Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Viltu bjarga ísbirninum?
Hvers virði er ísbjörninn?
Ísbjörninn mun væntanlega deyja út í lok þessarar aldar vegna hlýnandi loftlags og örrar bráðnunar jökla og íss.
Hvað sem öllum þeim sem eru í afneitun líður, þá er það staðreynd að við mannfólkið höfum mikið um það að segja hvort þessi hlýnun mun halda svo ört áfram. Geigvænleg losun gróðurhúsalofttegunda leikur lykilhlutverk í hlýnun andrúmsloftsins og hefur gríðarleg áhrif á mismunandi svið vistkerfis okkar, umhverfis og mannlífs. Fremstu vísindamenn segja okkur allir það sama: klukkan tifar og það er ekki svo langur tími til stefnu ef við ætlum að geta snúið þessari þróun við. Við þurfum að bregðast við núna.
Í þessu eigum við Íslendingar okkar sök - en ef fram fer sem horfir stefnum við á að leggja kapp á enn meiri losun skaðlegra lofttegunda en nú þegar er orðið. Viljum við það?
Ég sé að ýmsir vinir mínir í bloggheimum eru duglegir að setja upp skoðanakannanir. Ég ætla því að setja upp mína fyrstu. Viltu bjarga ísbirninum?
Þau sem segja "já" skuldbinda sig um leið óbeint til að segja já við spurningunni um hvort þau vilji beita sér fyrir minnkandi losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Af því að það er það eina sem getur bjargað ísbirninum (og reyndar svo mörgu öðru, en tökum eitt í einu).
Það eru auðvitað fjölmargar aðrar mjög veigamiklar og áríðandi ástæður fyrir því af hverju við verðum að snúa loftlagsþróuninni við. En hvers vegna ekki að byrja á því sem sumum finnst hvað "veigaminnst" í þessari umræðu - öðrum dýrategundum en okkur sjálfum?
Hvers virði er ísbjörninn? Geta nýfrjálshyggjumenn sett á hann verðmiða? Fer gildi ísbjarnarins á jörðunni eftir framboði og eftirspurn, eða hver talar máli þeirra sem ekkert hafa mannanna málið?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Það versta er að þótt að ísinn myndi hætt að bráðna og allt myndi reddast myndu ísbyrnir mjög líklega deyja út hvort sem er. Samkvæmt náttúrufræðibókinni minni er eitthvað eiturefni ( helda að það heiti PCB ) sem við fólkið notðum í málningu á skip áður, sem er fitubyndandi. Fiskurinn borðar hræ og annað af hafsbotninum sem inniheldur þetta efni frá hræjum og málningu sem hefur flagnað af bátonum. Þetta efni byndist í fituna á fiskinum, svo kemur selurinn og borðar helling af fisk sem er með þetta eiturefni í sér , eiturefnið eykst semsakt og eykst í selnum þar sem líkaminn nær ekki að vinna úr því. Svo kemur aumingja ísbjörninn og borðar nokkra seli og þá fær ísbjörninn einþá meiri eitur í sig. Afleiðangarn eru þær að það fæðast færri ísbyrnir, margir þeirra deyja ungir og sumir fæðast tvíkynja. Þannig að ef það á að bjarga ísbjörnonum þarf að hreynsa sjóinn líka.
Sorglegt
Kolla, 11.1.2007 kl. 19:08
Ég er alveg á skjón við pólitík áÍslandi! Auðvitað vil ég bjarga ísbirninum og við eigum ekki að stunda hvalveiðar og Kárahnjúkavirkjun er umhverfisslys, en "having said that" er ég alveg með því að Ísland gangi í Evrópubandalagið (þótt fyrr hefði verið) og krónar ef löngu dauð og nálykt hennar skemmir mannlíf Frónbúa! En ég hef laggt umhverfisvernd í fyrsta sæti og Vinstri grænir eru einu heiðarlegu kandidatarnir þar...
Anna Benkovic (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 22:04
Stundum gleymist að ein af skepnum vistkerfisins erum við mennirnir. Við erum ekki gestir á þessari jörð frekar en aðrar dýrategundir heldur erum við hluti af þessari náttúru.
Vitið þið t.d. að kýr eru mestu metangas framleiðendur í heimi eftir því sem að mér skylst og menga þar af leiðandi töluvert.
Öll dýr jarðar "menga" lífríkið á einhvern hátt en það er engin afsökun fyrir okkur mannfólkið þó, við erum sköpuð með meira vit en flestar dýrategundir sem ætti að geta gefið okkur möguleika á að minnka þá mengun sem við völdum nú.
En þetta með ísbjörninn. Auðvitað sæi ég eftir honum ef hann myndi deyja út. Það hefði líka verið gaman ef að risaeðlurnar hefðu lifað af, mammútarnir og svo mætti lengi telja. Við verðum nefnilega að gera okkur ljóst að allar þær dýrategundir sem verða til munu deyja einhvern tíma út og þar á meðal maðurinn. Það er sjálfsagt nauðsynlegt til að nýjar dýrategundir geti tekið við. Ég mun deyja líka og vonandi munu börnin mín taka nokkrar mínótur til að syrgja mig en svo heldur lífið áfram og það pláss sem ég tók í lífinu verður fyllt upp af einhverjum öðrum.
Þó við viljum vernda þá plánetu sem við erum á þá verðum við líka að passa okkur að leyfa þróuninni að halda áfram og gera okkur ljóst að við erum hluti af henni og ekki skammast okkur fyrir það.
Það er kannski grimmdarlegt að setja þetta svona upp, en þetta eru bara staðreyndir lífsins.
Ágúst Dalkvist, 12.1.2007 kl. 01:04
björgum bjössa
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 08:24
björgum bjössa
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 08:24
Það fáranlega við allt þetta er það að við höfum allt sem við þurfum til þess að stoppa gróðurhúsaáhrifin. Eina sem vantar er viljinn og þar af leiðir peningarnir.
Það væri áhugavert að sjá hvernig heimurinn væri ef eyru stjórnmálamanna heyrðu oftar í vísindamönnum.
Fræðingur, 13.1.2007 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.