið að íslensk stjórnvöld vörðu 44 milljónum króna í flutning hergagna til Íraks á árinu 2006?

Hvað ætli BUGL - Barna og unglingageðdeild Landspítalans - hefði getað gert við þessar milljónir sem fóru í hergögn?

Ég las líka að kostnaður Íslands af innrás í Írak séu tæpar 400 milljónir króna, þar af stór hluti í neyðar- og mannúðaraðstoð.


mbl.is 70 látnir og 110 særðir í bílsprengjuárásum í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð athugasemd um BUGL!¨ Það á allt gott skilið og við skiptum um ríkisstjórn í vor!

:-)

Anna Benkovic (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er gaman að sjá að þú ert að uppgötva heiminn og hvað er að gerast þar.

Blákaldur veruleikinn blasir við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband