Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Ein trappa
Ætli hægt sé að slá saman í eina tröppu?
Það væri nú ekki amalegt að geta slegið um sig í fínu boðunum og segja að maður eigi nú sisvona eina tröppu í Eiffel-turninum. Með öðrum kannski, en það er sama. Trappa er alltaf trappa og Eiffel er alltaf Eiffel.
Hluti Eiffelturnsins seldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Gildran mín II
Þetta er Gildran Mín.
Kalli Tomm Tromm-ari Gildrunnar er yndi mikið - hlýr og ósérhlífinn og leggur sig allan fram fyrir bæinn sinn.
Langaði bara að senda smá kveðju til hans - hans sem trommar í Rjóðri við sólarlag með vindinn í fanginu sem værist (náðirðu þessu?!).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Hallgerður, Hjörvar og Dagur Andri unnu
Ísland státar nú af fleiri fulltrúum en nokkru sinni á Heimsmeistaramóti barna og unglinga sem fram fer í Tyrklandi.
Hallgerður Helga gerði sér lítið fyrir og sigraði FIDE-meistara kvenna og sjöundu stigahæstu stúlku mótsins, hina bandarísku Alisu Melekhinu (2208 stig), í fyrstu umferð í gær. Frábær byrjun hjá Hallgerði, sem hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilega frammistöðu að undanförnu. Hallgerður var í 2. sæti á Norðurlandamóti stúlkna um daginn (var hársbreidd frá 1. sæti...) og tefldi nýverið einvígi við Guðlaugu Þorsteins um Íslandsmeistaratitil kvenna.
Hjörvar og Dagur Andri unnur líka sínar skákir en þeir eru á meðal okkar alefnilegustu og framúrskarandi ungu skákmönnum. Öðrum af okkar krökkum gekk lakar í fyrstu umferð en þau ætla sér án efa að bæta úr því hið fyrsta!
Hægt er að fylgjast með gangi mála á www.skak.is og www.skaksamband.is sem og bloggsíðu Eddu á unglingaskak.blog.is (móðir Hildar), en hún ætlar að blogga reglulega frá skákstað.
Gangi ykkur vel krakkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Ég vil ekki
ýta undir tilteknar herferðir
en ég verð hins vegar að segja að mér finnst þetta
dálítið smart.
Stór mynd af Jónasi úr litlum náttúrumyndum og hverri mynd fylgir ljóð.
Þá stendur bara eftir spurningin um það hvernig þjóð sem kennir sig í sífellu við náttúru og ljóð getur farið slíkum hamförum í nafni gróðans?
Smávinir fagrir, foldarskart,
finn ég yður öll í haganum enn.
Veitt hefur Fróni mikið og margt
miskunnar faðir. En blindir menn
meta það aldrei eins og ber,
unna því lítt, sem fagurt er,
telja sér lítinn yndisarð
að annast blómgaðan jurtagarð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Að synda eða synda ekki
Einmitt þessa stundina veit ég nákvæmlega hvað væri best fyrir mig. Það væri best fyrir mig að fara í sund. Ég sé mig fyrir mér brjóta öldurnar (smá ýkt upp á dramað) í fersku morgunloftinu, láta svo þreytuna líða úr í heitapottinum og gufunni -
njóta þessa forréttindaskjóls sem heitir Sundlaugar Íslands (Reykjavíkur reyndar, en aftur ýkt upp á dramað).
En ég nenni ekki. Ég sver það ég nenni ekki að drífa mig af stað.
Það er þetta sem er bæði svo óþolandi og áhugavert.
Hvers vegna tökum við þennan bita sem við ætlum ekki að taka, þennan sopa sem við ætlum ekki súpa, hvers vegna gerum við ekki einmitt það sem við ætlum að gera, hvers vegna breytum við ekki einmitt því sem við ætlum að breyta, osfrv osfrv osfrv? Og hvers vegna drífum við okkur ekki í sund þegar okkur langar?!!! Hvað er málið?!
Það er víst þetta sem það heitir að vera manneskja.
Og það er svo sem ágætt að flatmaga bara hérna núna og fara ekki fet. Ég kvarta ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Gildran mín
"Ég lagði fyrir hann gildruna mína" sagði Hildur Berglind 8 ára eftir að hafa lagt sjálfan forsætisráðherra í skák. "Hann hefði getað fært biskupinn en hann gerði það ekki."
Hildur Berglind verður yngsti fulltrúi Íslands frá upphafi á Heimsmeistaramóti barna og unglinga í skák í Tyrklandi sem hefst á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Krúsó og Jónas
Komin helgi og ég náði ekki að gera nærri því allt sem ég ætlaði mér þessa vikuna.
Ég held það hafi bara verið Róbinson Krúsó sem náði alltaf að gera allt fyrir helgi. Kannski Ögmundur líka. Og Súpermann.
Fyrir nú utan allar kvenhetjur hversdagsins.
Þessi er líka alltaf dálítið flottur:
Einu sinni ætlaði ég virkilega að ganga í augun á kærustunni minni og fara bæði með allan Grátittlinginn og allt hitt fyrir hana.
Felldur em eg við foldu - frosinn og má ei losast - andi guðs á mig andi - ugglaust mun eg þá huggast.
Ég var tekin í sátt.
Sökkvi ég mér og sé ég - í sálu þér - og lifi þínu lífi - andartak sérhvert - sem ann þér guð - finn ég í heitu hjarta... Háa skilur hnetti - himingeimur - blað skilur bakka og egg - en anda sem unnast - fær aldregi - eilífð að skilið.
Óska biskupi til hamingju með verðlaun dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Kostur að vera viðkvæmur
Já, það er kostur að vera viðkvæmur.
Í næsta bloggi ætla ég að halda áfram að leiða hugann að valdamesta manni landsins, en í dag verð ég að fá að vekja athygli á frábæru viðtali Kollu Bergþórs við Hrafn Jökulsson í 24stundum.
Hrafn hefur nú vetursetu í Trékyllisvík ásamt konu sinni Elínu Öglu. Ég held að mér finnist Elín Agla hafa með höndum eitt af fallegri störfum landsins: að vera skólastjóri Finnbogastaðaskóla, fámennasta skóla landsins. Þar eru tvær stúlkur við nám og skólinn er hjarta samfélagsins.
Einhvern tímann las ég viðtal í Mogganum um gleði fólks í hreppnum yfir því að þangað væri von á nýju barni. Þetta var í miðopnu og ég hugsaði með mér að þetta væri ein af ástæðunum fyrir því að mér þykir vænt um Ísland. Megi vegur Árneshrepps vera sem mestur og bestur - og megum við hafa vit á að skilja þau dýrmæti sem þar er að finna!
Eins og kemur fram í viðtalinu er Hrafn að gefa út bók um bæði líf sitt og Árneshrepps "Þar sem vegurinn endar". Það kæmi mér ekki á óvart að þetta verði jólabókin í ár - Kolla lýsir henni sem bæði fallegri og áhrifamikilli, með sérlega eftirminnilegum ævibrotum...
Hér eru sem sagt örfá komment úr viðtali dagsins:
"Skákin hefur gefið mér óteljandi ánægjustundir og örvæntingarandartök. Skákin er heillandi því hún er leit að tilgangi lífsins. Við erum alltaf að leita að besta leiknum í stöðunni hverju sinni. Við finnum hann sjaldnast en þegar við finnum hann þá vekur það mikla innri gleði og öll tilveran verður rökrétt og skynsamleg."
"Blaðamennska á að vera ástríðustarf en ekki skrifstofustarf. Þar eiga möppudýrin ekki að stjórna. Það þarf neista og vissa geggjun, þörf og löngun til að hafa jákvæð áhrif á heiminn."
"Í lífinu getum við ekki valið af hlaðborðinu bestu bitana og sleppt hinum. Líf mitt hefur verið fjölbreytt, viðburðaríkt, skemmtilegt, stundum stormasamt, oft erfitt en líka sneisafullt af hamingjustundum"
"Ég held líka að það sé kostur að vera viðkvæmur því það þýðir að maður er lifandi og opinn. Ég á alltof auðvelt með að taka hluti nærri mér en ég vildi samt ekki skipta á því og vera múrhúðað hörkutól."
"Ég held að leitin að Guði og leitin að ástinni sé í raun og veru drifin áfram af sömu þörf; þörfinni til að vera ekki einn í heiminum..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Valdamesti maður Íslands?
Hver haldið þið að sé valdamesti maður Íslands?
Ég er að velta þessu fyrir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Ég vil ekki lifa lífinu á hlaupum
svo snemma í morgun í stað þess að hlaupa út í loftköstum tók ég mér smá tíma og hlustaði á útvarpsþætti á netinu.
Ég heyrði m.a. Birgi Andrésson heitinn syngja í Víðsjá. Ég þekkti hann ekki persónulega en við mættumst oft á labbi á Vesturgötunni og af honum stafaði hlýja - og mér finnst verkin hans flott. Síðast þegar ég hitti hann var hann svo ljúfur í orðum sínum til mín að það bjargaði deginum.
Stúlka sem mér þykir vænt um lítur á útvarpið sem allra besta vin sinn. Hún segir meira að segja að það sé besti vinur þjóðarinnar - eða ætti að vera það.
Ég horfði líka á skemmtilegt viðtal Evu Maríu við okkar frábæru skákdrottningu Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Fannst það gaman.
Ég er ekki enn búin að horfa á Kiljuna en kannski ég geri það seint í kvöld eða snemma í fyrramálið...
Og svo er ég að hugsa um að að hlusta oftar og betur á útvarpið um leið og ég er að sýsla annað, gera það að sérstökum vini - það á að rækta vini sína alla sem einn, burt með hlaupaskóna. Það er kúnst að skipta um skó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)